28 virkjanir færist yfir í nýtingarflokk Kristján Már Unnarsson skrifar 7. janúar 2014 18:25 Orkufyrirtækin hafa óskað eftir að 28 virkjunarkostir, sem búið var að salta í tíð síðustu ríkisstjórnar, verði færðir yfir í nýtingarflokk. Af þeim eru sex virkjunarkostir sem settir voru í verndarflokk. Það er rifist um Norðlingaölduveitu þessa dagana, einnig virkjanir í neðri Þjórsá, og það verður sannarlega boðið upp á gnægð deiluefna, nú þegar þriðji áfangi rammaáætlunar er að hefjast. Samtök orkufyrirtækja, Samorka, hafa haldið því fram að í tíð síðustu ríkisstjórnar hafi allt að 18 virkjunarkostir verið stöðvaðir út frá pólitískum forsendum með því að vikið hafi verið frá faglegum niðurstöðum verkefnisstjórnar rammaáætlunar. Þessir kostir koma nú flestir til endurskoðunar, - og raunar fleiri. Tillögur sem bárust Orkustofnun áður en frestur rann út í desember eru frá öllum helstu orkufyrirtækjum landsins, meirihlutinn frá Landsvirkjun. Vatnsaflsvirkjanir sem fyrirtækin vilja færa úr biðflokki eru: Glámuvirkjun, Skatastaðavirkjun í tveimur útgáfum, Fljótshnúksvirkjun, Hrafnabjargavirkjun, Urriðafossvirkjun, Hvammsvirkjun, Holtavirkjun, Búlandsvirkjun, Hólmsárvirkjun, bæði við Einhyrning án miðlunar og Atley, Skrokkölduvirkjun, Hagavatnsvirkjun og Búðartunguvirkjun. Háhitavirkjanir sem fyrirtækin vilja úr biðflokki eru: Trölladyngja, Austurengjar, Innstidalur, Þverárdalur, Ölfusdalur, tveir áfangar við Hágöngur, og Fremrinámar. Fyrirtækin vilja fjóra vatnsaflskosti úr verndarflokki: Hólmsárvirkjun við Einhyrning með miðlun, Tungnaárlón, Bjallavirkjun og Norðlingaölduveitu. Tvö háhitasvæði vilja þau úr verndarflokki; Grændal og Gjástykki. Þá er gerð tillaga um þrjá nýja kosti, sem ekki hafa áður komið til skoðunar í rammaáætlun; virkjun í Stóru-Laxá og vindaflsvirkjanir á Þjórsár-Tungnaársvæði og Blöndusvæði. En má álykta út frá þessu að orkufyrirtækin séu ólm í að virkja sem mest? „Nei, ekki endilega það. Þau vilja bara halda þessum kostum til haga og halda þeim inni í áætlun,“ svarar Kristinn Einarsson, yfirverkefnisstjóri auðlindanýtingar hjá Orkustofnun. Hann vonast fremur til að öldurnar lægi og menn geri sér grein fyrir því að þarna sé um áætlun að ræða en ekki ákvörðun.Kristinn Einarsson, yfirverkefnisstjóri auðlindanýtingar hjá Orkustofnun.„Þetta er ekki jafnnálægt framkvæmdastigi, eins og það hafði tilhneigingu til í 1. og 2. áfanga.“ Bæði umhverfismat og skipulagsferli sveitarfélaga gefi færi á nánari skoðun einstakra verkefna. Orkustofnun getur sjálf bætt fleiri kostum inn áður en hún sendir tillögurnar áfram til verkefnisstjórnar rammaáætlunar. „Mér finnst líklegt að við bætum einhverju við en það verður ekki mikið. Það verður að líta líka á það að í öðrum áfanga rammaáætlunar var ekki nema rúmlega helmingur af þeirri vatnsorku sem tæknilegar forsendur eru til að nýta.“ Kristinn segir að á endanum verði þetta þó pólitísk ákvörðun en þriðja áfanga rammaáætlunar á að ljúka árið 2016. „Þetta endar sem ályktun Alþingis.“ Tengdar fréttir Flokkspólitísk rammaáætlun lifir ekki af ríkisstjórnina Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir að rammaáætlun muni ekki lifa af þessa ríkisstjórn ef niðurstaðan verði flokkspólitísk. Forstjóri álversins í Straumsvík talar um pólitískan skollaleik. 8. mars 2012 19:20 Blés á laxarökin gegn virkjunum í Þjórsá Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi ráðherra, greinir frá því í bók sinni, Ári drekans, að hann blási á "laxarökin“ sem síðasta ríkisstjórn notaði til að salta Þjórsárvirkjanir. 30. desember 2013 18:47 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Fleiri fréttir Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Sjá meira
Orkufyrirtækin hafa óskað eftir að 28 virkjunarkostir, sem búið var að salta í tíð síðustu ríkisstjórnar, verði færðir yfir í nýtingarflokk. Af þeim eru sex virkjunarkostir sem settir voru í verndarflokk. Það er rifist um Norðlingaölduveitu þessa dagana, einnig virkjanir í neðri Þjórsá, og það verður sannarlega boðið upp á gnægð deiluefna, nú þegar þriðji áfangi rammaáætlunar er að hefjast. Samtök orkufyrirtækja, Samorka, hafa haldið því fram að í tíð síðustu ríkisstjórnar hafi allt að 18 virkjunarkostir verið stöðvaðir út frá pólitískum forsendum með því að vikið hafi verið frá faglegum niðurstöðum verkefnisstjórnar rammaáætlunar. Þessir kostir koma nú flestir til endurskoðunar, - og raunar fleiri. Tillögur sem bárust Orkustofnun áður en frestur rann út í desember eru frá öllum helstu orkufyrirtækjum landsins, meirihlutinn frá Landsvirkjun. Vatnsaflsvirkjanir sem fyrirtækin vilja færa úr biðflokki eru: Glámuvirkjun, Skatastaðavirkjun í tveimur útgáfum, Fljótshnúksvirkjun, Hrafnabjargavirkjun, Urriðafossvirkjun, Hvammsvirkjun, Holtavirkjun, Búlandsvirkjun, Hólmsárvirkjun, bæði við Einhyrning án miðlunar og Atley, Skrokkölduvirkjun, Hagavatnsvirkjun og Búðartunguvirkjun. Háhitavirkjanir sem fyrirtækin vilja úr biðflokki eru: Trölladyngja, Austurengjar, Innstidalur, Þverárdalur, Ölfusdalur, tveir áfangar við Hágöngur, og Fremrinámar. Fyrirtækin vilja fjóra vatnsaflskosti úr verndarflokki: Hólmsárvirkjun við Einhyrning með miðlun, Tungnaárlón, Bjallavirkjun og Norðlingaölduveitu. Tvö háhitasvæði vilja þau úr verndarflokki; Grændal og Gjástykki. Þá er gerð tillaga um þrjá nýja kosti, sem ekki hafa áður komið til skoðunar í rammaáætlun; virkjun í Stóru-Laxá og vindaflsvirkjanir á Þjórsár-Tungnaársvæði og Blöndusvæði. En má álykta út frá þessu að orkufyrirtækin séu ólm í að virkja sem mest? „Nei, ekki endilega það. Þau vilja bara halda þessum kostum til haga og halda þeim inni í áætlun,“ svarar Kristinn Einarsson, yfirverkefnisstjóri auðlindanýtingar hjá Orkustofnun. Hann vonast fremur til að öldurnar lægi og menn geri sér grein fyrir því að þarna sé um áætlun að ræða en ekki ákvörðun.Kristinn Einarsson, yfirverkefnisstjóri auðlindanýtingar hjá Orkustofnun.„Þetta er ekki jafnnálægt framkvæmdastigi, eins og það hafði tilhneigingu til í 1. og 2. áfanga.“ Bæði umhverfismat og skipulagsferli sveitarfélaga gefi færi á nánari skoðun einstakra verkefna. Orkustofnun getur sjálf bætt fleiri kostum inn áður en hún sendir tillögurnar áfram til verkefnisstjórnar rammaáætlunar. „Mér finnst líklegt að við bætum einhverju við en það verður ekki mikið. Það verður að líta líka á það að í öðrum áfanga rammaáætlunar var ekki nema rúmlega helmingur af þeirri vatnsorku sem tæknilegar forsendur eru til að nýta.“ Kristinn segir að á endanum verði þetta þó pólitísk ákvörðun en þriðja áfanga rammaáætlunar á að ljúka árið 2016. „Þetta endar sem ályktun Alþingis.“
Tengdar fréttir Flokkspólitísk rammaáætlun lifir ekki af ríkisstjórnina Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir að rammaáætlun muni ekki lifa af þessa ríkisstjórn ef niðurstaðan verði flokkspólitísk. Forstjóri álversins í Straumsvík talar um pólitískan skollaleik. 8. mars 2012 19:20 Blés á laxarökin gegn virkjunum í Þjórsá Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi ráðherra, greinir frá því í bók sinni, Ári drekans, að hann blási á "laxarökin“ sem síðasta ríkisstjórn notaði til að salta Þjórsárvirkjanir. 30. desember 2013 18:47 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Fleiri fréttir Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Sjá meira
Flokkspólitísk rammaáætlun lifir ekki af ríkisstjórnina Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir að rammaáætlun muni ekki lifa af þessa ríkisstjórn ef niðurstaðan verði flokkspólitísk. Forstjóri álversins í Straumsvík talar um pólitískan skollaleik. 8. mars 2012 19:20
Blés á laxarökin gegn virkjunum í Þjórsá Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi ráðherra, greinir frá því í bók sinni, Ári drekans, að hann blási á "laxarökin“ sem síðasta ríkisstjórn notaði til að salta Þjórsárvirkjanir. 30. desember 2013 18:47