Innlent

Fundu kannabis í Kópvogi

Gissur Sigurðsson skrifar
Lögregla var kvödd að íbúð í fjölbýlishúsi í Kópavogi á öðrum tímanum í nótt vegna hávaða sem stafaði þaðan. Þegar hún kom á vettvang gaus kannabislykt á móti lögreglumönnunum, sem fundu tæplega eitt hundrað kannabisplöntur í íbúðinni.

Þær voru allar í frumvexti og engar fullunnar afurðir voru á vettvangi. Lögregla lagði hald á plönturnar og afgreiddi mál ræktandans á staðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×