Innlent

Bandaríkjamenn flýta hergagnasendingum til Íraks

Frá Fallujah.
Frá Fallujah. Mynd/AP
Bandaríkjamenn ætla að flýta sendingum á hergögnum til Íraks til þess að aðstoða stjórnvöld í baráttunni við uppreisnarhópa í Anbar héraði í vesturhluta landsins.

Hvíta húsið sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem sagði að eftirlits-drónar yrðu sendir á næstu vikum og eldflaugar af Hellfire gerð munu fylgja í kjölfarið á næstu mánuðum.

Bardagar í héraðinu hafa verið þeir hörðustu í mörg ár í landinu og hafa uppreisnarmenn borgina Fallujah á sínu valdi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×