Innlent

Svæði 9 á Ísafirði rýmt vegna snjóflóðahættu

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Frá Ísafirði, úr safni.
Frá Ísafirði, úr safni. mynd/Hafþór Gunnarsson
Lýst hefur verið yfir hættustigi á Ísafirði vegna snjóflóðahættu. Snjóflóðavakt Veðurstofu Íslands hefur ákveðið að rýma reit 9.

Engin búseta er á reitnum en á honum eru atvinnusvæði. Enn er í gildi óvissustig vegna sjóðflóða á norðanverðum Vestfjörðum.

Nokkur stór snjóflóð hafa fallið undanfarna tvo daga og úrkoma er nú töluverð og gæti varað næsta sólarhringinn. Spáð er vaxandi norðlægum vindi í kvöld og nótt. Mikill snjór er til fjalla víða á norðan- og austanverðu landinu en þar er ekki talin hætta í byggð eins og er.

Ferðafólki í fjalllendi er bent á að fara varlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×