Innlent

Fyllt upp í bílakjallara við stúdentagarða í Brautarholti

Gissur Sigurðsson skrifar
Til stendur að reisa stúdentagarða í Brautarholti.
Til stendur að reisa stúdentagarða í Brautarholti. Fréttablaðið/Stefán
Til stendur að verja milljónum króna, eða fjögur til fimm hundruð vörubílshlössum af möl til þess að fylla upp í fyrirhugaðan bílakjallara fyrir 166 bíla undir fjölbýlishúsi fyrir stúdenta, sem á að reisa á lóðinni við Brautarholt 7 í Reykjavík.

Þess í stað verða aðeins 20 bílastæði fyrir húsið , en nú eru þar 64 stæði, sem talsmenn fyrirtækja í grenndinni segja að séu alltof fá, hvað þá þegar fjölbýlishús með tæplega hundrað íbúðum bætist við, samfara fækkun stæðanna.

Skipulagstillaga Umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar er í kynningu til tuttugasta janúar, en í fyrri bókun ráðsins segir að það sé sannkallað fagnaðarefni að eigandi lóðarinnar telji sig aðeins þurfa 20 bílastæði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×