Verslunarmenn í Borgartúni ósáttir með breytingar Elimar Hauksson skrifar 12. janúar 2014 21:45 Hlöðver Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Einar Farestveit, segir breytingarnar í Borgartúni vera ópraktískar og öryggi gangandi vegfarandi sé ekki nægilega tryggt. mynd/GVA Forsvarsmenn fyrirtækja í Borgartúni eru margir hverjir ósáttir með þær breytingar sem hafa verið gerðar í götunni. Þetta segir Hlöðver Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Einar Farestveit í Borgartúni 28. Hlöðver segir að þrátt fyrir að upplyfting hafi orðið á útliti Borgartúnsins frá þvi sem var áður, þá sé gatan jafn „ópraktísk“ eða „kaótísk“ og frekast geti verið. Hún sé bæði illa hönnuð fyrir þá starfsemi sem þrífst í Borgartúni auk þess sem öryggi vegfarenda sé ekki nægilega tryggt. breytingarnar hafi fækkað bílastæðum á svæðinu en fyrir sé mikill skortur á bílastæðum. „Það er búið að þrengja götununa umtalsvert og hér myndast langar biðraðir ef til dæmis strætisvagn stoppar, þá er bara allt stopp,“ segir Hlöðver. Hlöðver segir nýja ljósastaura ekki tryggja öryggi gangandi vegfaranda nægilega og mikil hætta geti skapast þegar bílar aki yfir gangstéttir inn á bílastæði. „Lýsingin beinist mest á götuna en ekki á gangsstéttina eða hjólastígana og nýtist því lítið þeim sem þar eru á ferðinni. Það er nánast myrkur á gagnstéttunum. Gangandi vegfarendur og hjólafólk verður því minna sýnilegt sem dregur úr öryggi þeirra og setur þá vegfarendur í hættu,“ segir Hlöðver.Hlöðver Þorsteinsson segir breytingarnar í Borgartúni vera ópraktískar og öryggi gangandi vegfarenda sé ekki nægilega tryggt.Mynd/ValliBílastæðavandinn stækkar Hlöðver segir að erfitt sé fyrir ökumenn að átta sig á hvar innkeyrslur á bílastæði sem geti skapað mikla hættu. „Bílar eru oft að keyra þvers og kruss yfir gangstéttina, upp á gangstéttabrúnir, með viðeigandi hættu fyrir gangandi og hjólandi. Gangandi vegfarendur átta sig heldur ekki á hvar innkeyrslur eru sem maður hefði talið mikilvægt til að gæta að öryggi sínu og hvar von er á umferð,“ segir Hlöðver. Hlöðver segir skort á bílastæðum í Borgartúni vera vandamál og að borgin hafi aukið þann vanda með framkvæmdunum þar sem 30 bílastæði hafi nú þegar tapast á framkvæmdunum og 20 til viðbótar muni tapast þegar framkvæmdir halda áfram í átt að Snorrabraut. „Svar Borgarinnar við þessu er að hver bygging hafi sín eigin bílastæði samkvæmt skipulagi og að þetta sé svo lítill hluti af heildarbílastæðunum í Borgartúninu að þetta skipti ekki máli. Það stemmir ekki að vera með gríðaleg bílastæðavandamál og fækka bílastæðum á sama tíma,“ segir Hlöðver. Mest lesið Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Sjá meira
Forsvarsmenn fyrirtækja í Borgartúni eru margir hverjir ósáttir með þær breytingar sem hafa verið gerðar í götunni. Þetta segir Hlöðver Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Einar Farestveit í Borgartúni 28. Hlöðver segir að þrátt fyrir að upplyfting hafi orðið á útliti Borgartúnsins frá þvi sem var áður, þá sé gatan jafn „ópraktísk“ eða „kaótísk“ og frekast geti verið. Hún sé bæði illa hönnuð fyrir þá starfsemi sem þrífst í Borgartúni auk þess sem öryggi vegfarenda sé ekki nægilega tryggt. breytingarnar hafi fækkað bílastæðum á svæðinu en fyrir sé mikill skortur á bílastæðum. „Það er búið að þrengja götununa umtalsvert og hér myndast langar biðraðir ef til dæmis strætisvagn stoppar, þá er bara allt stopp,“ segir Hlöðver. Hlöðver segir nýja ljósastaura ekki tryggja öryggi gangandi vegfaranda nægilega og mikil hætta geti skapast þegar bílar aki yfir gangstéttir inn á bílastæði. „Lýsingin beinist mest á götuna en ekki á gangsstéttina eða hjólastígana og nýtist því lítið þeim sem þar eru á ferðinni. Það er nánast myrkur á gagnstéttunum. Gangandi vegfarendur og hjólafólk verður því minna sýnilegt sem dregur úr öryggi þeirra og setur þá vegfarendur í hættu,“ segir Hlöðver.Hlöðver Þorsteinsson segir breytingarnar í Borgartúni vera ópraktískar og öryggi gangandi vegfarenda sé ekki nægilega tryggt.Mynd/ValliBílastæðavandinn stækkar Hlöðver segir að erfitt sé fyrir ökumenn að átta sig á hvar innkeyrslur á bílastæði sem geti skapað mikla hættu. „Bílar eru oft að keyra þvers og kruss yfir gangstéttina, upp á gangstéttabrúnir, með viðeigandi hættu fyrir gangandi og hjólandi. Gangandi vegfarendur átta sig heldur ekki á hvar innkeyrslur eru sem maður hefði talið mikilvægt til að gæta að öryggi sínu og hvar von er á umferð,“ segir Hlöðver. Hlöðver segir skort á bílastæðum í Borgartúni vera vandamál og að borgin hafi aukið þann vanda með framkvæmdunum þar sem 30 bílastæði hafi nú þegar tapast á framkvæmdunum og 20 til viðbótar muni tapast þegar framkvæmdir halda áfram í átt að Snorrabraut. „Svar Borgarinnar við þessu er að hver bygging hafi sín eigin bílastæði samkvæmt skipulagi og að þetta sé svo lítill hluti af heildarbílastæðunum í Borgartúninu að þetta skipti ekki máli. Það stemmir ekki að vera með gríðaleg bílastæðavandamál og fækka bílastæðum á sama tíma,“ segir Hlöðver.
Mest lesið Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Sjá meira