„Allt í einu var ég orðin eins og fangi“ Edda Sif Pálsdóttir skrifar 28. ágúst 2014 14:54 Ágústa Eir Guðnýjardóttir fæddist á Selfossi árið 1967 og sá þá mjög lítið, í dag ekki neitt. Fyrstu árin bjó hún hjá foreldrum sínum en þegar kom að því að fara í skóla tóku málin að flækjast og neyddist Ágústa þá til að flytja til fósturforeldra í Reykjavík og hefja nám við blindradeild í Laugarnesskóla. „Þetta voru gríðarleg viðbrigði og allt í einu var ég orðin eins og fangi,“ segir Ágústa sem átti erfið ár fyrir höndum. Vanlíðanin braust m.a. út í ofbeldi á öðrum börnum og hún pissaði undir á nóttunni en litið var á hegðunina sem óþægð og veran á fyrsta fósturheimilinu varð ekki löng. Samtals bjó Ágústa á átta fósturheimilum næstu fjögur árin. „Þetta var gríðarlegur sársauki. Mér finnst ég hafa eytt flestum mínum grunnskólaárum í kvíða og einmanaleika. Enn í dag í september hugsa ég um hvað ég sé heppin, hvað það sé dásamlegt að þurfa ekki að fara í skóla. Skóli fyrir mér var bara fangelsistilfinning.“Aldrei réttlætanlegt að taka börn út af heimilum sínum Það að hafa þurft að flytja út af heimili sínu hafði varanleg áhrif á líf Ágústu og hún hefur sterkar skoðanir á málefnum fatlaðra sem hún hefur skrifað í pistla (Sjá pistlana hér, hér og hér ) og talað um í fjölmiðlum. Í apríl samþykkti borgarráð áætlun um byggingu fimm nýrra búsetukjarna fyrir fatlað fólk og þar er gert ráð fyrir fimm börnum. Ágústu hrís hugur við tilhugsuninni. „Þetta er ekki á nokkurt barn leggjandi og mér finnst í raun mjög merkilegt að við séum að hugsa um þetta 30-40 árum síðar. Það eru allir sérfræðingar sammála um það að börn þurfi öryggi, að alast upp í návist fólks sem tengist þeim tilfinningalega og stendur með þeim hvað sem á dynur. Þetta er ekki spurning um umönnun heldur tengsl.“Ber að mæta fjölbreyttum þörfum Björk Vilhelmsdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir eitthvað til í allri gagnrýni en bendir á að þarfir fólks séu fjölbreyttar og þeim þurfi að sinna á margvíslegan hátt. „Það er alltaf okkar vilji að börn alist upp hjá foreldrum sínum og fái stuðning þar eins og frekast er unnt,“ segir Björk en bætir við að það gangi ekki alltaf upp. Hins vegar efli það í sumum tilfellum tengsl foreldra og barns að það flytji inn á annað heimili. Björk segir jafnframt dæmi um að foreldrum fatlaðra barna hafi sárnað neikvæð umræða um búsetukjarna og finnist þeir annars flokks fyrir að hafa valið að setja barn sitt á slíkt heimili þegar reyndin sýni að það geti komið sér vel fyrir alla aðila. Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Bíó og sjónvarp 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Sjá meira
Ágústa Eir Guðnýjardóttir fæddist á Selfossi árið 1967 og sá þá mjög lítið, í dag ekki neitt. Fyrstu árin bjó hún hjá foreldrum sínum en þegar kom að því að fara í skóla tóku málin að flækjast og neyddist Ágústa þá til að flytja til fósturforeldra í Reykjavík og hefja nám við blindradeild í Laugarnesskóla. „Þetta voru gríðarleg viðbrigði og allt í einu var ég orðin eins og fangi,“ segir Ágústa sem átti erfið ár fyrir höndum. Vanlíðanin braust m.a. út í ofbeldi á öðrum börnum og hún pissaði undir á nóttunni en litið var á hegðunina sem óþægð og veran á fyrsta fósturheimilinu varð ekki löng. Samtals bjó Ágústa á átta fósturheimilum næstu fjögur árin. „Þetta var gríðarlegur sársauki. Mér finnst ég hafa eytt flestum mínum grunnskólaárum í kvíða og einmanaleika. Enn í dag í september hugsa ég um hvað ég sé heppin, hvað það sé dásamlegt að þurfa ekki að fara í skóla. Skóli fyrir mér var bara fangelsistilfinning.“Aldrei réttlætanlegt að taka börn út af heimilum sínum Það að hafa þurft að flytja út af heimili sínu hafði varanleg áhrif á líf Ágústu og hún hefur sterkar skoðanir á málefnum fatlaðra sem hún hefur skrifað í pistla (Sjá pistlana hér, hér og hér ) og talað um í fjölmiðlum. Í apríl samþykkti borgarráð áætlun um byggingu fimm nýrra búsetukjarna fyrir fatlað fólk og þar er gert ráð fyrir fimm börnum. Ágústu hrís hugur við tilhugsuninni. „Þetta er ekki á nokkurt barn leggjandi og mér finnst í raun mjög merkilegt að við séum að hugsa um þetta 30-40 árum síðar. Það eru allir sérfræðingar sammála um það að börn þurfi öryggi, að alast upp í návist fólks sem tengist þeim tilfinningalega og stendur með þeim hvað sem á dynur. Þetta er ekki spurning um umönnun heldur tengsl.“Ber að mæta fjölbreyttum þörfum Björk Vilhelmsdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir eitthvað til í allri gagnrýni en bendir á að þarfir fólks séu fjölbreyttar og þeim þurfi að sinna á margvíslegan hátt. „Það er alltaf okkar vilji að börn alist upp hjá foreldrum sínum og fái stuðning þar eins og frekast er unnt,“ segir Björk en bætir við að það gangi ekki alltaf upp. Hins vegar efli það í sumum tilfellum tengsl foreldra og barns að það flytji inn á annað heimili. Björk segir jafnframt dæmi um að foreldrum fatlaðra barna hafi sárnað neikvæð umræða um búsetukjarna og finnist þeir annars flokks fyrir að hafa valið að setja barn sitt á slíkt heimili þegar reyndin sýni að það geti komið sér vel fyrir alla aðila.
Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Bíó og sjónvarp 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Sjá meira