„Allt í einu var ég orðin eins og fangi“ Edda Sif Pálsdóttir skrifar 28. ágúst 2014 14:54 Ágústa Eir Guðnýjardóttir fæddist á Selfossi árið 1967 og sá þá mjög lítið, í dag ekki neitt. Fyrstu árin bjó hún hjá foreldrum sínum en þegar kom að því að fara í skóla tóku málin að flækjast og neyddist Ágústa þá til að flytja til fósturforeldra í Reykjavík og hefja nám við blindradeild í Laugarnesskóla. „Þetta voru gríðarleg viðbrigði og allt í einu var ég orðin eins og fangi,“ segir Ágústa sem átti erfið ár fyrir höndum. Vanlíðanin braust m.a. út í ofbeldi á öðrum börnum og hún pissaði undir á nóttunni en litið var á hegðunina sem óþægð og veran á fyrsta fósturheimilinu varð ekki löng. Samtals bjó Ágústa á átta fósturheimilum næstu fjögur árin. „Þetta var gríðarlegur sársauki. Mér finnst ég hafa eytt flestum mínum grunnskólaárum í kvíða og einmanaleika. Enn í dag í september hugsa ég um hvað ég sé heppin, hvað það sé dásamlegt að þurfa ekki að fara í skóla. Skóli fyrir mér var bara fangelsistilfinning.“Aldrei réttlætanlegt að taka börn út af heimilum sínum Það að hafa þurft að flytja út af heimili sínu hafði varanleg áhrif á líf Ágústu og hún hefur sterkar skoðanir á málefnum fatlaðra sem hún hefur skrifað í pistla (Sjá pistlana hér, hér og hér ) og talað um í fjölmiðlum. Í apríl samþykkti borgarráð áætlun um byggingu fimm nýrra búsetukjarna fyrir fatlað fólk og þar er gert ráð fyrir fimm börnum. Ágústu hrís hugur við tilhugsuninni. „Þetta er ekki á nokkurt barn leggjandi og mér finnst í raun mjög merkilegt að við séum að hugsa um þetta 30-40 árum síðar. Það eru allir sérfræðingar sammála um það að börn þurfi öryggi, að alast upp í návist fólks sem tengist þeim tilfinningalega og stendur með þeim hvað sem á dynur. Þetta er ekki spurning um umönnun heldur tengsl.“Ber að mæta fjölbreyttum þörfum Björk Vilhelmsdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir eitthvað til í allri gagnrýni en bendir á að þarfir fólks séu fjölbreyttar og þeim þurfi að sinna á margvíslegan hátt. „Það er alltaf okkar vilji að börn alist upp hjá foreldrum sínum og fái stuðning þar eins og frekast er unnt,“ segir Björk en bætir við að það gangi ekki alltaf upp. Hins vegar efli það í sumum tilfellum tengsl foreldra og barns að það flytji inn á annað heimili. Björk segir jafnframt dæmi um að foreldrum fatlaðra barna hafi sárnað neikvæð umræða um búsetukjarna og finnist þeir annars flokks fyrir að hafa valið að setja barn sitt á slíkt heimili þegar reyndin sýni að það geti komið sér vel fyrir alla aðila. Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira
Ágústa Eir Guðnýjardóttir fæddist á Selfossi árið 1967 og sá þá mjög lítið, í dag ekki neitt. Fyrstu árin bjó hún hjá foreldrum sínum en þegar kom að því að fara í skóla tóku málin að flækjast og neyddist Ágústa þá til að flytja til fósturforeldra í Reykjavík og hefja nám við blindradeild í Laugarnesskóla. „Þetta voru gríðarleg viðbrigði og allt í einu var ég orðin eins og fangi,“ segir Ágústa sem átti erfið ár fyrir höndum. Vanlíðanin braust m.a. út í ofbeldi á öðrum börnum og hún pissaði undir á nóttunni en litið var á hegðunina sem óþægð og veran á fyrsta fósturheimilinu varð ekki löng. Samtals bjó Ágústa á átta fósturheimilum næstu fjögur árin. „Þetta var gríðarlegur sársauki. Mér finnst ég hafa eytt flestum mínum grunnskólaárum í kvíða og einmanaleika. Enn í dag í september hugsa ég um hvað ég sé heppin, hvað það sé dásamlegt að þurfa ekki að fara í skóla. Skóli fyrir mér var bara fangelsistilfinning.“Aldrei réttlætanlegt að taka börn út af heimilum sínum Það að hafa þurft að flytja út af heimili sínu hafði varanleg áhrif á líf Ágústu og hún hefur sterkar skoðanir á málefnum fatlaðra sem hún hefur skrifað í pistla (Sjá pistlana hér, hér og hér ) og talað um í fjölmiðlum. Í apríl samþykkti borgarráð áætlun um byggingu fimm nýrra búsetukjarna fyrir fatlað fólk og þar er gert ráð fyrir fimm börnum. Ágústu hrís hugur við tilhugsuninni. „Þetta er ekki á nokkurt barn leggjandi og mér finnst í raun mjög merkilegt að við séum að hugsa um þetta 30-40 árum síðar. Það eru allir sérfræðingar sammála um það að börn þurfi öryggi, að alast upp í návist fólks sem tengist þeim tilfinningalega og stendur með þeim hvað sem á dynur. Þetta er ekki spurning um umönnun heldur tengsl.“Ber að mæta fjölbreyttum þörfum Björk Vilhelmsdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir eitthvað til í allri gagnrýni en bendir á að þarfir fólks séu fjölbreyttar og þeim þurfi að sinna á margvíslegan hátt. „Það er alltaf okkar vilji að börn alist upp hjá foreldrum sínum og fái stuðning þar eins og frekast er unnt,“ segir Björk en bætir við að það gangi ekki alltaf upp. Hins vegar efli það í sumum tilfellum tengsl foreldra og barns að það flytji inn á annað heimili. Björk segir jafnframt dæmi um að foreldrum fatlaðra barna hafi sárnað neikvæð umræða um búsetukjarna og finnist þeir annars flokks fyrir að hafa valið að setja barn sitt á slíkt heimili þegar reyndin sýni að það geti komið sér vel fyrir alla aðila.
Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist