„Hann kallaði mig helvítis útlending“ Baldvin Þormóðsson skrifar 16. mars 2014 19:00 Bessem vill vekja athygli á stöðu strætisbílstjóra og þeirri hættu sem þeir geta lent í. vísir/gva Farþegar í strætisvagni frá Hamraborg niður Kringlumýrarbraut urðu vitni að vægast sagt leiðinlegu atviki í gær þegar einn farþeganna réðst á vagnstjórann á miðri ferð strætisvagnsins. „Þarna sköpuðust stórhættulegar aðstæður,“ segir Bessem Aref, vagnstjóri en vagninn var á mikilli ferð þegar árásin átti sér stað. „Ég notaði bara vinstri hendina á stýrið og hægri til þess að halda honum frá mér.“ Ástæða árásarinnar segir Bessem hafa verið vegna þess að hann hafi neitað öðrum manni far með vagninum þar sem sá maður vildi ekki borga fullt fargjald. „Hann gat ekki borgað fargjaldið, ég sagði honum bara að ég þyrfti að fylgja þeim reglum sem mér eru settar,“ segir Bessem. „Það þurfa allir að borga sama fargjald.“ Bessem vísaði síðan manninum út. Reiddist þá einn farþeganna og fór að kalla Bessem öllum illum nöfnum. „Hann sagði að ég væri helvítis útlendingur. Hann spurði mig hvers vegna ég hafi ekki gefið manninum far og hélt síðan áfram að hrópa á mig,“ segir Bessem. „Síðan kemur hann upp að mér og kýlir mig.“„Við erum alltaf í hættu á að eitthvað svona komi fyrir“ Farþegar vagnsins voru skiljanlega mjög skelkaðir þegar árásin átti sér stað. „Fólk var farið að hrópa á hann að hætta þessu, sumir tóku myndband á símana sína,“ segir Bessem en hann náði að stöðva vagninn við Kringluna og koma manninum út. „Þegar hann var kominn út úr vagninum þá stóð hann bara og sagði mér að koma út, hann langaði til þess að slást við mig. Hann hélt áfram að kalla á mig og kalla mig útlending,“ segir Bessem sem vill vekja athygli á stöðu strætisbílstjóra. „Við erum alltaf í hættu á að eitthvað svona komi fyrir. Þetta er gríðarlega mikið álag, sérstaklega á kvöldin,“ segir Bessem. „Við verðum að fylgja verklagsreglum en við getum ekkert gert ef einhver fer að hóta okkur.“ Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Farþegar í strætisvagni frá Hamraborg niður Kringlumýrarbraut urðu vitni að vægast sagt leiðinlegu atviki í gær þegar einn farþeganna réðst á vagnstjórann á miðri ferð strætisvagnsins. „Þarna sköpuðust stórhættulegar aðstæður,“ segir Bessem Aref, vagnstjóri en vagninn var á mikilli ferð þegar árásin átti sér stað. „Ég notaði bara vinstri hendina á stýrið og hægri til þess að halda honum frá mér.“ Ástæða árásarinnar segir Bessem hafa verið vegna þess að hann hafi neitað öðrum manni far með vagninum þar sem sá maður vildi ekki borga fullt fargjald. „Hann gat ekki borgað fargjaldið, ég sagði honum bara að ég þyrfti að fylgja þeim reglum sem mér eru settar,“ segir Bessem. „Það þurfa allir að borga sama fargjald.“ Bessem vísaði síðan manninum út. Reiddist þá einn farþeganna og fór að kalla Bessem öllum illum nöfnum. „Hann sagði að ég væri helvítis útlendingur. Hann spurði mig hvers vegna ég hafi ekki gefið manninum far og hélt síðan áfram að hrópa á mig,“ segir Bessem. „Síðan kemur hann upp að mér og kýlir mig.“„Við erum alltaf í hættu á að eitthvað svona komi fyrir“ Farþegar vagnsins voru skiljanlega mjög skelkaðir þegar árásin átti sér stað. „Fólk var farið að hrópa á hann að hætta þessu, sumir tóku myndband á símana sína,“ segir Bessem en hann náði að stöðva vagninn við Kringluna og koma manninum út. „Þegar hann var kominn út úr vagninum þá stóð hann bara og sagði mér að koma út, hann langaði til þess að slást við mig. Hann hélt áfram að kalla á mig og kalla mig útlending,“ segir Bessem sem vill vekja athygli á stöðu strætisbílstjóra. „Við erum alltaf í hættu á að eitthvað svona komi fyrir. Þetta er gríðarlega mikið álag, sérstaklega á kvöldin,“ segir Bessem. „Við verðum að fylgja verklagsreglum en við getum ekkert gert ef einhver fer að hóta okkur.“
Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira