Tveir íbúar á Austurvegi í Vík í Mýrdal segja svo mikinn titring vegna hraðaksturs flutningabíla fram hjá heimili þeirra að komið hafi fyrir að leirtau brotni í glerskáp. Eins sé farið að bera á sprungum í húsinu.
Kom fram á sveitarstjórnarfundi þar sem málið var rætt að sveitarstjórinn hefði ítrekað rætt við Vegagerðina án þess að úrbætur hefðu verið gerðar. Óþægindin segja íbúarnir vera sérlega slæm eftir klukkan 21 á kvöldin.
