Innlent

Vita vel að Bryn Terfel er velskur

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hanna Styrmisdóttir.
Hanna Styrmisdóttir. mynd/SKJÁSKOT
Vegna mismæla Hönnu Styrmisdóttur, listræns stjórnanda, í viðtali í kvöldfréttatíma RÚV í gærkvöldi, sem eðlilega hafa vakið nokkra athygli, vill Listahátíð í Reykjavík koma eftirfarandi á framfæri:

Listrænum stjórnanda er vel kunnugt um að Bryn Terfel er velskur bass-baritón söngvari og sóttist sérstaklega eftir komu hans hingað.

Hann er einn eftirsóttasti baritónsöngvari í heimi og söng m.a. á eftirminnilegum tónleikum í Háskólabíói á Listahátíð 2007.

Stjórnandi hátíðarinnar harmar þessi mismæli og vonar innilega að þau varpi ekki skugga á það gleðiefni að Bryn Terfel muni syngja í Eldborg á Listahátíð í vor.

Ummælin sem Hanna Styrmisdóttir lét falla í kvöldfréttatíma RÚV voru:

„Það eru tónleikar Bryn Terfel sem er stórsöngvari, írskur stórsöngvari, sem Íslendingar þekkja vel vegna þess að hann söng á Listahátíð árið 2007 í Háskólabíói.“

Í gær hófst miðasala á flesta viðburði Listahátíðar í Reykjavík sem fram fer dagana 22. maí til 5. júní.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×