Margir framhaldsskólar nálægt gjaldþroti Heimir Már Pétursson skrifar 5. febrúar 2014 20:00 Formaður Félags framhaldsskólakennara segir marga framhaldsskóla hættulega nálægt gjaldþroti. Hugmyndir menntamálaráðherra um frekari hagræðingu innan skólanna til að bæta hag kennara séu því slæmt innlegg í viðkvæmar kjaraviðræður. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra sagði í fréttum okkar í gær að hann væri reiðubúinn að ræða um kerfisbreytingar á framhaldsskólunum, m.a. með því að stytta framhaldsnámið í þrjú á sem skapaði hagræðingu sem nýta mætti til að bæta kjör kennara. „Okkar skoðun er að menntamálaráðherra sé algerlega á villigötum með þessar hugmyndir sínar. Ég vil benda á að frá hruni er búið að kreista út úr framhaldsskólakerfinu 12 milljarða. Kjörin hafa drabbast niður og rekstur skólanna. Margir framhaldsskólar eru komnir hættulega nálægt gjaldþroti,“ segir Aðalheiður Steingrímsdóttir formaður Félags framhaldsskólakennara. Það þurfi miklu frekar að setja fjármuni inn í framhaldsskólakerfið, til að verja hagsmuni nemenda, kennara og almennings. „Þannig að ég vil segja að þessar hugmyndir eru mjög slæmt innlegg inn í þessar erfiðu samningaviðræður sem eru núna í gangi,“ segiri Aðalheiður. En vonbrigðin voru líka mikil með árangurslausan samningafund hjá Ríkissáttasemjara í morgun. Hún segir að til tíðinda hljóti að draga í næstu viku verði ekki breyting á afstöðu samninganefndar ríkisins á næsta fundi á mánudag. „Það voru mikil vonbrigði hvað litið þokaðist í morgun því sáttasemjari hafði lagt til á fundi í síðustu viku að samninganefnd ríkisins kæmi með eitthvað inn á fundinn í dag til að þoka viðræðum eitthvað áfram og samninganefnd ríkisins kom algerlega tómhent á fundinn í dag,“ segir Aðalheiður. Þá hafi ekki verið vilji hjá samninganefnd ríkisins til að ræða gögn kennara um þróun launa þeirra á undanförnum árum og daufar undirtektir við að setja meiri kraft í viðræðurnar. „Eða að minnsta kosti að koma þeim í gang því þær eru ekki komnar í gang,“ segir Aðalheiður. Eru þær þá í frosti? „Já, það er alger pattstaða búin að vera frá 3. desember og við höfum ekki náð neinum árangri,“ segir hún. Hvenær lýkur þessu þrátefli og hvenær segið þið, hér er komið nóg? „Við höfum næstu viku til að gera það, í raun og veru,“ segir Aðalheiður Steingrímsdóttir. Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Sjá meira
Formaður Félags framhaldsskólakennara segir marga framhaldsskóla hættulega nálægt gjaldþroti. Hugmyndir menntamálaráðherra um frekari hagræðingu innan skólanna til að bæta hag kennara séu því slæmt innlegg í viðkvæmar kjaraviðræður. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra sagði í fréttum okkar í gær að hann væri reiðubúinn að ræða um kerfisbreytingar á framhaldsskólunum, m.a. með því að stytta framhaldsnámið í þrjú á sem skapaði hagræðingu sem nýta mætti til að bæta kjör kennara. „Okkar skoðun er að menntamálaráðherra sé algerlega á villigötum með þessar hugmyndir sínar. Ég vil benda á að frá hruni er búið að kreista út úr framhaldsskólakerfinu 12 milljarða. Kjörin hafa drabbast niður og rekstur skólanna. Margir framhaldsskólar eru komnir hættulega nálægt gjaldþroti,“ segir Aðalheiður Steingrímsdóttir formaður Félags framhaldsskólakennara. Það þurfi miklu frekar að setja fjármuni inn í framhaldsskólakerfið, til að verja hagsmuni nemenda, kennara og almennings. „Þannig að ég vil segja að þessar hugmyndir eru mjög slæmt innlegg inn í þessar erfiðu samningaviðræður sem eru núna í gangi,“ segiri Aðalheiður. En vonbrigðin voru líka mikil með árangurslausan samningafund hjá Ríkissáttasemjara í morgun. Hún segir að til tíðinda hljóti að draga í næstu viku verði ekki breyting á afstöðu samninganefndar ríkisins á næsta fundi á mánudag. „Það voru mikil vonbrigði hvað litið þokaðist í morgun því sáttasemjari hafði lagt til á fundi í síðustu viku að samninganefnd ríkisins kæmi með eitthvað inn á fundinn í dag til að þoka viðræðum eitthvað áfram og samninganefnd ríkisins kom algerlega tómhent á fundinn í dag,“ segir Aðalheiður. Þá hafi ekki verið vilji hjá samninganefnd ríkisins til að ræða gögn kennara um þróun launa þeirra á undanförnum árum og daufar undirtektir við að setja meiri kraft í viðræðurnar. „Eða að minnsta kosti að koma þeim í gang því þær eru ekki komnar í gang,“ segir Aðalheiður. Eru þær þá í frosti? „Já, það er alger pattstaða búin að vera frá 3. desember og við höfum ekki náð neinum árangri,“ segir hún. Hvenær lýkur þessu þrátefli og hvenær segið þið, hér er komið nóg? „Við höfum næstu viku til að gera það, í raun og veru,“ segir Aðalheiður Steingrímsdóttir.
Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Sjá meira