Innlent

Mikil aukning afla á Ísafirði

Þorgils Jónsson skrifar
Frá Ísafirði
Frá Ísafirði Mynd/Pjetur
Mikil aukning var á afla sem landað var í Ísafjarðarhöfn í fyrra miðað við árið á undan. Frá þessu segir á vef Bæjarins Besta.

Alls komu þar að landi 19.800 tonn en það er helmingsaukning frá 2012 þegar 13.100 tonnum var landað þar. Þessi aukning er rakin til þess að mikil fiskgengd hafi verið á Vestfjarðamiðum og það hafi færst í vöxt að aðkomuskip landi á Ísafirði og láti keyra aflanum þaðan út um allt land til vinnslu.

Einnig hefur veiði hjá heimaskipum verið góð þar sem afli togara Hraðfrystihússins-Gunnvarar jókst um sjö prósent milli ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×