Háskólamenntaðir krefjast launaleiðréttingar upp á um 200 þúsund krónur Heimir Már Pétursson skrifar 10. janúar 2014 11:42 Formaður BHM segir háskólamenntað fólk hafa flúið land á undanförnum árum. Verði launin hjá hinu opinbera ekki leiðrétt verulega muni flóttinn halda áfram. mynd/gva Formaður BHM segir þolinmæði háskólamenntaðra starfsmanna hjá hinu opinbera á þrotum og þeir krefjist verulegra leiðréttinga á sínum launum strax. Enn frekari landflótti muni hlaupa í háskólamenntað fólk hækki mánaðarlaunin ekki um allt að 200 þúsund krónur.Guðlaug Kristjánsdóttir formaður BHM segir staðreynd að laun háskólamenntaðra starfsmanna hjá hinu opinbera hafi dregist mikið aftur úr launum háskólamenntaðra á almennum vinnumarkaði og hafi munurinn á mánaðarlaununum verið um 200 þúsund krónur árið 2012. „Það sem við erum fyrst og fremst að benda á í dag er að millistéttin hefur setið hjá garði ansi lengi í auknum álögum og mjög litlum launaleiðréttingum. Þannig að það er mjög uppsöfnuð þörf fyrir leiðréttingar og það er markmið okkar í þessum kjaraviðræðum,“ segir formaður BHM. Guðlaug segir vinnuálagið hjá háskólamentuðum starfsmönnum hins opinbera einnig hafa verið gífurlega mikið undanfarin ár sem ekki hafi endurspeglast í laununum. „Það hefur verið gengið ansi lengi á þolgæði þessa hóps. Það er fyrirliggjandi atgervisflótti háskólamenntaðs fólks bæði frá hinu opinbera og úr landi. Þannig að það er beggja hagur að leiðrétta þessa stöðu og við erum til þjónustu reiðubúin að finna lausnir í því,“ segir Guðlaug. Kröfur BHM um leiðréttingar eru langt um meiri en þær hækkanir sem nýlega var samið um á almennum vinnumarkaði til skamms tíma, með það að markmiði að gera langtímasamning sem tryggi aukinn kaupmátt og stöðugleika. „Okkar fólk hefur ekki notið neinnrar sérstakrar verndar mörg síðustu ár og kjörin hafa verulega dregist aftur úr. Ísland þarf að horfa á það á næstu árum, að til að efla hagvöxt hér á landi þarf að byggja upp menntaðan vinnumarkað og við gerum það ekki með því að hafa láglaunaland fyrir háskólamenntað fólk,“ segir Guðlaug. Það væri misráðið að bæta ekki úr þessu þegar stefnt sé að uppbyggingu atvinnulífs sem byggi á tækniþekkingu og menntun. Forsenda langtímasamnings sé að stigið verði afgerandi skref til leiðréttingar launa háskólamenntaðra hjá hinu opinbera. „Við höfum verið mjög þolinmóð og við höfum beðið mjög lengi og fólkið okkar er ekki lengur tilbúið í það. Það vill sjá leiðréttingar núna og þá getum við talað um framhaldið,“ segir Guðlaug Kristjánsdóttir. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Sjá meira
Formaður BHM segir þolinmæði háskólamenntaðra starfsmanna hjá hinu opinbera á þrotum og þeir krefjist verulegra leiðréttinga á sínum launum strax. Enn frekari landflótti muni hlaupa í háskólamenntað fólk hækki mánaðarlaunin ekki um allt að 200 þúsund krónur.Guðlaug Kristjánsdóttir formaður BHM segir staðreynd að laun háskólamenntaðra starfsmanna hjá hinu opinbera hafi dregist mikið aftur úr launum háskólamenntaðra á almennum vinnumarkaði og hafi munurinn á mánaðarlaununum verið um 200 þúsund krónur árið 2012. „Það sem við erum fyrst og fremst að benda á í dag er að millistéttin hefur setið hjá garði ansi lengi í auknum álögum og mjög litlum launaleiðréttingum. Þannig að það er mjög uppsöfnuð þörf fyrir leiðréttingar og það er markmið okkar í þessum kjaraviðræðum,“ segir formaður BHM. Guðlaug segir vinnuálagið hjá háskólamentuðum starfsmönnum hins opinbera einnig hafa verið gífurlega mikið undanfarin ár sem ekki hafi endurspeglast í laununum. „Það hefur verið gengið ansi lengi á þolgæði þessa hóps. Það er fyrirliggjandi atgervisflótti háskólamenntaðs fólks bæði frá hinu opinbera og úr landi. Þannig að það er beggja hagur að leiðrétta þessa stöðu og við erum til þjónustu reiðubúin að finna lausnir í því,“ segir Guðlaug. Kröfur BHM um leiðréttingar eru langt um meiri en þær hækkanir sem nýlega var samið um á almennum vinnumarkaði til skamms tíma, með það að markmiði að gera langtímasamning sem tryggi aukinn kaupmátt og stöðugleika. „Okkar fólk hefur ekki notið neinnrar sérstakrar verndar mörg síðustu ár og kjörin hafa verulega dregist aftur úr. Ísland þarf að horfa á það á næstu árum, að til að efla hagvöxt hér á landi þarf að byggja upp menntaðan vinnumarkað og við gerum það ekki með því að hafa láglaunaland fyrir háskólamenntað fólk,“ segir Guðlaug. Það væri misráðið að bæta ekki úr þessu þegar stefnt sé að uppbyggingu atvinnulífs sem byggi á tækniþekkingu og menntun. Forsenda langtímasamnings sé að stigið verði afgerandi skref til leiðréttingar launa háskólamenntaðra hjá hinu opinbera. „Við höfum verið mjög þolinmóð og við höfum beðið mjög lengi og fólkið okkar er ekki lengur tilbúið í það. Það vill sjá leiðréttingar núna og þá getum við talað um framhaldið,“ segir Guðlaug Kristjánsdóttir.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Sjá meira