Háskólamenntaðir krefjast launaleiðréttingar upp á um 200 þúsund krónur Heimir Már Pétursson skrifar 10. janúar 2014 11:42 Formaður BHM segir háskólamenntað fólk hafa flúið land á undanförnum árum. Verði launin hjá hinu opinbera ekki leiðrétt verulega muni flóttinn halda áfram. mynd/gva Formaður BHM segir þolinmæði háskólamenntaðra starfsmanna hjá hinu opinbera á þrotum og þeir krefjist verulegra leiðréttinga á sínum launum strax. Enn frekari landflótti muni hlaupa í háskólamenntað fólk hækki mánaðarlaunin ekki um allt að 200 þúsund krónur.Guðlaug Kristjánsdóttir formaður BHM segir staðreynd að laun háskólamenntaðra starfsmanna hjá hinu opinbera hafi dregist mikið aftur úr launum háskólamenntaðra á almennum vinnumarkaði og hafi munurinn á mánaðarlaununum verið um 200 þúsund krónur árið 2012. „Það sem við erum fyrst og fremst að benda á í dag er að millistéttin hefur setið hjá garði ansi lengi í auknum álögum og mjög litlum launaleiðréttingum. Þannig að það er mjög uppsöfnuð þörf fyrir leiðréttingar og það er markmið okkar í þessum kjaraviðræðum,“ segir formaður BHM. Guðlaug segir vinnuálagið hjá háskólamentuðum starfsmönnum hins opinbera einnig hafa verið gífurlega mikið undanfarin ár sem ekki hafi endurspeglast í laununum. „Það hefur verið gengið ansi lengi á þolgæði þessa hóps. Það er fyrirliggjandi atgervisflótti háskólamenntaðs fólks bæði frá hinu opinbera og úr landi. Þannig að það er beggja hagur að leiðrétta þessa stöðu og við erum til þjónustu reiðubúin að finna lausnir í því,“ segir Guðlaug. Kröfur BHM um leiðréttingar eru langt um meiri en þær hækkanir sem nýlega var samið um á almennum vinnumarkaði til skamms tíma, með það að markmiði að gera langtímasamning sem tryggi aukinn kaupmátt og stöðugleika. „Okkar fólk hefur ekki notið neinnrar sérstakrar verndar mörg síðustu ár og kjörin hafa verulega dregist aftur úr. Ísland þarf að horfa á það á næstu árum, að til að efla hagvöxt hér á landi þarf að byggja upp menntaðan vinnumarkað og við gerum það ekki með því að hafa láglaunaland fyrir háskólamenntað fólk,“ segir Guðlaug. Það væri misráðið að bæta ekki úr þessu þegar stefnt sé að uppbyggingu atvinnulífs sem byggi á tækniþekkingu og menntun. Forsenda langtímasamnings sé að stigið verði afgerandi skref til leiðréttingar launa háskólamenntaðra hjá hinu opinbera. „Við höfum verið mjög þolinmóð og við höfum beðið mjög lengi og fólkið okkar er ekki lengur tilbúið í það. Það vill sjá leiðréttingar núna og þá getum við talað um framhaldið,“ segir Guðlaug Kristjánsdóttir. Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Formaður BHM segir þolinmæði háskólamenntaðra starfsmanna hjá hinu opinbera á þrotum og þeir krefjist verulegra leiðréttinga á sínum launum strax. Enn frekari landflótti muni hlaupa í háskólamenntað fólk hækki mánaðarlaunin ekki um allt að 200 þúsund krónur.Guðlaug Kristjánsdóttir formaður BHM segir staðreynd að laun háskólamenntaðra starfsmanna hjá hinu opinbera hafi dregist mikið aftur úr launum háskólamenntaðra á almennum vinnumarkaði og hafi munurinn á mánaðarlaununum verið um 200 þúsund krónur árið 2012. „Það sem við erum fyrst og fremst að benda á í dag er að millistéttin hefur setið hjá garði ansi lengi í auknum álögum og mjög litlum launaleiðréttingum. Þannig að það er mjög uppsöfnuð þörf fyrir leiðréttingar og það er markmið okkar í þessum kjaraviðræðum,“ segir formaður BHM. Guðlaug segir vinnuálagið hjá háskólamentuðum starfsmönnum hins opinbera einnig hafa verið gífurlega mikið undanfarin ár sem ekki hafi endurspeglast í laununum. „Það hefur verið gengið ansi lengi á þolgæði þessa hóps. Það er fyrirliggjandi atgervisflótti háskólamenntaðs fólks bæði frá hinu opinbera og úr landi. Þannig að það er beggja hagur að leiðrétta þessa stöðu og við erum til þjónustu reiðubúin að finna lausnir í því,“ segir Guðlaug. Kröfur BHM um leiðréttingar eru langt um meiri en þær hækkanir sem nýlega var samið um á almennum vinnumarkaði til skamms tíma, með það að markmiði að gera langtímasamning sem tryggi aukinn kaupmátt og stöðugleika. „Okkar fólk hefur ekki notið neinnrar sérstakrar verndar mörg síðustu ár og kjörin hafa verulega dregist aftur úr. Ísland þarf að horfa á það á næstu árum, að til að efla hagvöxt hér á landi þarf að byggja upp menntaðan vinnumarkað og við gerum það ekki með því að hafa láglaunaland fyrir háskólamenntað fólk,“ segir Guðlaug. Það væri misráðið að bæta ekki úr þessu þegar stefnt sé að uppbyggingu atvinnulífs sem byggi á tækniþekkingu og menntun. Forsenda langtímasamnings sé að stigið verði afgerandi skref til leiðréttingar launa háskólamenntaðra hjá hinu opinbera. „Við höfum verið mjög þolinmóð og við höfum beðið mjög lengi og fólkið okkar er ekki lengur tilbúið í það. Það vill sjá leiðréttingar núna og þá getum við talað um framhaldið,“ segir Guðlaug Kristjánsdóttir.
Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira