Innlent

Kasólétt missti allt í brunanum

JJK og KH skrifar
Sædís Alma slapp með naumindum út úr brennandi íbúðinni í Hraunbæ.
Sædís Alma slapp með naumindum út úr brennandi íbúðinni í Hraunbæ. Myndir/Pressphotos og úr einkasafni.
„Ég á að eiga eftir minna en mánuð og það er allt horfið; fötin, barnarúmið, skiptiborðið - bara allt,“ segir Sædís Alma Sæbjörnsdóttir, nítján ára stúlka, sem slapp naumlega út úr brennandi íbúð í Hraunbæ 30 í nótt.

Eins og fram kom á Vísi kom upp eldur á þriðja tímanum í nótt í fjölbýlishúsinu við Hraunbæ 30. Í fyrstu var talið að tveir hefðu sloppið út úr brennandi íbúðinni en í raun voru það fjórir. Sædís Alda, sjö ára frænka hennar, barnsfaðir og móðir.

Slökkviliðið var fljótt að ráða niðurlögum eldsins og íbúarnir sluppu allir með skrekkinn.

Sædís Alma segir að sennilega hafi kviknað í út frá kerti. „Kisan mín hefur sennilega rekist í kertið. Eldurinn var fljótur að breiðast út,“ segir Sædís Alda sem var eins og gefur að skilja í miklu sjokki eftir brunann. „Ég er búin að missa allt og því miður dó kisan okkar.“

Nánar verður fjallað um málið í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×