„Kannabis er bara ekki nógu áhrifaríkt lyf Hjörtur Hjartarson skrifar 10. janúar 2014 20:15 Krabbameinslæknir á Landspítalanum segir fordóma ekki stjórna því að mælt er gegn því að krabbameinssjúklingar noti kannabis efni sem stoðmeðferð við sjúkdómnum. Ástæðan sé einfaldlega sú að kannabis sé lélegt lyf sem gagnist sjúklingum illa. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að dæmi væri um að íslenskir krabbameinssjúklingar neyttu kannabisefna sem stuðningslyf við hefðbundinni meðferð. Kannabis er þá notað til að slá á sársauka, ógleði og einnig til að auka matarlyst. „Það eru til í það heila mun betri aðferðir sem við notum frekar. Ég hef alveg reynt að nota tetra hydro cannabinol sem er virka efnið í kannabis, sem er til í töfluformi líka. Og það er engin sérstök reynsla af því,“ segir Gunnar Bjarni Ragnarsson, krabbameinslæknir á Landspítalanum og bæti því við að aukaverkanir séu jafnframt töluverðar. „Í sjálfu sér höfum við enga fordóma gegn því að nota þetta lyf ef hægt væri að sýna fram á að það væri betra en önnur lyf þá myndum við hiklaust nota það.“ Þessu er Ólafur Skorrdal, 43 ára ekki sammála. Hann hefur í tvo áratugi neytt kannabisefna en hann hefur frá unga aldri glímt við margvíslega sjúkdóma svo sem berkla, astma og gigt. Hann segir kannabis nýtast vel sem stoðmeðferð lækna til að taka meiri mark á reynslusögum einstaklinga.Ólafur baðst undan viðtali í dag enda hafi slæma reynslu af því að tala opinskátt um þessi mál. Ekki eru margir krabbameinssjúklingar á Íslandi í dag sem neyta kannabisefna sem stoðmeðferð og enginn þeirra samkvæmt læknisráði. „En það er stundum spurt hvort það gæti gert gagn en það er ekki eitthvað sem er almennt í notkun,“ segir Þórunn K. Guðmundsdóttir, klínískur lyfjafræðingur hjá Landspítalanum. Þórunn segir að notkun á kannabisefnum á meðan krabbameinsmeðferð stendur geti hreinlega haft áhrif til hins verra. „Það getur annaðhvort aukið áhrif annarra efna eða jafnvel minnkað áhrifin þannig að meðferðin verður ekki eins góð.“ Kannabis hefur lengi verið notuð sem stoðmeðferð í Bandaríkjunum við ýmsum sjúkdómum en Gunnar Bjarni segir það haldast í hendur við mikla almenna notkun á kannabis þar í landi. Gunnar óttast að hið sama gæti gerst hér. „Mín tilfinning er sú að kannabis notkun sé almennt að aukast hér og því á ég allt eins von á því að hún muni aukast á meðal krabbameinssjúklinga.“ Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira
Krabbameinslæknir á Landspítalanum segir fordóma ekki stjórna því að mælt er gegn því að krabbameinssjúklingar noti kannabis efni sem stoðmeðferð við sjúkdómnum. Ástæðan sé einfaldlega sú að kannabis sé lélegt lyf sem gagnist sjúklingum illa. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að dæmi væri um að íslenskir krabbameinssjúklingar neyttu kannabisefna sem stuðningslyf við hefðbundinni meðferð. Kannabis er þá notað til að slá á sársauka, ógleði og einnig til að auka matarlyst. „Það eru til í það heila mun betri aðferðir sem við notum frekar. Ég hef alveg reynt að nota tetra hydro cannabinol sem er virka efnið í kannabis, sem er til í töfluformi líka. Og það er engin sérstök reynsla af því,“ segir Gunnar Bjarni Ragnarsson, krabbameinslæknir á Landspítalanum og bæti því við að aukaverkanir séu jafnframt töluverðar. „Í sjálfu sér höfum við enga fordóma gegn því að nota þetta lyf ef hægt væri að sýna fram á að það væri betra en önnur lyf þá myndum við hiklaust nota það.“ Þessu er Ólafur Skorrdal, 43 ára ekki sammála. Hann hefur í tvo áratugi neytt kannabisefna en hann hefur frá unga aldri glímt við margvíslega sjúkdóma svo sem berkla, astma og gigt. Hann segir kannabis nýtast vel sem stoðmeðferð lækna til að taka meiri mark á reynslusögum einstaklinga.Ólafur baðst undan viðtali í dag enda hafi slæma reynslu af því að tala opinskátt um þessi mál. Ekki eru margir krabbameinssjúklingar á Íslandi í dag sem neyta kannabisefna sem stoðmeðferð og enginn þeirra samkvæmt læknisráði. „En það er stundum spurt hvort það gæti gert gagn en það er ekki eitthvað sem er almennt í notkun,“ segir Þórunn K. Guðmundsdóttir, klínískur lyfjafræðingur hjá Landspítalanum. Þórunn segir að notkun á kannabisefnum á meðan krabbameinsmeðferð stendur geti hreinlega haft áhrif til hins verra. „Það getur annaðhvort aukið áhrif annarra efna eða jafnvel minnkað áhrifin þannig að meðferðin verður ekki eins góð.“ Kannabis hefur lengi verið notuð sem stoðmeðferð í Bandaríkjunum við ýmsum sjúkdómum en Gunnar Bjarni segir það haldast í hendur við mikla almenna notkun á kannabis þar í landi. Gunnar óttast að hið sama gæti gerst hér. „Mín tilfinning er sú að kannabis notkun sé almennt að aukast hér og því á ég allt eins von á því að hún muni aukast á meðal krabbameinssjúklinga.“
Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira