JIMMY CHOO kominn til Íslands 12. desember 2014 11:00 Ilmvötnin frá Jimmy Choo eru loksins komin í verslanir hér á landi og var haldið flott teiti í tilefni þess á miðvikudagskvöldið. Hönnuðurinn Jimmy Choo, sem margir Íslendingar þekkja, er þekktastur fyrir glæsilega skó en einnig hannar hann handtöskur, fylgihluti, sólgleraugu og gleraugu. Árið 2011 var brotið blað í sögu fyrirtækisins þegar ilmurinn Jimmy Choo var settur á markað. „Ilmurinn var hannaður til að fullkomna línu fylgihluta fyrir þær konur sem hafa gert vörur Jimmy Choo að sínu einkennismerki,“ segir Sesselja Sveinbjörnsdóttir, þjálfari fyrir snyrtivörusvið hjá Nathan & Olsen. Ilmurinn kom í tveimur ólíkum en afar glæsilegum útgáfum, EDP og EDT. Tveimur árum síðar leit glamúrilmurinn FLASH svo dagsins ljós „Þessir þrír eru nú komir í sölu í fyrsta sinn hér á landi sem gerir það að verkum að konur fá loksins tækifæri til að eignast smá hluta af hönnun hans.“ Jimmy Choo er fæddur í Penang í Malasíu árið 1948 og hét Jimmy Chow, en hann var óvart skráður í fæðingarvottorðið sem Jimmy Choo. Hann er fæddur inn í skógerðarfjölskyldu og lærði skógerð frá ellefu ára aldri. Árið 1983 útskrifaðist hann úr London School of Fashion og vann hin ýmsu störf eftir það. Hann opnaði skóverslun i gamalli sjúkrahúsbyggingu kringum 1986 og eignaðist þar góða og trygga viðskiptavini. Næstu árin byggðist orðspor hans jafnt og þétt upp, hann hannaði skó fyrir Díönu prinsessu árið 1990 og níu árum síðar fyrir núverandi forsetafrú Bandaríkjanna, Michelle Obama. Hönnuðurinn var svo gerður ódauðlegur í þáttunum frægu „Sex and the City“ þegar sögupersónan Carrie Bradshaw sagði „I lost my Choo“. Árið 1996 leitaði Tamara Mellon, fastur viðskiptavinur Jimmys Choo, sem vann þá fyrir tískutímaritið Vouge sem yfirmaður Vouge Accsessories, til hans með viðskiptahugmynd og saman stofnuðu þau Jimmy Choo Ldt. Haft hefur verið eftir Tamöru Mellon að „það skiptir ekki máli í hverju þú ert, ef þú ert í góðum skóm og með flotta tösku ertu alltaf flott“. Veldi Jimmys Choo óx með árunum, hann bætti við hönnun sína og fyrirtækið hefur hlotið mörg eftirsótt verðlaun. Í dag er Choo orðinn einn helsti hönnuður Hollywood-stjarnanna og hannar hann meðal annars fyrir þá sem eru tilnefndir til Óskarsverðlaunanna og stjórnendur þess viðburðar. Ilmvötnin fást í 40 og 60 millilítra umbúðum og body lotion í 200 millilítra og Jimmy Choo ilminn færð þú í Hagkaupi í Holtagörðum, Smáralind, Kringlunni, Garðabæ og Akureyri, Lyfjum & heilsu í Kringlunni, Snyrtivöruversluninni Glæsibæ og Make Up Gallerýi á Akureyri. Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Fleiri fréttir Þykkari augnhár og augabrúnir – vísindin á bak við UKLASH Opnunarhátíð í Ríteil Kids „við erum að drukkna í fötum“ Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Er hárið skemmt eða bara þurrt? Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Víkurverk hefur allt fyrir ferðalagið og meira til Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Sjá meira
Ilmvötnin frá Jimmy Choo eru loksins komin í verslanir hér á landi og var haldið flott teiti í tilefni þess á miðvikudagskvöldið. Hönnuðurinn Jimmy Choo, sem margir Íslendingar þekkja, er þekktastur fyrir glæsilega skó en einnig hannar hann handtöskur, fylgihluti, sólgleraugu og gleraugu. Árið 2011 var brotið blað í sögu fyrirtækisins þegar ilmurinn Jimmy Choo var settur á markað. „Ilmurinn var hannaður til að fullkomna línu fylgihluta fyrir þær konur sem hafa gert vörur Jimmy Choo að sínu einkennismerki,“ segir Sesselja Sveinbjörnsdóttir, þjálfari fyrir snyrtivörusvið hjá Nathan & Olsen. Ilmurinn kom í tveimur ólíkum en afar glæsilegum útgáfum, EDP og EDT. Tveimur árum síðar leit glamúrilmurinn FLASH svo dagsins ljós „Þessir þrír eru nú komir í sölu í fyrsta sinn hér á landi sem gerir það að verkum að konur fá loksins tækifæri til að eignast smá hluta af hönnun hans.“ Jimmy Choo er fæddur í Penang í Malasíu árið 1948 og hét Jimmy Chow, en hann var óvart skráður í fæðingarvottorðið sem Jimmy Choo. Hann er fæddur inn í skógerðarfjölskyldu og lærði skógerð frá ellefu ára aldri. Árið 1983 útskrifaðist hann úr London School of Fashion og vann hin ýmsu störf eftir það. Hann opnaði skóverslun i gamalli sjúkrahúsbyggingu kringum 1986 og eignaðist þar góða og trygga viðskiptavini. Næstu árin byggðist orðspor hans jafnt og þétt upp, hann hannaði skó fyrir Díönu prinsessu árið 1990 og níu árum síðar fyrir núverandi forsetafrú Bandaríkjanna, Michelle Obama. Hönnuðurinn var svo gerður ódauðlegur í þáttunum frægu „Sex and the City“ þegar sögupersónan Carrie Bradshaw sagði „I lost my Choo“. Árið 1996 leitaði Tamara Mellon, fastur viðskiptavinur Jimmys Choo, sem vann þá fyrir tískutímaritið Vouge sem yfirmaður Vouge Accsessories, til hans með viðskiptahugmynd og saman stofnuðu þau Jimmy Choo Ldt. Haft hefur verið eftir Tamöru Mellon að „það skiptir ekki máli í hverju þú ert, ef þú ert í góðum skóm og með flotta tösku ertu alltaf flott“. Veldi Jimmys Choo óx með árunum, hann bætti við hönnun sína og fyrirtækið hefur hlotið mörg eftirsótt verðlaun. Í dag er Choo orðinn einn helsti hönnuður Hollywood-stjarnanna og hannar hann meðal annars fyrir þá sem eru tilnefndir til Óskarsverðlaunanna og stjórnendur þess viðburðar. Ilmvötnin fást í 40 og 60 millilítra umbúðum og body lotion í 200 millilítra og Jimmy Choo ilminn færð þú í Hagkaupi í Holtagörðum, Smáralind, Kringlunni, Garðabæ og Akureyri, Lyfjum & heilsu í Kringlunni, Snyrtivöruversluninni Glæsibæ og Make Up Gallerýi á Akureyri.
Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Fleiri fréttir Þykkari augnhár og augabrúnir – vísindin á bak við UKLASH Opnunarhátíð í Ríteil Kids „við erum að drukkna í fötum“ Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Er hárið skemmt eða bara þurrt? Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Víkurverk hefur allt fyrir ferðalagið og meira til Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning