Innlent

Ísland gengur ekki í ESB í fyrirsjáanlegri framtíð

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Maximilian Conrad er lektor í stjórnmálafræði í Háskóla Íslands.
Maximilian Conrad er lektor í stjórnmálafræði í Háskóla Íslands. Vísir/Stefán
„Gangi tillaga ríkisstjórnarinnar í gegn gæti maður vitanlega sagt að snúið hafi verið aftur til fyrri stöðu mála í samskiptum Íslands og Evrópusambandsins,“ segir Maximilian Conrad, lektor við stjórnmálafræðideild á Félagsvísindasviði Háskóla Íslands.

„Ísland verður ekki aðili að Evrópusambandinu í fyrirsjáanlegri framtíð, en verður áfram tengt sambandinu í gegn um samninginn um Evrópska efnahagssvæði og getur þar með áfram tekið þátt í innri markaði Evrópu.“

Conrad segir erfitt að gera sér í hugarlund að staða Íslands á innri markaðnum breytist mikið við þessa þróun mála. „En þetta þýðir vitanlega líka að Ísland þarf áfram að taka upp alla löggjöf Evrópusambandsins sem snertir innri markaðinn án þess að hafa nokkur raunveruleg áhrif á þá lagasetningu.“

Hvað varðar líkur á endurnýjaðri aðildarumsókn að Evrópusambandinu, einhvern tímann síðar, segir Conrad mikilvægustu spurnginguna hvort slík umsókn nyti stuðnings traust þingmeirihluta og hversu staðráðin ríkisstjórnin væri í að ljúka því aðildarferli.

„Stofnanir Evrópu og aðildarríki eru líklegust til þess að vilja áfram bjóða Ísland velkomið í sambandið, en vitanlega verða einhver vonbrigði, beggja vegna borðs, hjá þeim sem unnið hafa að aðildarferlinu nú.“


Tengdar fréttir

Öfgar og ofríki segja mótmælendur

Mótmælendur á Austurvelli í gær sökuðu ríkisstjórnina um að svíkja loforð um þjóðaratkvæðagreiðsluir um framhald viðræðna um aðild að Evrópusambandinu.

Merkasti áfangi í sjálfstæðismálum frá lýðveldisstofnun

Hjörleifur Guttormsson, fyrrum iðnaðarráðherra,segir að tillaga ríkisstjórnarinnar að draga aðildarumsókn Íslands í Evrópusambandið til baka sé „líklega merkasti áfangi í sjálfstæðismálum þjóðarinnar frá lýðveldisstofnun.“

Innantómt loforð um þjóðaratkvæði

Þingsályktunartillaga ríkisstjórnarinnar um að draga til baka aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu bindur ekki hendur næstu ríkisstjórnar eða næsta þings á einn eða annan hátt segja lagaprófessorarnir Björg Thorarensen og Ragnhildur Helgadóttir

Fjöldi undirskrifta kominn yfir 20 þúsund

Liðlega 20 þúsund manns hafa nú skráð sig á mótmælalista á vefnum thjod.is, þar sem því er mótmælt að slíta aðildarviðræðum við Evrópusambandið og þess krafist að þjóðin greiði atkvæði um málið. Síðan var opnuð klukkan tíu í fyrrakvöld.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.