„Námsmenn á Íslandi eru ekki forréttindahópur, heldur lágstétt“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 25. febrúar 2014 15:15 Frá mótmælunum í dag. Mynd/Óttar Völundarson Allar námsmannahreyfingar á Íslandi, á framhalds- og háskólastigi, standa nú fyrir mótmælum á Austurvelli. „Við erum að hittast til þess að standa saman fyrir menntun komandi kynslóða og benda á að menntamál eru mál samfélagsins,“ segir María Rut Kristinsdóttir formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands en hún er ein þeirra sem stendur fyrir fundinum. Samstöðufundurinn er haldinn til þess að vekja athygli á bágum kjörum stúdenta. „Við erum að mótmæla þeim kjaraskerðingum sem eru yfirvofandi. Á morgun hittist stjórn LÍN þar sem örlög námsmanna verða ráðin. Það er búinn að vera niðurskurður í sex ár og það eru sex árum of mikið.“ Fulltrúi Stúdentahreyfingarinnar mun funda með LÍN á morgun en María segir nemendur ítrekað reynt að koma skilaboðum á framfæri til stjórnar LÍN. Kröfur Stúdentahreyfingarinnar eru meðal annars þær að frítekjumörk sem nú eru verði hækkuð í að minnsta kosti 940 þúsund krónur, en þau hafa ekki hækkað síðan árið 2009. „Þetta sýnir að námsmenn hafa tekið á sig gríðarlegar launaskerðingar síðustu ár.“Frá Austurvelli í dag.Mynd/Óttar VölundarsonEinnig er krafa gerð um hækkun á grunnframfærslu, sem nú eru 144 þúsund krónur á mánuði og ekki í takt við neysluviðmið. Þá er gerð krafa um að námsvindukröfur LÍN verði afturkallaðar, en til stendur að hækka einingarnar úr 18 í 22. „Þetta fer þvert gegn því hvernig Háskóli Íslands starfar og hefur yfirstjórn HÍ sent þeim bréf þess efnis að þetta samræmist ekki kerfi skólans.“ María segir námsmenn á Íslandi ekki forréttindahóp, heldur lágstétt, sem hefur þurft að þola síendurteknar skerðingar og segir því mikilvægt að sem flestir mæti. Hún segir að fjárfesting í menntun og mannauði sé ein mikilvægasta fjárfesting samfélagsins. Um þúsund manns hafa boðað komu sína.Dagskráin hefst klukkan 15 og stendur til klukkan 16.10. Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Fleiri fréttir Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Sjá meira
Allar námsmannahreyfingar á Íslandi, á framhalds- og háskólastigi, standa nú fyrir mótmælum á Austurvelli. „Við erum að hittast til þess að standa saman fyrir menntun komandi kynslóða og benda á að menntamál eru mál samfélagsins,“ segir María Rut Kristinsdóttir formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands en hún er ein þeirra sem stendur fyrir fundinum. Samstöðufundurinn er haldinn til þess að vekja athygli á bágum kjörum stúdenta. „Við erum að mótmæla þeim kjaraskerðingum sem eru yfirvofandi. Á morgun hittist stjórn LÍN þar sem örlög námsmanna verða ráðin. Það er búinn að vera niðurskurður í sex ár og það eru sex árum of mikið.“ Fulltrúi Stúdentahreyfingarinnar mun funda með LÍN á morgun en María segir nemendur ítrekað reynt að koma skilaboðum á framfæri til stjórnar LÍN. Kröfur Stúdentahreyfingarinnar eru meðal annars þær að frítekjumörk sem nú eru verði hækkuð í að minnsta kosti 940 þúsund krónur, en þau hafa ekki hækkað síðan árið 2009. „Þetta sýnir að námsmenn hafa tekið á sig gríðarlegar launaskerðingar síðustu ár.“Frá Austurvelli í dag.Mynd/Óttar VölundarsonEinnig er krafa gerð um hækkun á grunnframfærslu, sem nú eru 144 þúsund krónur á mánuði og ekki í takt við neysluviðmið. Þá er gerð krafa um að námsvindukröfur LÍN verði afturkallaðar, en til stendur að hækka einingarnar úr 18 í 22. „Þetta fer þvert gegn því hvernig Háskóli Íslands starfar og hefur yfirstjórn HÍ sent þeim bréf þess efnis að þetta samræmist ekki kerfi skólans.“ María segir námsmenn á Íslandi ekki forréttindahóp, heldur lágstétt, sem hefur þurft að þola síendurteknar skerðingar og segir því mikilvægt að sem flestir mæti. Hún segir að fjárfesting í menntun og mannauði sé ein mikilvægasta fjárfesting samfélagsins. Um þúsund manns hafa boðað komu sína.Dagskráin hefst klukkan 15 og stendur til klukkan 16.10.
Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Fleiri fréttir Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Sjá meira