„Námsmenn á Íslandi eru ekki forréttindahópur, heldur lágstétt“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 25. febrúar 2014 15:15 Frá mótmælunum í dag. Mynd/Óttar Völundarson Allar námsmannahreyfingar á Íslandi, á framhalds- og háskólastigi, standa nú fyrir mótmælum á Austurvelli. „Við erum að hittast til þess að standa saman fyrir menntun komandi kynslóða og benda á að menntamál eru mál samfélagsins,“ segir María Rut Kristinsdóttir formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands en hún er ein þeirra sem stendur fyrir fundinum. Samstöðufundurinn er haldinn til þess að vekja athygli á bágum kjörum stúdenta. „Við erum að mótmæla þeim kjaraskerðingum sem eru yfirvofandi. Á morgun hittist stjórn LÍN þar sem örlög námsmanna verða ráðin. Það er búinn að vera niðurskurður í sex ár og það eru sex árum of mikið.“ Fulltrúi Stúdentahreyfingarinnar mun funda með LÍN á morgun en María segir nemendur ítrekað reynt að koma skilaboðum á framfæri til stjórnar LÍN. Kröfur Stúdentahreyfingarinnar eru meðal annars þær að frítekjumörk sem nú eru verði hækkuð í að minnsta kosti 940 þúsund krónur, en þau hafa ekki hækkað síðan árið 2009. „Þetta sýnir að námsmenn hafa tekið á sig gríðarlegar launaskerðingar síðustu ár.“Frá Austurvelli í dag.Mynd/Óttar VölundarsonEinnig er krafa gerð um hækkun á grunnframfærslu, sem nú eru 144 þúsund krónur á mánuði og ekki í takt við neysluviðmið. Þá er gerð krafa um að námsvindukröfur LÍN verði afturkallaðar, en til stendur að hækka einingarnar úr 18 í 22. „Þetta fer þvert gegn því hvernig Háskóli Íslands starfar og hefur yfirstjórn HÍ sent þeim bréf þess efnis að þetta samræmist ekki kerfi skólans.“ María segir námsmenn á Íslandi ekki forréttindahóp, heldur lágstétt, sem hefur þurft að þola síendurteknar skerðingar og segir því mikilvægt að sem flestir mæti. Hún segir að fjárfesting í menntun og mannauði sé ein mikilvægasta fjárfesting samfélagsins. Um þúsund manns hafa boðað komu sína.Dagskráin hefst klukkan 15 og stendur til klukkan 16.10. Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Allar námsmannahreyfingar á Íslandi, á framhalds- og háskólastigi, standa nú fyrir mótmælum á Austurvelli. „Við erum að hittast til þess að standa saman fyrir menntun komandi kynslóða og benda á að menntamál eru mál samfélagsins,“ segir María Rut Kristinsdóttir formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands en hún er ein þeirra sem stendur fyrir fundinum. Samstöðufundurinn er haldinn til þess að vekja athygli á bágum kjörum stúdenta. „Við erum að mótmæla þeim kjaraskerðingum sem eru yfirvofandi. Á morgun hittist stjórn LÍN þar sem örlög námsmanna verða ráðin. Það er búinn að vera niðurskurður í sex ár og það eru sex árum of mikið.“ Fulltrúi Stúdentahreyfingarinnar mun funda með LÍN á morgun en María segir nemendur ítrekað reynt að koma skilaboðum á framfæri til stjórnar LÍN. Kröfur Stúdentahreyfingarinnar eru meðal annars þær að frítekjumörk sem nú eru verði hækkuð í að minnsta kosti 940 þúsund krónur, en þau hafa ekki hækkað síðan árið 2009. „Þetta sýnir að námsmenn hafa tekið á sig gríðarlegar launaskerðingar síðustu ár.“Frá Austurvelli í dag.Mynd/Óttar VölundarsonEinnig er krafa gerð um hækkun á grunnframfærslu, sem nú eru 144 þúsund krónur á mánuði og ekki í takt við neysluviðmið. Þá er gerð krafa um að námsvindukröfur LÍN verði afturkallaðar, en til stendur að hækka einingarnar úr 18 í 22. „Þetta fer þvert gegn því hvernig Háskóli Íslands starfar og hefur yfirstjórn HÍ sent þeim bréf þess efnis að þetta samræmist ekki kerfi skólans.“ María segir námsmenn á Íslandi ekki forréttindahóp, heldur lágstétt, sem hefur þurft að þola síendurteknar skerðingar og segir því mikilvægt að sem flestir mæti. Hún segir að fjárfesting í menntun og mannauði sé ein mikilvægasta fjárfesting samfélagsins. Um þúsund manns hafa boðað komu sína.Dagskráin hefst klukkan 15 og stendur til klukkan 16.10.
Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira