Skiptir engu máli hvað fjölmiðlarnir segja Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. júní 2014 07:00 Jonathan Glenn byrjaði illa hjá ÍBV en er búinn að skora fjögur mörk í þremur síðustu leikjum. „Sem framherji vil ég alltaf skora en ég get sagt með sanni að ég hafi gefið allt mitt í leikina þannig ég var ekkert farinn að hugsa neikvætt,“ segir Jonathan Glenn, framherji ÍBV, í viðtali við Fréttablaðið um markaþurrðina sem hann gekk í gegnum í fyrstu leikjum sínum hér á landi. Glenn skoraði aðeins eitt mark í fyrstu tíu leikjum sínum með ÍBV, þar með talinn Lengjubikarinn. Nú er öldin önnur og er framherjinn búinn að skora fjögur mörk í síðustu þremur leikjum, þar af tvö í 3-0 bikarsigri Eyjamanna á Val í vikunni. „Við höfum lagt mikið á okkur sem lið og nú erum við að uppskera. Liðið er alltaf að verða betra,“ segir Glenn sem var mikið gagnrýndur, af fjölmiðlum og stuðningsmönnum, eftir fyrstu leikina í Pepsi-deildinni. „Það eru fastir liðir ef liðinu gengur illa. Leikmennirnir þurfa bara að svara því inni á vellinum. Það skiptir engu máli hvað fjölmiðlarnir segja. Ég hélt bara alltaf áfram að standa mig.“Síðbúin jólagjöf Glenn er frá Trínidad og Tóbagó en fluttist til Bandaríkjanna til að fara í háskóla þar sem hann spilaði fótbolta. Honum gekk vel í háskólaboltanum en fékk engu að síður ekki atvinumannssamning að honum loknum. „Ég hóf að spila í eins konar þriðju deild hjá liði í Jacksonville í Flórída. Ég fékk tækifæri til að fara á reynslu hjá nokkrum liðum en fékk ekki samning. Þarna var ég í fullu starfi og hélt mér í formi því ég gaf drauminn um atvinnumennsku ekki upp á bátinn,“ segir Glenn sem útskrifaðist með gráðu í sálfræði og markaðsfræði. Til að halda draumnum lifandi skráði hann sig á úrtaksæfingar hjá Pro Soccer Consulting þar sem starfa vanir þjálfarar. Þar reyna leikmenn sem komnir eru yfir 18 ára aldur að sýna sig og sanna í von um að fá tækifæri hjá atvinnumannaliðum. Fótboltinn er oft spurning um að vera á réttum stað á réttum tíma hjá réttum mönnum og sú var raunin hjá Glenn. Paul Taylor, framkvæmdastjóri PSC, þjálfaði Sigurð Ragnar Eyjólfsson hjá Walsall og benti honum á Glenn þegar Sigurður hafði samband. Að mæta á úrtaksæfingarnar kostar 299 dali og má segja það hafi borgað sig í tilfelli Trínidadans geðþekka. „Ég gafst ekkert upp á draumnum um að spila sem atvinnumaður. Ég var þannig séð búinn að gefa upp von eftir úrtaksæfingarnar því ég heyrði ekkert í 2-3 vikur. Það var ekki fyrr en á öðrum degi jóla að ég fékk boð um að koma til ÍBV. Það má segja þetta hafi verið síðbúin jólagjöf,“ segir Glenn og hlær við.Eyjar eru notalegar Eins og við mátti búast voru það nokkur viðbrigði fyrir Glenn að mæta til Vestmannaeyja en hann nýtur lífsins þar. „Þetta er náttúrlega öðruvísi. Ég bjó síðast í Jacksonville sem er borg en nú er ég á 4.000 manna eyju. Þetta er samt notalegur staður og fólkið er yndislegt. Ég sakna einskis þannig séð og nýt þess að búa hérna. Þetta er samt öðru vísi lífsreynsla,“ segir Jonathan Glenn. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Sjá meira
„Sem framherji vil ég alltaf skora en ég get sagt með sanni að ég hafi gefið allt mitt í leikina þannig ég var ekkert farinn að hugsa neikvætt,“ segir Jonathan Glenn, framherji ÍBV, í viðtali við Fréttablaðið um markaþurrðina sem hann gekk í gegnum í fyrstu leikjum sínum hér á landi. Glenn skoraði aðeins eitt mark í fyrstu tíu leikjum sínum með ÍBV, þar með talinn Lengjubikarinn. Nú er öldin önnur og er framherjinn búinn að skora fjögur mörk í síðustu þremur leikjum, þar af tvö í 3-0 bikarsigri Eyjamanna á Val í vikunni. „Við höfum lagt mikið á okkur sem lið og nú erum við að uppskera. Liðið er alltaf að verða betra,“ segir Glenn sem var mikið gagnrýndur, af fjölmiðlum og stuðningsmönnum, eftir fyrstu leikina í Pepsi-deildinni. „Það eru fastir liðir ef liðinu gengur illa. Leikmennirnir þurfa bara að svara því inni á vellinum. Það skiptir engu máli hvað fjölmiðlarnir segja. Ég hélt bara alltaf áfram að standa mig.“Síðbúin jólagjöf Glenn er frá Trínidad og Tóbagó en fluttist til Bandaríkjanna til að fara í háskóla þar sem hann spilaði fótbolta. Honum gekk vel í háskólaboltanum en fékk engu að síður ekki atvinumannssamning að honum loknum. „Ég hóf að spila í eins konar þriðju deild hjá liði í Jacksonville í Flórída. Ég fékk tækifæri til að fara á reynslu hjá nokkrum liðum en fékk ekki samning. Þarna var ég í fullu starfi og hélt mér í formi því ég gaf drauminn um atvinnumennsku ekki upp á bátinn,“ segir Glenn sem útskrifaðist með gráðu í sálfræði og markaðsfræði. Til að halda draumnum lifandi skráði hann sig á úrtaksæfingar hjá Pro Soccer Consulting þar sem starfa vanir þjálfarar. Þar reyna leikmenn sem komnir eru yfir 18 ára aldur að sýna sig og sanna í von um að fá tækifæri hjá atvinnumannaliðum. Fótboltinn er oft spurning um að vera á réttum stað á réttum tíma hjá réttum mönnum og sú var raunin hjá Glenn. Paul Taylor, framkvæmdastjóri PSC, þjálfaði Sigurð Ragnar Eyjólfsson hjá Walsall og benti honum á Glenn þegar Sigurður hafði samband. Að mæta á úrtaksæfingarnar kostar 299 dali og má segja það hafi borgað sig í tilfelli Trínidadans geðþekka. „Ég gafst ekkert upp á draumnum um að spila sem atvinnumaður. Ég var þannig séð búinn að gefa upp von eftir úrtaksæfingarnar því ég heyrði ekkert í 2-3 vikur. Það var ekki fyrr en á öðrum degi jóla að ég fékk boð um að koma til ÍBV. Það má segja þetta hafi verið síðbúin jólagjöf,“ segir Glenn og hlær við.Eyjar eru notalegar Eins og við mátti búast voru það nokkur viðbrigði fyrir Glenn að mæta til Vestmannaeyja en hann nýtur lífsins þar. „Þetta er náttúrlega öðruvísi. Ég bjó síðast í Jacksonville sem er borg en nú er ég á 4.000 manna eyju. Þetta er samt notalegur staður og fólkið er yndislegt. Ég sakna einskis þannig séð og nýt þess að búa hérna. Þetta er samt öðru vísi lífsreynsla,“ segir Jonathan Glenn.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Sjá meira