Sextán ára gamalt markamet fallið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. febrúar 2014 07:00 Alfreð er markahæstur í Hollandi. vísir/getty Frábært gengi íslensku markaskoraranna í hollenska boltanum hefur ekki farið framhjá knattspyrnuáhugafólki, hvort sem það býr hér á landi, eða erlendis. Ísland á nú markahæsta leikmann hollensku deildarinnar og tvo af þeim þremur markahæstu. Sá þriðji er síðan í 15. sætinu og alls hafa fimm íslenskir leikmenn skorað í deildinni. Það kemur því kannski ekki á óvart að Íslandsmetið í markaskorun í erlendri deild sé fallið. Aldrei hafa verið skoruð fleiri íslensk mörk á einu tímabili á efstu deild í Evrópu.Alfreð bætti fleiri en eitt met Metið féll þegar Alfreð Finnbogason skoraði sitt tuttugasta mark í 3-0 sigri Heerenveen á Den Haag á laugardaginn. Aron Jóhannsson bætti við marki í fyrrakvöld. Alfreð bætti þar með fleiri en eitt met með þessu marki því eins og kom fram í Fréttablaðinu á mánudaginn þá varð hann þarna fyrsti íslenski knattspyrnumaðurinn til að skora yfir tuttugu mörk á tveimur tímabilum. Gamla metið var orðið sextán ára eða síðan íslenska innrásin var gerð í norsku úrvalsdeildina árið 1998. Þá streymdu leikmenn til Noregs og margir þeirra slógu í gegn. Ríkharður Daðason fór þar fremstur en hann varð fimmti markahæsti leikmaður deildarinnar með 16 mörk í 25 leikjum með Viking. Tryggvi Guðmundsson (8 mörk fyrir Tromsö) og Helgi Sigurðsson (7 mörk fyrir Stabæk) voru einnig atkvæðamiklir og alls skoruðu níu leikmenn þessi 42 mörk. Íslensku leikmennirnir ógnuðu þessu meti síðan tvisvar næstu tíu árin en sumrin 2002 og 2008 voru íslenskir leikmenn í norsku úrvalsdeildinni aðeins einu marki frá því að jafna metið frá 1998. Íslenskir leikmenn í Noregi komust enn á ný inn á topp tíu listann síðasta sumar þegar 34 íslensk mörk litu dagsins ljós í norsku úrvalsdeildinni.Yfir 30 mörkin í fimm löndum Íslenskir leikmenn hafa rofið 30 marka múrinn í fimm löndum því auk Hollands (2 sinnum) og Noregs (8 sinnum) hafa íslenskir markaskorarar komst í 30 mörkin í Svíþjóð (2012), Danmörku (2012-13) og Belgíu (2002-03). Frammistaða íslensku strákanna í fyrravetur var vissulega ávísun á það sem koma skal í hollensku úrvalsdeildinni í vetur. Alfreð, Kolbeinn, Aron, Jóhann Berg og Guðlaugur Victor skoruðu þá saman 38 mörk á leiktíðinni og brutu upp einokum norsku deildarinnar á topplistanum. Aron kom þá seint í deildina og Kolbeinn missti mikið úr vegna meiðsla og því mátti búast við sterku áhlaupi í ár. Sí varð líka raunin. Metið er fallið strax í byrjun febrúar og því er nóg eftir af leikjum fyrir íslensku strákanna til þess að bæta það enn frekar. 50 marka múrinn er næstur á dagskrá. Alfreð er á góðri leið með að bæta markamet íslensks leikmanns sem hann setti í fyrra (24 mörk) og Aron Jóhannsson á möguleika á því að verða fjórði íslenski leikmaðurinn til að skora tuttugu mörk á einu tímabili í efstu deild (vantar 7 mörk). Kolbeinn Sigþórsson var líka öflugur á lokasprettinum í fyrra þegar hann hjálpaði Ajax að verða hollenskur meistari þriðja árið í röð.Markametið í stóru deilunum Deildirnar í Hollandi, Noregi, Belgíu, Svíþjóð og Danmörku eru allar á næsta stigi fyrir ofan íslensku Pepsi-deildina en íslenskir leikmenn hafa einnig minnt á sig á hæsta stigi. Íslenska markametið í einni af fimm stærstu deildunum er hins vegar orðið þriggja áratuga gamalt eða síðan Atli Eðvaldsson, Ásgeir Sigurvinsson og Pétur Ormslev skoruðu saman 26 mörk í þýsku úrvalsdeildinni tímabilið 1982 til 83. Hér fyrir neðan má sjá lista yfir bestu árin í íslenskum mörkum í deildunum fimm.Aron Jóhannsson hefur verið heitur í Hollandi.vísir/gettyFlest mörk á einu tímabiliÁ Englandi 16 mörk 2001-2002 Eiður Smári Guðjohnsen skoraði 14 mörk í 32 leikjum með Chelsea Guðni Bergsson skoraði 1 mark í 30 leikjum með Bolton Hermann Hreiðarsson skoraði 1 mark í 38 leikjum með Ipswich 16 mörk 2011-12 Heiðar Helguson skoraði 8 mörk í 16 leikjum með Queens Park Rangers Gylfi Þór Sigurðsson skoraði 7 mörk í 18 leikjum með Swansea City Grétar Rafn Steinsson skoraði 1 mark í 23 leikjum með BoltonÍ Þýskalandi 26 mörk 1982-83 Atli Eðvaldsson skoraði 21 mark í 34 leikjum með Fortuna Düsseldorf Ásgeir Sigurvinsson skoraði 4 mörk í 23 leikjum með Stuttgart Pétur Ormslev skoraði 1 mark í 9 leikjum með Fortuna Düsseldorf 25 mörk 1985-86 Lárus Guðmundsson skoraði 10 mörk í 26 leikjum með Bayer Uerdingen Ásgeir Sigurvinsson skoraði 9 mörk í 32 leikjum með Stuttgart Atli Eðvaldsson skoraði 6 mörk í 30 leikjum með Bayer UerdingenÁ Spáni 5 mörk 1985-86 Pétur Pétursson skoraði 5 mörk í 27 leikjum með Hercules Alicante 5 mörk 2006-07 Eiður Smári Guðjohnsen skoraði 5 mörk í 25 leikjum með FC Barcelona.Í Frakklandi 25 mörk 1981-92 Teitur Þórðarson skoraði 19 mörk í 38 leikjum með Lens Karl Þórðarson skoraði 6 mörk í 37 leikjum með Laval 14 mörk 1950-51 Albert Guðmundsson skoraði 14 mörk í 24 leikjum með Racing ParisÁ Ítalíu 2 mörk 1948-49 Albert Guðmundsson skoraði 2 mörk í 14 leikjum með AC Milan. 2 mörk 2012-13 Birkir Bjarnason skoraði 2 mörk í 24 leikjum með Pescara. Fótbolti Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Óvænt tap Atlético í fyrsta leik Fótbolti Fleiri fréttir „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjá meira
Frábært gengi íslensku markaskoraranna í hollenska boltanum hefur ekki farið framhjá knattspyrnuáhugafólki, hvort sem það býr hér á landi, eða erlendis. Ísland á nú markahæsta leikmann hollensku deildarinnar og tvo af þeim þremur markahæstu. Sá þriðji er síðan í 15. sætinu og alls hafa fimm íslenskir leikmenn skorað í deildinni. Það kemur því kannski ekki á óvart að Íslandsmetið í markaskorun í erlendri deild sé fallið. Aldrei hafa verið skoruð fleiri íslensk mörk á einu tímabili á efstu deild í Evrópu.Alfreð bætti fleiri en eitt met Metið féll þegar Alfreð Finnbogason skoraði sitt tuttugasta mark í 3-0 sigri Heerenveen á Den Haag á laugardaginn. Aron Jóhannsson bætti við marki í fyrrakvöld. Alfreð bætti þar með fleiri en eitt met með þessu marki því eins og kom fram í Fréttablaðinu á mánudaginn þá varð hann þarna fyrsti íslenski knattspyrnumaðurinn til að skora yfir tuttugu mörk á tveimur tímabilum. Gamla metið var orðið sextán ára eða síðan íslenska innrásin var gerð í norsku úrvalsdeildina árið 1998. Þá streymdu leikmenn til Noregs og margir þeirra slógu í gegn. Ríkharður Daðason fór þar fremstur en hann varð fimmti markahæsti leikmaður deildarinnar með 16 mörk í 25 leikjum með Viking. Tryggvi Guðmundsson (8 mörk fyrir Tromsö) og Helgi Sigurðsson (7 mörk fyrir Stabæk) voru einnig atkvæðamiklir og alls skoruðu níu leikmenn þessi 42 mörk. Íslensku leikmennirnir ógnuðu þessu meti síðan tvisvar næstu tíu árin en sumrin 2002 og 2008 voru íslenskir leikmenn í norsku úrvalsdeildinni aðeins einu marki frá því að jafna metið frá 1998. Íslenskir leikmenn í Noregi komust enn á ný inn á topp tíu listann síðasta sumar þegar 34 íslensk mörk litu dagsins ljós í norsku úrvalsdeildinni.Yfir 30 mörkin í fimm löndum Íslenskir leikmenn hafa rofið 30 marka múrinn í fimm löndum því auk Hollands (2 sinnum) og Noregs (8 sinnum) hafa íslenskir markaskorarar komst í 30 mörkin í Svíþjóð (2012), Danmörku (2012-13) og Belgíu (2002-03). Frammistaða íslensku strákanna í fyrravetur var vissulega ávísun á það sem koma skal í hollensku úrvalsdeildinni í vetur. Alfreð, Kolbeinn, Aron, Jóhann Berg og Guðlaugur Victor skoruðu þá saman 38 mörk á leiktíðinni og brutu upp einokum norsku deildarinnar á topplistanum. Aron kom þá seint í deildina og Kolbeinn missti mikið úr vegna meiðsla og því mátti búast við sterku áhlaupi í ár. Sí varð líka raunin. Metið er fallið strax í byrjun febrúar og því er nóg eftir af leikjum fyrir íslensku strákanna til þess að bæta það enn frekar. 50 marka múrinn er næstur á dagskrá. Alfreð er á góðri leið með að bæta markamet íslensks leikmanns sem hann setti í fyrra (24 mörk) og Aron Jóhannsson á möguleika á því að verða fjórði íslenski leikmaðurinn til að skora tuttugu mörk á einu tímabili í efstu deild (vantar 7 mörk). Kolbeinn Sigþórsson var líka öflugur á lokasprettinum í fyrra þegar hann hjálpaði Ajax að verða hollenskur meistari þriðja árið í röð.Markametið í stóru deilunum Deildirnar í Hollandi, Noregi, Belgíu, Svíþjóð og Danmörku eru allar á næsta stigi fyrir ofan íslensku Pepsi-deildina en íslenskir leikmenn hafa einnig minnt á sig á hæsta stigi. Íslenska markametið í einni af fimm stærstu deildunum er hins vegar orðið þriggja áratuga gamalt eða síðan Atli Eðvaldsson, Ásgeir Sigurvinsson og Pétur Ormslev skoruðu saman 26 mörk í þýsku úrvalsdeildinni tímabilið 1982 til 83. Hér fyrir neðan má sjá lista yfir bestu árin í íslenskum mörkum í deildunum fimm.Aron Jóhannsson hefur verið heitur í Hollandi.vísir/gettyFlest mörk á einu tímabiliÁ Englandi 16 mörk 2001-2002 Eiður Smári Guðjohnsen skoraði 14 mörk í 32 leikjum með Chelsea Guðni Bergsson skoraði 1 mark í 30 leikjum með Bolton Hermann Hreiðarsson skoraði 1 mark í 38 leikjum með Ipswich 16 mörk 2011-12 Heiðar Helguson skoraði 8 mörk í 16 leikjum með Queens Park Rangers Gylfi Þór Sigurðsson skoraði 7 mörk í 18 leikjum með Swansea City Grétar Rafn Steinsson skoraði 1 mark í 23 leikjum með BoltonÍ Þýskalandi 26 mörk 1982-83 Atli Eðvaldsson skoraði 21 mark í 34 leikjum með Fortuna Düsseldorf Ásgeir Sigurvinsson skoraði 4 mörk í 23 leikjum með Stuttgart Pétur Ormslev skoraði 1 mark í 9 leikjum með Fortuna Düsseldorf 25 mörk 1985-86 Lárus Guðmundsson skoraði 10 mörk í 26 leikjum með Bayer Uerdingen Ásgeir Sigurvinsson skoraði 9 mörk í 32 leikjum með Stuttgart Atli Eðvaldsson skoraði 6 mörk í 30 leikjum með Bayer UerdingenÁ Spáni 5 mörk 1985-86 Pétur Pétursson skoraði 5 mörk í 27 leikjum með Hercules Alicante 5 mörk 2006-07 Eiður Smári Guðjohnsen skoraði 5 mörk í 25 leikjum með FC Barcelona.Í Frakklandi 25 mörk 1981-92 Teitur Þórðarson skoraði 19 mörk í 38 leikjum með Lens Karl Þórðarson skoraði 6 mörk í 37 leikjum með Laval 14 mörk 1950-51 Albert Guðmundsson skoraði 14 mörk í 24 leikjum með Racing ParisÁ Ítalíu 2 mörk 1948-49 Albert Guðmundsson skoraði 2 mörk í 14 leikjum með AC Milan. 2 mörk 2012-13 Birkir Bjarnason skoraði 2 mörk í 24 leikjum með Pescara.
Fótbolti Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Óvænt tap Atlético í fyrsta leik Fótbolti Fleiri fréttir „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjá meira