Handleggsbraut greindarskertan mann með kúbeini fyrir að kyssa hönd stúlku Ritstjórn skrifar 6. febrúar 2014 17:29 Hæstiréttur staðfesti í dag héraðsdóm yfir manninum. Davíð Örn Sigurðsson var í dag sakfelldur fyrir meiriháttar líkamsárás gagnvart tveimur mönnum með því að hafa handleggsbrotið þá báða með kúbeini. Þetta kemur fram í dómi Hæstaréttar sem birtur var í dag. Aðdragandi líkamsárásarinnar var sá að annar maðurinn, sem er greindarskertur eftir slys, fór að húsi þar sem ung stúlka býr en í dóminum kemur fram að maðurinn hafi fellt hug til hennar. Mun maðurinn hafa kysst handarbak stúlkunnar og móðir hennar hafi orðið vitni að atvikinu. Stúlkunni líkaði ekki kossinn og því hafi hún talað við frænda sinn um að ræða við manninn og segja honum að henni hafi ekki líkað framkoman. Móðir mannsins sagði fyrir dómi að frændi stúlkunnar hafi lokkað son sinn inn í bifreið til sín í stað þess að taka strætó. Annar vöðvastæltur maður hafi seinna sest inn í bifreiðina og sagt manninum að hann skuldaði frænda stúlkunnar 200 þúsund krónur fyrir að hafa kysst stúlkuna. Þeir hafi síðan afhent manninum miða með kennitölu og reikningsnúmeri og sagt honum að ef hann myndi ekki borga þá myndu þeir brjóta í honum öll bein og henda honum svo í gjótu.Sparkaði upp hurðinni og barði með kúbeini Maðurinn lýsti því svo fyrir dómi að hann hafi verið heima hjá sér ásamt félaga sínum þegar bankað hafi verið á útidyrahurðina. Íbúðin liggur að íbúð móður hans en hún hafði sagt honum að hafa strax samand við sig ef einhver myndi banka þar sem hún hafði séð kraftalegan mann leita að honum við íbúð hans fyrr um daginn. Maðurinn sagði fyrir dómi að hann hafi farið til dyra og opnað en þegar hann hafi séð Davíð í dyrunum þá hafi hann lokað hurðinni aftur og farið inn í íbúðina. Sagði hann Davíð þá hafa sparkað upp hurðinni, komið inn og því næst gripið kúbein sem var í íbúðinni og barið félaga hans með því. Hann sagði félaga sinn hafa náð að flýja inn á baðherbergi þar sem Davíð hafi haldið áfram að berja hann með kúbeininu. Þegar Davíð hafi verið hættur að berja vin hans, hafi hann komið inn í stofu og barið sig með kúbeininu átta til tíu sinnum. Braut handlegg beggja Samkvæmt læknisvottorði brotnaði framhandleggur mannins ásamt því að beinatilfærsla hafði orðið. Þá hafi olnbogi félaga hans verið brotinn og með liðhlaupi. Þurftu báðir mennirnir að sækja meðferð hjá bæklunarlækni. Í læknisvottorðinu kemur jafnframt fram að áverkar hafi verið alvarlegir og að höggin hafi verið þung og veitt með kúbeini og hafi því verið alvarleg.Neitaði sök fyrir dómi Davíð Örn neitaði sök fyrir dómi eftir að hafa játað brotin í skýrslutöku lögreglu. Ástæðuna sagði hann vera að hann hafi séð fyrir sér mjög langt gæsluvarðhald og því hafi hann ákveðið að segja já við öllu til að losna úr haldi. Þrátt fyrir að lýsingar hans þegar hann játaði hjá lögreglu hafi samrýmst vel lýsingum brotaþola sagðist hann bara hafa sagt það sem lögreglan hafi þegar sagt honum um málið.15 mánaða fangelsi Samkvæmt vottorði Sakaskrár ríkisins á Davíð talsverðan sakaferil að baki frá árinu 2003, meðal annars fjóra dóma fyrir ofbeldisbrot og höfðu þeir dómar ítrekunaráhrif við ákvörðun refsingar auk þess sem Davíð rauf skilorð með brotunum. Davíð var í héraðsdómi dæmdur í 15 mánaða fangelsi og til að greiða mönnunum tveimur um það bil 600 þúsund krónur hvorum í miskabætur. Þá var hann auk þess dæmdur til greiðslu alls sakarkostnaðar. Hæstiréttur staðfesti í dag dóminn að öðru leyti en því að bætur til vinar annars mannsins renna til dánarbús hans þar sem hann er nú látinn. Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Davíð Örn Sigurðsson var í dag sakfelldur fyrir meiriháttar líkamsárás gagnvart tveimur mönnum með því að hafa handleggsbrotið þá báða með kúbeini. Þetta kemur fram í dómi Hæstaréttar sem birtur var í dag. Aðdragandi líkamsárásarinnar var sá að annar maðurinn, sem er greindarskertur eftir slys, fór að húsi þar sem ung stúlka býr en í dóminum kemur fram að maðurinn hafi fellt hug til hennar. Mun maðurinn hafa kysst handarbak stúlkunnar og móðir hennar hafi orðið vitni að atvikinu. Stúlkunni líkaði ekki kossinn og því hafi hún talað við frænda sinn um að ræða við manninn og segja honum að henni hafi ekki líkað framkoman. Móðir mannsins sagði fyrir dómi að frændi stúlkunnar hafi lokkað son sinn inn í bifreið til sín í stað þess að taka strætó. Annar vöðvastæltur maður hafi seinna sest inn í bifreiðina og sagt manninum að hann skuldaði frænda stúlkunnar 200 þúsund krónur fyrir að hafa kysst stúlkuna. Þeir hafi síðan afhent manninum miða með kennitölu og reikningsnúmeri og sagt honum að ef hann myndi ekki borga þá myndu þeir brjóta í honum öll bein og henda honum svo í gjótu.Sparkaði upp hurðinni og barði með kúbeini Maðurinn lýsti því svo fyrir dómi að hann hafi verið heima hjá sér ásamt félaga sínum þegar bankað hafi verið á útidyrahurðina. Íbúðin liggur að íbúð móður hans en hún hafði sagt honum að hafa strax samand við sig ef einhver myndi banka þar sem hún hafði séð kraftalegan mann leita að honum við íbúð hans fyrr um daginn. Maðurinn sagði fyrir dómi að hann hafi farið til dyra og opnað en þegar hann hafi séð Davíð í dyrunum þá hafi hann lokað hurðinni aftur og farið inn í íbúðina. Sagði hann Davíð þá hafa sparkað upp hurðinni, komið inn og því næst gripið kúbein sem var í íbúðinni og barið félaga hans með því. Hann sagði félaga sinn hafa náð að flýja inn á baðherbergi þar sem Davíð hafi haldið áfram að berja hann með kúbeininu. Þegar Davíð hafi verið hættur að berja vin hans, hafi hann komið inn í stofu og barið sig með kúbeininu átta til tíu sinnum. Braut handlegg beggja Samkvæmt læknisvottorði brotnaði framhandleggur mannins ásamt því að beinatilfærsla hafði orðið. Þá hafi olnbogi félaga hans verið brotinn og með liðhlaupi. Þurftu báðir mennirnir að sækja meðferð hjá bæklunarlækni. Í læknisvottorðinu kemur jafnframt fram að áverkar hafi verið alvarlegir og að höggin hafi verið þung og veitt með kúbeini og hafi því verið alvarleg.Neitaði sök fyrir dómi Davíð Örn neitaði sök fyrir dómi eftir að hafa játað brotin í skýrslutöku lögreglu. Ástæðuna sagði hann vera að hann hafi séð fyrir sér mjög langt gæsluvarðhald og því hafi hann ákveðið að segja já við öllu til að losna úr haldi. Þrátt fyrir að lýsingar hans þegar hann játaði hjá lögreglu hafi samrýmst vel lýsingum brotaþola sagðist hann bara hafa sagt það sem lögreglan hafi þegar sagt honum um málið.15 mánaða fangelsi Samkvæmt vottorði Sakaskrár ríkisins á Davíð talsverðan sakaferil að baki frá árinu 2003, meðal annars fjóra dóma fyrir ofbeldisbrot og höfðu þeir dómar ítrekunaráhrif við ákvörðun refsingar auk þess sem Davíð rauf skilorð með brotunum. Davíð var í héraðsdómi dæmdur í 15 mánaða fangelsi og til að greiða mönnunum tveimur um það bil 600 þúsund krónur hvorum í miskabætur. Þá var hann auk þess dæmdur til greiðslu alls sakarkostnaðar. Hæstiréttur staðfesti í dag dóminn að öðru leyti en því að bætur til vinar annars mannsins renna til dánarbús hans þar sem hann er nú látinn.
Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira