Fótbolti

Neymar komst ekki í FIFA lið ársins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Neymar.
Neymar. NordicPhotos/Getty
Brasilíumaðurinn Neymar komst ekki í FIFA-lið ársins sem var tilkynnt á árlegri verðlaunaathöfn FIFA þar sem alþjóðasambandið gerir upp knattspyrnuárið.

Úrvalsliðið er kosið af leikmönnum í alþjóðasambandi atvinnufótboltamanna og hefur liðið verið valið frá árinu 2005. Cristiano Ronaldo og Lionel Messi eru báðir í liðinu í sjöunda sinn.

Neymar var í aðalhlutverki með brasilíska landsliðinu sem vann Álfukeppnina og hefur auk þess byrjað vel með Barcelona á Spáni þar sem hann hefur haldið uppi sóknarleik liðsins í forföllum Lionel Messi.

Það er reyndar engin venjuleg samkeppni um laus sæti í framlínu FIFA-liðsins en framherjar liðsins í ár eru þeir Cristiano Ronaldo, Zlatan Ibrahimovic og Lionel Messi.

Spánn á þrjá leikmenn í liðinu og Brasilía og Þýskaland eiga tvo leikmenn hvort. Frakkland, Portúgal, Argentína og Svíþjóð eiga síðan öll einn fulltrúa hvert.

Það vekur líka athygli að enginn leikmaður í úrvalsliðinu spilar í ensku úrvalsdeildinni.

FIFA lið ársins í fótboltanum:

Markvörður: Manuel Neuer, Bayern München og Þýskaland

Bakvörður: Philip Lahm, Bayern München og Þýskaland

Miðvörður: Sergio Ramos, Real Madrid og Spánn

Miðvörður: Thiago Silva, PSG og Brasilíu

Bakvörður: Dani Alves, Barcelona og Brasilíu

Miðjumaður: Andrés Iniesta, Barcelona og Spánn

Miðjumaður: Xavi, Barcelona og Spánn

Miðjumaður: Franck Ribery, Bayern München og Frakklandi

Framherji: Cristiano Ronaldo. Real Madrid og Portúgal

Framherji: Zlatan Ibrahimovic, PSG og Svíþjóð

Framherji: Lionel Messi, Barcelona og Argentínu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×