Erlent

Alex Salmond hættir

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Alex Salmond á kjörstað í gær.
Alex Salmond á kjörstað í gær. Vísir/AFP
Alex Salmond, fyrsti ráðherra skosku stjórnarinnar og leiðtogi Skoska þjóðarflokksins, hyggst hætta sem ráðherra og leiðtogi flokksins í nóvember nk. Þetta kom fram á blaðamannafundi fyrir stundu.

Skoski þjóðarflokkurinn er í meirihluta á skoska þinginu en helsta baráttumál flokksins var sjálfstætt Skotland og þjóðaratkvæðagreiðsla um það sem fram fór í gær. Eins og kunnugt er höfnuðu Skotar sjálfstæði og verður landið því enn hluti af Stóra-Bretlandi.


Tengdar fréttir

Skotar ganga að kjörborðinu

Kjörstaðir hafa verið opnaðir í Skotlandi þar sem landsmenn ákveða hvort þeir skuli öðlast fullt sjálfstæði frá Bretum. Mikil spenna er í kringum kosningarnar enda gætu úrslitin orðið afdrífarík hver sem þau verða.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.