Menn mega leika sér með nafnið eins og þeir vilja Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. maí 2014 08:00 Hörður Sveinsson skorar núna vetur, sumar, vor og haust. Vísir/Pjetur „Þetta var barningur fyrstu mínúturnar og snerist um hvort liðið myndi skora fyrsta markið,“ segir Hörður Sveinsson, framherji Keflavíkur, í samtali við Fréttablaðið en Hörður skoraði tvö mörk í 3-1 sigri Keflavíkur á Þór í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu á sunnudaginn. „Okkur létti aðeins við að skora þetta mark og þá fórum við að spila fótbolta. Það gekk ágætlega, svona miðað við aðstæður,“ segir Hörður en fyrsta markið skoraði elsti maður liðsins, hinn 37 ára gamli Jóhann B. Guðmundsson.Sama hvað öðrum finnst Líkt og undanfarin ár er Keflavík ekki spáð góðu gengi í Pepsi-deildinni. Liðinu er spáð fallbaráttu en það missti markvörðinn Ómar Jóhannsson og besta mann liðsins, Arnór Ingva Traustason, í vetur og hefur lítið fengið á móti. Herði líst samt vel á sumarið fyrir hönd Keflvíkinga. „Við fengum frábæran markvörð í Jonasi Sandqvist til að leysa Ómar af hólmi. Svo byrjuðum við náttúrlega síðasta tímabil án Einars Orra (Einarssonar) og Magga Þorsteins (Magnúsar Sverris Þorsteinssonar). Þegar þeir komu inn í þetta um mitt tímabil í fyrra ásamt Ómari var það bara eins og að fá nýja menn inn í liðið,“ segir Hörður sem hefur litlar áhyggjur af spádómum annarra en Keflvíkingar hafa vanalega sáralitlar áhyggjur af spádómum sérfræðinga og svara þeim oft fullum hálsi. „Það skiptir okkur engu máli hvað öðrum finnst um okkur. Við vitum alveg hvað við getum. Við erum með sterkari í hóp í fyrra að mínu mati þrátt fyrir breytingarnar. Það er missir í Arnóri en við vorum hálft tímabilið í fyrra í meiðslavandræðum. Það er samt algjör lykill að velgengni okkar í sumar að við höldumst heilir. Við erum samt með stærri hóp en fólk reiknar með. Það voru þrír sterkir spilarar fyrir utan hóp á sunnudaginn og það segir ýmislegt,“ segir Hörður.Ævintýramarkvörður Ein af helstu ástæðum þess að Keflavík fór á flug um mitt mót í fyrra og bjargaði sér frá falli og rúmlega það var endurkoma Ómars Jóhannssonar í markið. Hann verður ekki með liðinu í sumar vegna þrálátra axlarmeiðsla. Í hans stað var fenginn Svíinn Jonas Sandqvist, 31 árs markvörður sem sem spilaði síðast með Örebro. Tvennum sögum fór af frammistöðu hans á vormótunum en Keflvíkingar eru mjög ánægðir með Svíann. „Fólk sér ekki hvað hann er að gera á æfingum. Þegar hann spilaði með okkur í vetur á móti Skaganum leit hann ekkert frábærlega út en hann var þá bara búinn að mæta á tvær æfingar og var að spila með liðinu í fyrsta skipti. Það tekur tíma fyrir markverði að venjast varnarlínunni og svona. En þetta er mjög góður markvörður. Eins og Jói B. benti á þá á hann yfir 100 leiki í úrvalsdeildinni í Svíþjóð. Það er ekkert grín. Þetta er líka bara frábær karakter.“Gott að brjóta ísinn Hörður Sveinsson hefur helst verið þekktur fyrir það undanfarin ár að skora mikið á haustin og verið kallaður haust-Hörður í aðdraganda Íslandsmótsins. Nú grínast gárungarnir með að hann sé orðinn vor-Hörður enda búinn að jafna markaárangurinn sinn í maí í einum leik sé litið til síðustu tveggja ára. „Auðvitað er langbest að skora strax og brjóta ísinn. Það eru hæðir og lægðir í þessu og maður skorar ekki í öllum leikjum. Vonandi fara mörkin bara að koma núna. Þessi árstíða-umræða fer lítið fyrir brjóstið á mér. Ég hef bara gaman af þessu og vonandi hafa aðrir það líka. Menn mega leika sér með nafnið eins og þeir vilja,“ segir Hörður Sveinsson.Ekki lengur bara Haust-HörðurÍ maímánuði sumarið 2014: 1 leikur (85 mínútur) - 2 mörkÍ maímánuði sumrin 2012 til 2013: 10 leikir (638 mínútur) - 2 mörkSíðustu 9 leikir Harðar í Pepsi deild karla 18. ágúst 2013 Keflavík-Valur 2-0 1 mark 22. ágúst 2013 ÍBV-Keflavík 1-1 1 mark 26. ágúst 2013 Fram-Keflavík 2-3 1 mark 1. sept. 2013 Keflavík-Stjarnan 0-2 Skoraði ekki 12. sept. 2013 Keflavík-ÍA 5-3 3 mörk 18. sept.r 2013 Þór-Keflavík 2-2 Skoraði ekki 22. sept. 2013 Keflavík-ÍBV 4-2 1 mark 28. sept. 2013 Breiðablik-Keflavík 3-2 Skoraði ekki 4. maí 2014 Keflavík-Þór 3-2 2 mörkSamtals: 9 mörk í 9 leikjum Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Fleiri fréttir Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Sjá meira
„Þetta var barningur fyrstu mínúturnar og snerist um hvort liðið myndi skora fyrsta markið,“ segir Hörður Sveinsson, framherji Keflavíkur, í samtali við Fréttablaðið en Hörður skoraði tvö mörk í 3-1 sigri Keflavíkur á Þór í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu á sunnudaginn. „Okkur létti aðeins við að skora þetta mark og þá fórum við að spila fótbolta. Það gekk ágætlega, svona miðað við aðstæður,“ segir Hörður en fyrsta markið skoraði elsti maður liðsins, hinn 37 ára gamli Jóhann B. Guðmundsson.Sama hvað öðrum finnst Líkt og undanfarin ár er Keflavík ekki spáð góðu gengi í Pepsi-deildinni. Liðinu er spáð fallbaráttu en það missti markvörðinn Ómar Jóhannsson og besta mann liðsins, Arnór Ingva Traustason, í vetur og hefur lítið fengið á móti. Herði líst samt vel á sumarið fyrir hönd Keflvíkinga. „Við fengum frábæran markvörð í Jonasi Sandqvist til að leysa Ómar af hólmi. Svo byrjuðum við náttúrlega síðasta tímabil án Einars Orra (Einarssonar) og Magga Þorsteins (Magnúsar Sverris Þorsteinssonar). Þegar þeir komu inn í þetta um mitt tímabil í fyrra ásamt Ómari var það bara eins og að fá nýja menn inn í liðið,“ segir Hörður sem hefur litlar áhyggjur af spádómum annarra en Keflvíkingar hafa vanalega sáralitlar áhyggjur af spádómum sérfræðinga og svara þeim oft fullum hálsi. „Það skiptir okkur engu máli hvað öðrum finnst um okkur. Við vitum alveg hvað við getum. Við erum með sterkari í hóp í fyrra að mínu mati þrátt fyrir breytingarnar. Það er missir í Arnóri en við vorum hálft tímabilið í fyrra í meiðslavandræðum. Það er samt algjör lykill að velgengni okkar í sumar að við höldumst heilir. Við erum samt með stærri hóp en fólk reiknar með. Það voru þrír sterkir spilarar fyrir utan hóp á sunnudaginn og það segir ýmislegt,“ segir Hörður.Ævintýramarkvörður Ein af helstu ástæðum þess að Keflavík fór á flug um mitt mót í fyrra og bjargaði sér frá falli og rúmlega það var endurkoma Ómars Jóhannssonar í markið. Hann verður ekki með liðinu í sumar vegna þrálátra axlarmeiðsla. Í hans stað var fenginn Svíinn Jonas Sandqvist, 31 árs markvörður sem sem spilaði síðast með Örebro. Tvennum sögum fór af frammistöðu hans á vormótunum en Keflvíkingar eru mjög ánægðir með Svíann. „Fólk sér ekki hvað hann er að gera á æfingum. Þegar hann spilaði með okkur í vetur á móti Skaganum leit hann ekkert frábærlega út en hann var þá bara búinn að mæta á tvær æfingar og var að spila með liðinu í fyrsta skipti. Það tekur tíma fyrir markverði að venjast varnarlínunni og svona. En þetta er mjög góður markvörður. Eins og Jói B. benti á þá á hann yfir 100 leiki í úrvalsdeildinni í Svíþjóð. Það er ekkert grín. Þetta er líka bara frábær karakter.“Gott að brjóta ísinn Hörður Sveinsson hefur helst verið þekktur fyrir það undanfarin ár að skora mikið á haustin og verið kallaður haust-Hörður í aðdraganda Íslandsmótsins. Nú grínast gárungarnir með að hann sé orðinn vor-Hörður enda búinn að jafna markaárangurinn sinn í maí í einum leik sé litið til síðustu tveggja ára. „Auðvitað er langbest að skora strax og brjóta ísinn. Það eru hæðir og lægðir í þessu og maður skorar ekki í öllum leikjum. Vonandi fara mörkin bara að koma núna. Þessi árstíða-umræða fer lítið fyrir brjóstið á mér. Ég hef bara gaman af þessu og vonandi hafa aðrir það líka. Menn mega leika sér með nafnið eins og þeir vilja,“ segir Hörður Sveinsson.Ekki lengur bara Haust-HörðurÍ maímánuði sumarið 2014: 1 leikur (85 mínútur) - 2 mörkÍ maímánuði sumrin 2012 til 2013: 10 leikir (638 mínútur) - 2 mörkSíðustu 9 leikir Harðar í Pepsi deild karla 18. ágúst 2013 Keflavík-Valur 2-0 1 mark 22. ágúst 2013 ÍBV-Keflavík 1-1 1 mark 26. ágúst 2013 Fram-Keflavík 2-3 1 mark 1. sept. 2013 Keflavík-Stjarnan 0-2 Skoraði ekki 12. sept. 2013 Keflavík-ÍA 5-3 3 mörk 18. sept.r 2013 Þór-Keflavík 2-2 Skoraði ekki 22. sept. 2013 Keflavík-ÍBV 4-2 1 mark 28. sept. 2013 Breiðablik-Keflavík 3-2 Skoraði ekki 4. maí 2014 Keflavík-Þór 3-2 2 mörkSamtals: 9 mörk í 9 leikjum
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Fleiri fréttir Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Sjá meira