Menn mega leika sér með nafnið eins og þeir vilja Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. maí 2014 08:00 Hörður Sveinsson skorar núna vetur, sumar, vor og haust. Vísir/Pjetur „Þetta var barningur fyrstu mínúturnar og snerist um hvort liðið myndi skora fyrsta markið,“ segir Hörður Sveinsson, framherji Keflavíkur, í samtali við Fréttablaðið en Hörður skoraði tvö mörk í 3-1 sigri Keflavíkur á Þór í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu á sunnudaginn. „Okkur létti aðeins við að skora þetta mark og þá fórum við að spila fótbolta. Það gekk ágætlega, svona miðað við aðstæður,“ segir Hörður en fyrsta markið skoraði elsti maður liðsins, hinn 37 ára gamli Jóhann B. Guðmundsson.Sama hvað öðrum finnst Líkt og undanfarin ár er Keflavík ekki spáð góðu gengi í Pepsi-deildinni. Liðinu er spáð fallbaráttu en það missti markvörðinn Ómar Jóhannsson og besta mann liðsins, Arnór Ingva Traustason, í vetur og hefur lítið fengið á móti. Herði líst samt vel á sumarið fyrir hönd Keflvíkinga. „Við fengum frábæran markvörð í Jonasi Sandqvist til að leysa Ómar af hólmi. Svo byrjuðum við náttúrlega síðasta tímabil án Einars Orra (Einarssonar) og Magga Þorsteins (Magnúsar Sverris Þorsteinssonar). Þegar þeir komu inn í þetta um mitt tímabil í fyrra ásamt Ómari var það bara eins og að fá nýja menn inn í liðið,“ segir Hörður sem hefur litlar áhyggjur af spádómum annarra en Keflvíkingar hafa vanalega sáralitlar áhyggjur af spádómum sérfræðinga og svara þeim oft fullum hálsi. „Það skiptir okkur engu máli hvað öðrum finnst um okkur. Við vitum alveg hvað við getum. Við erum með sterkari í hóp í fyrra að mínu mati þrátt fyrir breytingarnar. Það er missir í Arnóri en við vorum hálft tímabilið í fyrra í meiðslavandræðum. Það er samt algjör lykill að velgengni okkar í sumar að við höldumst heilir. Við erum samt með stærri hóp en fólk reiknar með. Það voru þrír sterkir spilarar fyrir utan hóp á sunnudaginn og það segir ýmislegt,“ segir Hörður.Ævintýramarkvörður Ein af helstu ástæðum þess að Keflavík fór á flug um mitt mót í fyrra og bjargaði sér frá falli og rúmlega það var endurkoma Ómars Jóhannssonar í markið. Hann verður ekki með liðinu í sumar vegna þrálátra axlarmeiðsla. Í hans stað var fenginn Svíinn Jonas Sandqvist, 31 árs markvörður sem sem spilaði síðast með Örebro. Tvennum sögum fór af frammistöðu hans á vormótunum en Keflvíkingar eru mjög ánægðir með Svíann. „Fólk sér ekki hvað hann er að gera á æfingum. Þegar hann spilaði með okkur í vetur á móti Skaganum leit hann ekkert frábærlega út en hann var þá bara búinn að mæta á tvær æfingar og var að spila með liðinu í fyrsta skipti. Það tekur tíma fyrir markverði að venjast varnarlínunni og svona. En þetta er mjög góður markvörður. Eins og Jói B. benti á þá á hann yfir 100 leiki í úrvalsdeildinni í Svíþjóð. Það er ekkert grín. Þetta er líka bara frábær karakter.“Gott að brjóta ísinn Hörður Sveinsson hefur helst verið þekktur fyrir það undanfarin ár að skora mikið á haustin og verið kallaður haust-Hörður í aðdraganda Íslandsmótsins. Nú grínast gárungarnir með að hann sé orðinn vor-Hörður enda búinn að jafna markaárangurinn sinn í maí í einum leik sé litið til síðustu tveggja ára. „Auðvitað er langbest að skora strax og brjóta ísinn. Það eru hæðir og lægðir í þessu og maður skorar ekki í öllum leikjum. Vonandi fara mörkin bara að koma núna. Þessi árstíða-umræða fer lítið fyrir brjóstið á mér. Ég hef bara gaman af þessu og vonandi hafa aðrir það líka. Menn mega leika sér með nafnið eins og þeir vilja,“ segir Hörður Sveinsson.Ekki lengur bara Haust-HörðurÍ maímánuði sumarið 2014: 1 leikur (85 mínútur) - 2 mörkÍ maímánuði sumrin 2012 til 2013: 10 leikir (638 mínútur) - 2 mörkSíðustu 9 leikir Harðar í Pepsi deild karla 18. ágúst 2013 Keflavík-Valur 2-0 1 mark 22. ágúst 2013 ÍBV-Keflavík 1-1 1 mark 26. ágúst 2013 Fram-Keflavík 2-3 1 mark 1. sept. 2013 Keflavík-Stjarnan 0-2 Skoraði ekki 12. sept. 2013 Keflavík-ÍA 5-3 3 mörk 18. sept.r 2013 Þór-Keflavík 2-2 Skoraði ekki 22. sept. 2013 Keflavík-ÍBV 4-2 1 mark 28. sept. 2013 Breiðablik-Keflavík 3-2 Skoraði ekki 4. maí 2014 Keflavík-Þór 3-2 2 mörkSamtals: 9 mörk í 9 leikjum Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Fleiri fréttir Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Sjá meira
„Þetta var barningur fyrstu mínúturnar og snerist um hvort liðið myndi skora fyrsta markið,“ segir Hörður Sveinsson, framherji Keflavíkur, í samtali við Fréttablaðið en Hörður skoraði tvö mörk í 3-1 sigri Keflavíkur á Þór í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu á sunnudaginn. „Okkur létti aðeins við að skora þetta mark og þá fórum við að spila fótbolta. Það gekk ágætlega, svona miðað við aðstæður,“ segir Hörður en fyrsta markið skoraði elsti maður liðsins, hinn 37 ára gamli Jóhann B. Guðmundsson.Sama hvað öðrum finnst Líkt og undanfarin ár er Keflavík ekki spáð góðu gengi í Pepsi-deildinni. Liðinu er spáð fallbaráttu en það missti markvörðinn Ómar Jóhannsson og besta mann liðsins, Arnór Ingva Traustason, í vetur og hefur lítið fengið á móti. Herði líst samt vel á sumarið fyrir hönd Keflvíkinga. „Við fengum frábæran markvörð í Jonasi Sandqvist til að leysa Ómar af hólmi. Svo byrjuðum við náttúrlega síðasta tímabil án Einars Orra (Einarssonar) og Magga Þorsteins (Magnúsar Sverris Þorsteinssonar). Þegar þeir komu inn í þetta um mitt tímabil í fyrra ásamt Ómari var það bara eins og að fá nýja menn inn í liðið,“ segir Hörður sem hefur litlar áhyggjur af spádómum annarra en Keflvíkingar hafa vanalega sáralitlar áhyggjur af spádómum sérfræðinga og svara þeim oft fullum hálsi. „Það skiptir okkur engu máli hvað öðrum finnst um okkur. Við vitum alveg hvað við getum. Við erum með sterkari í hóp í fyrra að mínu mati þrátt fyrir breytingarnar. Það er missir í Arnóri en við vorum hálft tímabilið í fyrra í meiðslavandræðum. Það er samt algjör lykill að velgengni okkar í sumar að við höldumst heilir. Við erum samt með stærri hóp en fólk reiknar með. Það voru þrír sterkir spilarar fyrir utan hóp á sunnudaginn og það segir ýmislegt,“ segir Hörður.Ævintýramarkvörður Ein af helstu ástæðum þess að Keflavík fór á flug um mitt mót í fyrra og bjargaði sér frá falli og rúmlega það var endurkoma Ómars Jóhannssonar í markið. Hann verður ekki með liðinu í sumar vegna þrálátra axlarmeiðsla. Í hans stað var fenginn Svíinn Jonas Sandqvist, 31 árs markvörður sem sem spilaði síðast með Örebro. Tvennum sögum fór af frammistöðu hans á vormótunum en Keflvíkingar eru mjög ánægðir með Svíann. „Fólk sér ekki hvað hann er að gera á æfingum. Þegar hann spilaði með okkur í vetur á móti Skaganum leit hann ekkert frábærlega út en hann var þá bara búinn að mæta á tvær æfingar og var að spila með liðinu í fyrsta skipti. Það tekur tíma fyrir markverði að venjast varnarlínunni og svona. En þetta er mjög góður markvörður. Eins og Jói B. benti á þá á hann yfir 100 leiki í úrvalsdeildinni í Svíþjóð. Það er ekkert grín. Þetta er líka bara frábær karakter.“Gott að brjóta ísinn Hörður Sveinsson hefur helst verið þekktur fyrir það undanfarin ár að skora mikið á haustin og verið kallaður haust-Hörður í aðdraganda Íslandsmótsins. Nú grínast gárungarnir með að hann sé orðinn vor-Hörður enda búinn að jafna markaárangurinn sinn í maí í einum leik sé litið til síðustu tveggja ára. „Auðvitað er langbest að skora strax og brjóta ísinn. Það eru hæðir og lægðir í þessu og maður skorar ekki í öllum leikjum. Vonandi fara mörkin bara að koma núna. Þessi árstíða-umræða fer lítið fyrir brjóstið á mér. Ég hef bara gaman af þessu og vonandi hafa aðrir það líka. Menn mega leika sér með nafnið eins og þeir vilja,“ segir Hörður Sveinsson.Ekki lengur bara Haust-HörðurÍ maímánuði sumarið 2014: 1 leikur (85 mínútur) - 2 mörkÍ maímánuði sumrin 2012 til 2013: 10 leikir (638 mínútur) - 2 mörkSíðustu 9 leikir Harðar í Pepsi deild karla 18. ágúst 2013 Keflavík-Valur 2-0 1 mark 22. ágúst 2013 ÍBV-Keflavík 1-1 1 mark 26. ágúst 2013 Fram-Keflavík 2-3 1 mark 1. sept. 2013 Keflavík-Stjarnan 0-2 Skoraði ekki 12. sept. 2013 Keflavík-ÍA 5-3 3 mörk 18. sept.r 2013 Þór-Keflavík 2-2 Skoraði ekki 22. sept. 2013 Keflavík-ÍBV 4-2 1 mark 28. sept. 2013 Breiðablik-Keflavík 3-2 Skoraði ekki 4. maí 2014 Keflavík-Þór 3-2 2 mörkSamtals: 9 mörk í 9 leikjum
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Fleiri fréttir Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Sjá meira