Innlent

Reykjavíkurborg ræðst í átak gegn heimilisofbeldi

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/vilhelm
Reykjavíkurborg hefur samþykkt að ráðast í átak gegn heimilisofbeldi eftir að tillaga þess efnis var samþykkt í borgarstjórn af öllum flokkum sem þar sitja. Tillagan var samþykkt nú fyrir stundu.

Óskað verður eftir samstarfi við sveitarfélög og lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu, lögregluskólann, grasrótar- og stuðningssamtök til að stuðla að auknu samstarfi, þekkingarmiðlun og bættu verklagi til að taka á þeim heimilisofbeldismálum sem upp koma.

Tillagan var borin upp af Sóleyju Tómasdóttur, borgarfulltrúa VG.



Hér má sjá greinargerðina í heild sinni:

Heimilisofbeldi er samfélagsmein sem nauðsynlegt er að uppræta. Reykjavíkurborg getur lagt sitt af mörkum í samstarfi við aðra, þar sem félagsþjónustan, barnavernd og sérfræðingar á mannréttindaskrifstofu hafa þekkingu, úrræði og tæki til að bregðast við og sporna gegn heimilisofbeldi.

Með samstilltu átaki allra sem koma að slíkum málum er hægt að ná miklum árangri og veita brotaþolum og gerendum viðeigandi stuðning og úrræði. Það skapar aftur traust milli brotaþola og stofnana samfélagsins sem leiðir til þess að fleiri mál eru tilkynnt og úr fleiri málum unnið, sem svo aftur leiðir til þess að færri beita ofbeldi, enda ljóst að samfélagið líður það ekki, heldur tekur á slíkum málum af fest
u.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×