Stuðningsaðgerð fyrir íbúa Sýrlands Stefán Árni Pálsson skrifar 15. mars 2014 11:59 Um heim allan ætlar fólk að koma saman og sýna íbúum Sýrlands stuðning sinn í verki. mynd/aðsend Í dag eru þrjú ár liðin frá því átökin hófust í Sýrlandi. Um heim allan ætlar fólk að koma saman og sýna íbúum Sýrlands stuðning sinn í verki. Íslandsdeild Amnesty International og UN Women á Íslandi, ásamt ungmennaráðum beggja ætla ekki að láta sitt eftir liggja og standa fyrir stuðningsaðgerð fyrir framan Hörpu kl. 14:00 laugardaginn 15. mars. Íslandsdeild Amnesty International og UN Women hvetja fólk til að fjölmenna og sýna í verki að Íslendingum stendur ekki á sama um þjáningar Sýrlendinga og blóðsúthellingar. Óhætt er að fullyrða að ástandið í Sýrlandi sé ein versta mannréttindaneyð 21. aldarinnar. Á hverjum degi upplifa börn, konur og karlmenn í Sýrlandi ólýsanlegan hrylling. Talið er að rúmlega 100.000 manns hafi látið lífið. Yfir 2.5 milljónir manna hafa þurft að yfirgefa heimili sín síðan átökin brutust út árið 2011 og búa nú í flóttamannabúðum við landamæri Sýrlands, í Líbanon, Damaskus, Tyrklandi og Jórdaníu. Sýrlensk stjórnvöld fremja stríðsglæpi með því að svelta borgarana. Það er hluti af stríðsrekstri fyrrnefndra. Ný skýrsla Amnesty International sýnir ennfremur að stríðsglæpir og glæpir gegn mannkyni hafa verið framdir á sýrlenskum og palestínskum borgurum í flóttamannabúðunum Yarmouk við útjaðar Damaskus, sem sýrlenski stjórnarherinn hefur á sínu valdi. Lífið í flóttamannabúðum er oft óbærilegt og því er starf og stuðningur mannúðarsamtaka nauðsynlegur fyrir örvinglaða borgara sem eru að feta ný skref í lífi sínu innan búðanna. UN Women starfrækir athvörf eða griðastaði fyrir konur og stúlkur í Zatari, Al-Hussein, Der-Allah, Hittin og Irbid flóttamannabúðunum. Starf UN Women í flóttamannabúðunum er mjög mikilvægt því þar fá konur og stúlkur tækifæri til þess að afla sér þekkingar og starfsþjálfunar til þess að geta framfleytt sér og fjölskyldum sínum. Yfir þúsund kvenna njóta góðs af athvörfum UN Women í hverjum einasta mánuði. Fyrir utan efnahagslega valdeflingu er starfsemi líkt og þessi mikilvæg fyrir sjálfstraust kvenna og stúlkna. Í athvörfunum fá þær einnig starfsþjálfun í ýmsum greinum og tækifæri að stunda ensku- og frönskunám, íþróttir, mósaíkgerð og myndlist. Vinnuframlag kvennanna stuðlar að nýju viðhorfi um hlutverk kynjanna innan fjölskyldunnar. Konurnar eru stoltar að því að vera fyrirvinna heimilisins og með því að taka þátt í verkefni UN Women eru þær að standa fyrir breytingum í eigin samfélagi. UN Women á Íslandi styrkir athvörf UN Women í Sýrlandi með stolti. Í síðasta mánuði sendi öryggisráð Sameinuðu þjóðanna frá sér ályktun 2139 þar sem skorað er á stríðandi fylkingar að binda endi á allt umsátur, gróf mannréttindabrot, þeirra á meðal stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni og veita mannúðarsamtökum óhindraðan aðgang að stríðshrjáðum svæðum. Ályktunin hefur enn ekki leitt til betri lífskjara Sýrlendinga. Við hvetjum öryggisráðið að að innleiða kröfur ályktunarinnar. Við krefjumst þess að hver sá sem er grunaður um að fremja eða skipa fyrir um stríðsglæpi eða glæpi gegn mannkyni verði sóttur til saka, meðal annars með því að vísa málinu til Alþjóðlega sakamáladómsstólsins. Samkvæmt Rómarsáttmálanum teljast sumar gjörðir, þeirra á meðal morð, pyndingar og þvinguð mannshvörf til glæpa gegn mannkyni ef þær beinast gegn óbreyttum borgurum á kerfisbundinn hátt. Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Í dag eru þrjú ár liðin frá því átökin hófust í Sýrlandi. Um heim allan ætlar fólk að koma saman og sýna íbúum Sýrlands stuðning sinn í verki. Íslandsdeild Amnesty International og UN Women á Íslandi, ásamt ungmennaráðum beggja ætla ekki að láta sitt eftir liggja og standa fyrir stuðningsaðgerð fyrir framan Hörpu kl. 14:00 laugardaginn 15. mars. Íslandsdeild Amnesty International og UN Women hvetja fólk til að fjölmenna og sýna í verki að Íslendingum stendur ekki á sama um þjáningar Sýrlendinga og blóðsúthellingar. Óhætt er að fullyrða að ástandið í Sýrlandi sé ein versta mannréttindaneyð 21. aldarinnar. Á hverjum degi upplifa börn, konur og karlmenn í Sýrlandi ólýsanlegan hrylling. Talið er að rúmlega 100.000 manns hafi látið lífið. Yfir 2.5 milljónir manna hafa þurft að yfirgefa heimili sín síðan átökin brutust út árið 2011 og búa nú í flóttamannabúðum við landamæri Sýrlands, í Líbanon, Damaskus, Tyrklandi og Jórdaníu. Sýrlensk stjórnvöld fremja stríðsglæpi með því að svelta borgarana. Það er hluti af stríðsrekstri fyrrnefndra. Ný skýrsla Amnesty International sýnir ennfremur að stríðsglæpir og glæpir gegn mannkyni hafa verið framdir á sýrlenskum og palestínskum borgurum í flóttamannabúðunum Yarmouk við útjaðar Damaskus, sem sýrlenski stjórnarherinn hefur á sínu valdi. Lífið í flóttamannabúðum er oft óbærilegt og því er starf og stuðningur mannúðarsamtaka nauðsynlegur fyrir örvinglaða borgara sem eru að feta ný skref í lífi sínu innan búðanna. UN Women starfrækir athvörf eða griðastaði fyrir konur og stúlkur í Zatari, Al-Hussein, Der-Allah, Hittin og Irbid flóttamannabúðunum. Starf UN Women í flóttamannabúðunum er mjög mikilvægt því þar fá konur og stúlkur tækifæri til þess að afla sér þekkingar og starfsþjálfunar til þess að geta framfleytt sér og fjölskyldum sínum. Yfir þúsund kvenna njóta góðs af athvörfum UN Women í hverjum einasta mánuði. Fyrir utan efnahagslega valdeflingu er starfsemi líkt og þessi mikilvæg fyrir sjálfstraust kvenna og stúlkna. Í athvörfunum fá þær einnig starfsþjálfun í ýmsum greinum og tækifæri að stunda ensku- og frönskunám, íþróttir, mósaíkgerð og myndlist. Vinnuframlag kvennanna stuðlar að nýju viðhorfi um hlutverk kynjanna innan fjölskyldunnar. Konurnar eru stoltar að því að vera fyrirvinna heimilisins og með því að taka þátt í verkefni UN Women eru þær að standa fyrir breytingum í eigin samfélagi. UN Women á Íslandi styrkir athvörf UN Women í Sýrlandi með stolti. Í síðasta mánuði sendi öryggisráð Sameinuðu þjóðanna frá sér ályktun 2139 þar sem skorað er á stríðandi fylkingar að binda endi á allt umsátur, gróf mannréttindabrot, þeirra á meðal stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni og veita mannúðarsamtökum óhindraðan aðgang að stríðshrjáðum svæðum. Ályktunin hefur enn ekki leitt til betri lífskjara Sýrlendinga. Við hvetjum öryggisráðið að að innleiða kröfur ályktunarinnar. Við krefjumst þess að hver sá sem er grunaður um að fremja eða skipa fyrir um stríðsglæpi eða glæpi gegn mannkyni verði sóttur til saka, meðal annars með því að vísa málinu til Alþjóðlega sakamáladómsstólsins. Samkvæmt Rómarsáttmálanum teljast sumar gjörðir, þeirra á meðal morð, pyndingar og þvinguð mannshvörf til glæpa gegn mannkyni ef þær beinast gegn óbreyttum borgurum á kerfisbundinn hátt.
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira