Innlent

Gefur lítið fyrir gagnrýni á stefnuleysi stjórnvalda

Elimar Hauksson skrifar
Fjármálaráðherra deilir ekki áhyggjum atvinnulífsins af skorti á áætlun um afnám hafta. Stjórnarformaður Össurar, Niels Jacobsen, gagnrýndi stjórnvöld á aðalfundi fyrirtækisins í gær og sagði meginvanda fyrirtækisins liggja í gjaldeyrishöftum og að aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið hefðu virst góð lausn á þeim vanda.

Bjarni Benediktsson virðist ekki deila áhyggjum þeirra forsvarsmanna fyrirtækja sem hafa gagnrýnt viðskiptaumhverfið hér á landi, heldur telur fulla ástæðu til bjartsýni.



„Við erum komin með hallalaus fjárlög, skuldir sveitarfélaga eru á niðurleið, við erum ekki með neinn undirliggjandi verðbólguþrýsting á Íslandi og erum á margan hátt í miklu betri en margar Evrópuþjóðir,“ segir Bjarni og bætir við að krónan sýni nú merki um stöðugleika.

Niels telur þó að áætlun stjórnvalda um afnám hafta skorti og að slíkt sé forsenda þess að alþjóðleg fyrirtæki eins og Össur geti þrifist á Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×