Eyðilegt landslag úr íslenskri möl Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 21. ágúst 2014 11:30 Verkið Riverbed er visst álagspróf á bygginguna, enda er það gert úr um það bil 180 tonnum af möl og grjóti. Mynd/Louisiana Fyrsta einkasýning Ólafs Elíassonar í Louisiana-listasafninu í Danmörku var opnuð í gær og hún er stór í sniðum. Aðalverkið á sýningunni nefnist Riverbed og líkist eyðilegu landslagi. Það er gert úr möl og grjóti sem flutt var frá Íslandi, teygir sig þar um stóra sali safnsins og nær langt upp á veggi. Auk þess streymir lækur um „landið“. Í útskýringum safnsins á verkinu kemur fram að með því hafi Ólafur víkkað hugmyndir forstöðufólks þess um list innan dyra og sett þær í nýtt samhengi. „Auðnin í Riverbed færir áhorfandann vonandi nær náttúrunni og uppruna sínum og gefur honum visst andrúm og frelsi frá áreiti og áhyggjum um stund. Upplifunin verður að minnsta kosti ólík því að mæta í sýningarsal og virða fyrir sér hefðbundnari verk á veggjum eða gólfi,“ segir þar.Mörg og mismunandi módel eru til sýnis sem Ólafur hefur þróað í samstarfi við listamanninn Einar Þorstein.Mynd/LouisianaVerkið Riverbed reynir á innviði byggingarinnar, enda er það gert úr um það bil 180 tonnum af aur og steinum og þekur um eitt þúsund fermetra að sögn Susanne Hartz, yfirmanns upplýsingadeildar safnsins. „Þetta lítur út eins og álagspróf á bygginguna en það samrýmist stefnu okkar að taka krefjandi áskorunum og leysa vandasöm verkefni sem ekki koma á okkar borð daglega. Það varð ljóst strax í upphafi samstarfsins við Ólaf að sýningin yrði einstök.“ Ólafur leggur undir sig mestan hluta safnsins. Auk Riverbed sýnir hann þrjú vídeóverk sem hvert á sinn hátt fjallar um hreyfingu og einnig sýnir hann módel sem hann hefur þróað í samvinnu við listamanninn og arkitektinn Einar Þorstein. Í bókasafni Louisiana fylla listaverkabækur Ólafs rekka og þar er meðal annars nýtt bókverk sem var gert sérstaklega fyrir þessa sýningu. Louisiana – Museum for Moderne Kunst er í Humlebæk, um miðja vegu milli Kaupmannahafnar og Helsingör. Það er opið þriðjudaga til föstudaga milli klukkan 11 og 22, laugardaga og sunnudaga milli 11 og 18 en lokað á mánudögum. Sýning Ólafs Elíassonar stendur til 4. janúar 2015.Upplifunin á sýningunni er ólík því að mæta í sýningarsal og virða fyrir sér hefðbundnari verk á veggjum eða gólfi. Menning Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Fleiri fréttir Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Fyrsta einkasýning Ólafs Elíassonar í Louisiana-listasafninu í Danmörku var opnuð í gær og hún er stór í sniðum. Aðalverkið á sýningunni nefnist Riverbed og líkist eyðilegu landslagi. Það er gert úr möl og grjóti sem flutt var frá Íslandi, teygir sig þar um stóra sali safnsins og nær langt upp á veggi. Auk þess streymir lækur um „landið“. Í útskýringum safnsins á verkinu kemur fram að með því hafi Ólafur víkkað hugmyndir forstöðufólks þess um list innan dyra og sett þær í nýtt samhengi. „Auðnin í Riverbed færir áhorfandann vonandi nær náttúrunni og uppruna sínum og gefur honum visst andrúm og frelsi frá áreiti og áhyggjum um stund. Upplifunin verður að minnsta kosti ólík því að mæta í sýningarsal og virða fyrir sér hefðbundnari verk á veggjum eða gólfi,“ segir þar.Mörg og mismunandi módel eru til sýnis sem Ólafur hefur þróað í samstarfi við listamanninn Einar Þorstein.Mynd/LouisianaVerkið Riverbed reynir á innviði byggingarinnar, enda er það gert úr um það bil 180 tonnum af aur og steinum og þekur um eitt þúsund fermetra að sögn Susanne Hartz, yfirmanns upplýsingadeildar safnsins. „Þetta lítur út eins og álagspróf á bygginguna en það samrýmist stefnu okkar að taka krefjandi áskorunum og leysa vandasöm verkefni sem ekki koma á okkar borð daglega. Það varð ljóst strax í upphafi samstarfsins við Ólaf að sýningin yrði einstök.“ Ólafur leggur undir sig mestan hluta safnsins. Auk Riverbed sýnir hann þrjú vídeóverk sem hvert á sinn hátt fjallar um hreyfingu og einnig sýnir hann módel sem hann hefur þróað í samvinnu við listamanninn og arkitektinn Einar Þorstein. Í bókasafni Louisiana fylla listaverkabækur Ólafs rekka og þar er meðal annars nýtt bókverk sem var gert sérstaklega fyrir þessa sýningu. Louisiana – Museum for Moderne Kunst er í Humlebæk, um miðja vegu milli Kaupmannahafnar og Helsingör. Það er opið þriðjudaga til föstudaga milli klukkan 11 og 22, laugardaga og sunnudaga milli 11 og 18 en lokað á mánudögum. Sýning Ólafs Elíassonar stendur til 4. janúar 2015.Upplifunin á sýningunni er ólík því að mæta í sýningarsal og virða fyrir sér hefðbundnari verk á veggjum eða gólfi.
Menning Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Fleiri fréttir Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira