Innlent

Bráðnauðsynlegt að bæta húsakost Landspítala

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. vísir/vilhelm
Ég hef margoft minnt á það að það er bráðnauðsynlegt að bæta húsakost Landspítala og við getum ekki beðið endalaust eftir að eitthvað áþreifanlegt gerist í þeim málum. Aðbúnaður sjúklinga og starfsfólks er nú þegar ekki viðunandi víða á Landspítala og mikil fjölgun aldraðra á næstu árum mun einfaldlega gera ástandið enn verra. Þetta skrifar Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, á vefsíðu LSH.

Hópur fólks hefur tekið sig saman og stefnir að stofnun landssamtaka um endurnýjun og nýbyggingu á húsakosti Landspítala og verður stofnfundur haldinn á morgun. Þar verður lögð fram tillaga að stofnskrá, skýra tilgang félagsins og kosið verður í sjö manna stjórn.

Þá segir Páll að þó dregið hafi úr því gífurlega álagi sem hefur verið á starfsfólki spítalans síðustu vikur sé ástandið enn viðkvæmt og lítið megi bera útaf til að pláss fari að teppast á ný.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×