Innlent

Stórt skref afturábak

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Stjórnsýslufræðingur, sem gerði úttekt á starfi Þróunarsamvinnustofnunar árið 2008, segir tillögur Gunnars Braga Sveinssonar, utanríkisráðherra, um að leggja stofnunina niður í núverandi mynd, stórt skref afturábak.Gunnar Bragi tilkynnti í vikunni að hann hefði ákveðið að leggja niður Þróunarsamvinnustofnun og færa hana undir Utanríkisráðuneytið. Segir hann að það sé til að bæta þróunarsamvinnu.Í fréttum RÚV fyrr í vikunni sagði Gunnar Bragi að allar skýrslur sem gerðar hafa verið um hvernig best sé að halda á þróunarsamvinnu, hefðu komist að þeirri niðurstöðu að rétt væri að sameina starfsemina inn í ráðuneytin.  Sú fullyrðing stangast þó á við athugun stjórnsýslufræðingsins Sigurbjargar Sigurbjörnsdóttur á Þróunarsamvinnustofnun sem gerð var árið 2008 að beiðni þáverandi utanríkisráðherra, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Þar var eindregið lagst gegn því að stafsemin yrði felld inn í ráðuneytið.Gunnar Bragi byggir ákvörðun sína á meiginniðurstöðu skýrslu Þóris Guðmundssonar um fyrirkomulag þróunarsamvinnu sem birt var í sumar. Starfsmenn Þróunarsamvinnustofnunar gerðu alvarlegar athugasemdir við skýrsluna og sögðu tillögurnar ótímabærar, ólíklegar til að bæta árangur og að óljóst sé hvaða markmiðum þær eigi að ná. 

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.