Safnar fyrir Djáknanum á Myrká Kristjana Arnarsdóttir skrifar 14. júlí 2014 10:00 Sandra ætlar ekki að láta staðar numið við Djáknann á Myrká. Næst ætlar hún að teikna Búkollu. „Ef við náum takmarkinu vil ég búa til seríu um íslensk ævintýri, safna þeim saman í harðspjalda bók og selja í búðum,“ segir Sandra Rós Björnsdóttir, en Sandra safnar nú fyrir útgáfu teiknimyndasögu um hið íslenska ævintýri, Djáknann á Myrká, á vefsíðunni Kickstarter.com. Sandra er búsett í San Francisco og lauk námi við Academy of Art University í fyrra en þar í borg er haldinn dagur tileinkaður myndasögum í október ár hvert. Hún tók sig til og teiknaði upp heila myndasögu um djáknann en hún hefur eytt undanförnum mánuðum í að fínpússa og endurhanna söguna. Áhuginn á myndasögum er ekki nýr af nálinni en Sandra hefur teiknað frá unga aldri. „Ég teiknaði nokkrar myndasögur þegar ég var krakki, þar á meðal Lúlla, lukkulegasta hund heims og Rassaskelli, fjórtánda jólasveininn.“Úr sögunni um Djáknann á Myrká.Sandra segir söfnunina á Kickstarter ganga vel. „Við erum komin með um 40% af takmarkinu en fjáröflunin verður í gangi til 1. ágúst. Nokkrar bókabúðir hafa sýnt áhuga á að kaupa eintök þannig að svo lengi sem við fáum fjármagn fyrir fyrstu prentuninni þá er góður möguleiki á því að Djákninn verði farsæl myndasaga,“ segir Sandra, en næsta ævintýri sem gert verður að myndasögu verður sagan um Búkollu. Hægt er að taka þátt í söfnuninni inn á Kickstarter hér. Menning Mest lesið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Ef við náum takmarkinu vil ég búa til seríu um íslensk ævintýri, safna þeim saman í harðspjalda bók og selja í búðum,“ segir Sandra Rós Björnsdóttir, en Sandra safnar nú fyrir útgáfu teiknimyndasögu um hið íslenska ævintýri, Djáknann á Myrká, á vefsíðunni Kickstarter.com. Sandra er búsett í San Francisco og lauk námi við Academy of Art University í fyrra en þar í borg er haldinn dagur tileinkaður myndasögum í október ár hvert. Hún tók sig til og teiknaði upp heila myndasögu um djáknann en hún hefur eytt undanförnum mánuðum í að fínpússa og endurhanna söguna. Áhuginn á myndasögum er ekki nýr af nálinni en Sandra hefur teiknað frá unga aldri. „Ég teiknaði nokkrar myndasögur þegar ég var krakki, þar á meðal Lúlla, lukkulegasta hund heims og Rassaskelli, fjórtánda jólasveininn.“Úr sögunni um Djáknann á Myrká.Sandra segir söfnunina á Kickstarter ganga vel. „Við erum komin með um 40% af takmarkinu en fjáröflunin verður í gangi til 1. ágúst. Nokkrar bókabúðir hafa sýnt áhuga á að kaupa eintök þannig að svo lengi sem við fáum fjármagn fyrir fyrstu prentuninni þá er góður möguleiki á því að Djákninn verði farsæl myndasaga,“ segir Sandra, en næsta ævintýri sem gert verður að myndasögu verður sagan um Búkollu. Hægt er að taka þátt í söfnuninni inn á Kickstarter hér.
Menning Mest lesið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira