Fá bætur frá ríkinu vegna ólögmætrar handtöku 16. desember 2014 17:27 Kröfur Antons Kristins og Jóhanns Einars um miskabætur voru í sex liðum og hljóðuðu upp á 9,3 milljónir króna annars vegar og 9,1 milljón krónur hins vegar. vísir/getty Íslenska ríkið var í dag dæmt til að greiða tveimur mönnum, Antoni Kristni Þórarinssyni og Jóhanni Einari Björnssyni samtals 700 þúsund krónur, meðal annars vegna ólögmætrar handtöku, húsleitar og símhlustunar í febrúar 2012. Anton var lengi vel kallaður „höfuðpaurinn í kókaínmálinu” svokallaða, eftir að hann var árið 2008 dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir fíkniefnasmygl. Hann var sýknaður í málinu árið 2009. Þá hafði hann árið 2000 verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir sambærilegt brot. Jóhann Einar hefur áður verið grunaður um fíkniefnasmygl en ekki verið dæmdur. Í greinargerð lögreglu kemur fram að nafn hans hafi margoft komið upp í stórum fíkniefnamálum, til dæmis í Dettifossmálinu svokallaða, sem er eitt það umfangsmesta sem komið hefur upp hér á landi.Töldu þá skipuleggja innflutning Í febrúar 2012 hafði lögreglu borist upplýsingar um að Anton Kristinn og Jóhann Einar væru að undirbúa innflutning á fíkniefnum til landsins. Lögregla lagði því fram kröfu í Héraðsdómi Reykjavíkur um að henni yrði veitt heimild til að hlusta á og hljóðrita símtöl mannanna tveggja ásamt því að fá heimild til að nema sendingar smáskilaboða. Þá krafðist lögregla þess að fá að nota hlustunar- og myndaupptökubúnað á heimili þeirra í því skyni að hlusta á, hljóðrita, nema samtöl sem þar færu fram og taka þar myndir af fólki. Að lokum var þess krafist að heimilt yrði að koma fyrir eftirfararbúnaði á eða í bifreiðum þeirra. Héraðsdómur féllst á kröfuna allt til 17.apríl 2012 en í dómnum segir að við hlustunina hafi greinilega komið fram að þeir hefðu haft undir höndum fíkniefni, væru að meðhöndla þau og dreifa til annarra aðila. Í mars 2012 barst lögreglu upplýsingar um að þriðji maður væri viðriðinn innflutning á fíkniefnum til landsins. Hann var í kjölfarið handtekinn á bifreiðaverkstæði við Hamarshöfða í Reykjavík. Þegar lögregla kom á vettvang voru Anton og Jóhann á staðnum, með manninum, en þeir voru einnig handteknir. Þeir heimiluðu báðir lögreglu að leita í fórum sínum, á heimilum þeirra og í bifreiðum, en fundust þar engin fíkniefni. Við nánari rannsókn kom á daginn að mennirnir tengdust málinu ekki og voru ekki teknar af þeim skýrslur.Fengu brot af kröfum sínum í bætur Kröfur Antons Kristins og Jóhanns Einars um miskabætur voru í sex liðum og hljóðuðu upp á 9,3 milljónir króna annars vegar og 9,1 milljón krónur hins vegar. Féllst dómurinn á að greiða hvorum 100 þúsund krónur vegna ólömætrar handtöku og 250 þúsund krónur vegna símhlustunar, eftirfararbúnaðar í bifreið hans, myndupptöku og hlustunar í íbúð hans. Málskostnaður milli aðila féll niður og gjafsóknarkostnaður mun greiðast úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns.Uppfært: Fyrirsögnin á fréttinni var áður „Góðkunningjar lögreglunnar fá bætur frá ríkinu“. Fyrirsögninni hefur nú verið breytt í ljósi þess að annar aðilinn hefur aðeins hlotið dóm fyrir umferðarlagabrot. Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Sjá meira
Íslenska ríkið var í dag dæmt til að greiða tveimur mönnum, Antoni Kristni Þórarinssyni og Jóhanni Einari Björnssyni samtals 700 þúsund krónur, meðal annars vegna ólögmætrar handtöku, húsleitar og símhlustunar í febrúar 2012. Anton var lengi vel kallaður „höfuðpaurinn í kókaínmálinu” svokallaða, eftir að hann var árið 2008 dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir fíkniefnasmygl. Hann var sýknaður í málinu árið 2009. Þá hafði hann árið 2000 verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir sambærilegt brot. Jóhann Einar hefur áður verið grunaður um fíkniefnasmygl en ekki verið dæmdur. Í greinargerð lögreglu kemur fram að nafn hans hafi margoft komið upp í stórum fíkniefnamálum, til dæmis í Dettifossmálinu svokallaða, sem er eitt það umfangsmesta sem komið hefur upp hér á landi.Töldu þá skipuleggja innflutning Í febrúar 2012 hafði lögreglu borist upplýsingar um að Anton Kristinn og Jóhann Einar væru að undirbúa innflutning á fíkniefnum til landsins. Lögregla lagði því fram kröfu í Héraðsdómi Reykjavíkur um að henni yrði veitt heimild til að hlusta á og hljóðrita símtöl mannanna tveggja ásamt því að fá heimild til að nema sendingar smáskilaboða. Þá krafðist lögregla þess að fá að nota hlustunar- og myndaupptökubúnað á heimili þeirra í því skyni að hlusta á, hljóðrita, nema samtöl sem þar færu fram og taka þar myndir af fólki. Að lokum var þess krafist að heimilt yrði að koma fyrir eftirfararbúnaði á eða í bifreiðum þeirra. Héraðsdómur féllst á kröfuna allt til 17.apríl 2012 en í dómnum segir að við hlustunina hafi greinilega komið fram að þeir hefðu haft undir höndum fíkniefni, væru að meðhöndla þau og dreifa til annarra aðila. Í mars 2012 barst lögreglu upplýsingar um að þriðji maður væri viðriðinn innflutning á fíkniefnum til landsins. Hann var í kjölfarið handtekinn á bifreiðaverkstæði við Hamarshöfða í Reykjavík. Þegar lögregla kom á vettvang voru Anton og Jóhann á staðnum, með manninum, en þeir voru einnig handteknir. Þeir heimiluðu báðir lögreglu að leita í fórum sínum, á heimilum þeirra og í bifreiðum, en fundust þar engin fíkniefni. Við nánari rannsókn kom á daginn að mennirnir tengdust málinu ekki og voru ekki teknar af þeim skýrslur.Fengu brot af kröfum sínum í bætur Kröfur Antons Kristins og Jóhanns Einars um miskabætur voru í sex liðum og hljóðuðu upp á 9,3 milljónir króna annars vegar og 9,1 milljón krónur hins vegar. Féllst dómurinn á að greiða hvorum 100 þúsund krónur vegna ólömætrar handtöku og 250 þúsund krónur vegna símhlustunar, eftirfararbúnaðar í bifreið hans, myndupptöku og hlustunar í íbúð hans. Málskostnaður milli aðila féll niður og gjafsóknarkostnaður mun greiðast úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns.Uppfært: Fyrirsögnin á fréttinni var áður „Góðkunningjar lögreglunnar fá bætur frá ríkinu“. Fyrirsögninni hefur nú verið breytt í ljósi þess að annar aðilinn hefur aðeins hlotið dóm fyrir umferðarlagabrot.
Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Sjá meira