Fá bætur frá ríkinu vegna ólögmætrar handtöku 16. desember 2014 17:27 Kröfur Antons Kristins og Jóhanns Einars um miskabætur voru í sex liðum og hljóðuðu upp á 9,3 milljónir króna annars vegar og 9,1 milljón krónur hins vegar. vísir/getty Íslenska ríkið var í dag dæmt til að greiða tveimur mönnum, Antoni Kristni Þórarinssyni og Jóhanni Einari Björnssyni samtals 700 þúsund krónur, meðal annars vegna ólögmætrar handtöku, húsleitar og símhlustunar í febrúar 2012. Anton var lengi vel kallaður „höfuðpaurinn í kókaínmálinu” svokallaða, eftir að hann var árið 2008 dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir fíkniefnasmygl. Hann var sýknaður í málinu árið 2009. Þá hafði hann árið 2000 verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir sambærilegt brot. Jóhann Einar hefur áður verið grunaður um fíkniefnasmygl en ekki verið dæmdur. Í greinargerð lögreglu kemur fram að nafn hans hafi margoft komið upp í stórum fíkniefnamálum, til dæmis í Dettifossmálinu svokallaða, sem er eitt það umfangsmesta sem komið hefur upp hér á landi.Töldu þá skipuleggja innflutning Í febrúar 2012 hafði lögreglu borist upplýsingar um að Anton Kristinn og Jóhann Einar væru að undirbúa innflutning á fíkniefnum til landsins. Lögregla lagði því fram kröfu í Héraðsdómi Reykjavíkur um að henni yrði veitt heimild til að hlusta á og hljóðrita símtöl mannanna tveggja ásamt því að fá heimild til að nema sendingar smáskilaboða. Þá krafðist lögregla þess að fá að nota hlustunar- og myndaupptökubúnað á heimili þeirra í því skyni að hlusta á, hljóðrita, nema samtöl sem þar færu fram og taka þar myndir af fólki. Að lokum var þess krafist að heimilt yrði að koma fyrir eftirfararbúnaði á eða í bifreiðum þeirra. Héraðsdómur féllst á kröfuna allt til 17.apríl 2012 en í dómnum segir að við hlustunina hafi greinilega komið fram að þeir hefðu haft undir höndum fíkniefni, væru að meðhöndla þau og dreifa til annarra aðila. Í mars 2012 barst lögreglu upplýsingar um að þriðji maður væri viðriðinn innflutning á fíkniefnum til landsins. Hann var í kjölfarið handtekinn á bifreiðaverkstæði við Hamarshöfða í Reykjavík. Þegar lögregla kom á vettvang voru Anton og Jóhann á staðnum, með manninum, en þeir voru einnig handteknir. Þeir heimiluðu báðir lögreglu að leita í fórum sínum, á heimilum þeirra og í bifreiðum, en fundust þar engin fíkniefni. Við nánari rannsókn kom á daginn að mennirnir tengdust málinu ekki og voru ekki teknar af þeim skýrslur.Fengu brot af kröfum sínum í bætur Kröfur Antons Kristins og Jóhanns Einars um miskabætur voru í sex liðum og hljóðuðu upp á 9,3 milljónir króna annars vegar og 9,1 milljón krónur hins vegar. Féllst dómurinn á að greiða hvorum 100 þúsund krónur vegna ólömætrar handtöku og 250 þúsund krónur vegna símhlustunar, eftirfararbúnaðar í bifreið hans, myndupptöku og hlustunar í íbúð hans. Málskostnaður milli aðila féll niður og gjafsóknarkostnaður mun greiðast úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns.Uppfært: Fyrirsögnin á fréttinni var áður „Góðkunningjar lögreglunnar fá bætur frá ríkinu“. Fyrirsögninni hefur nú verið breytt í ljósi þess að annar aðilinn hefur aðeins hlotið dóm fyrir umferðarlagabrot. Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Íslenska ríkið var í dag dæmt til að greiða tveimur mönnum, Antoni Kristni Þórarinssyni og Jóhanni Einari Björnssyni samtals 700 þúsund krónur, meðal annars vegna ólögmætrar handtöku, húsleitar og símhlustunar í febrúar 2012. Anton var lengi vel kallaður „höfuðpaurinn í kókaínmálinu” svokallaða, eftir að hann var árið 2008 dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir fíkniefnasmygl. Hann var sýknaður í málinu árið 2009. Þá hafði hann árið 2000 verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir sambærilegt brot. Jóhann Einar hefur áður verið grunaður um fíkniefnasmygl en ekki verið dæmdur. Í greinargerð lögreglu kemur fram að nafn hans hafi margoft komið upp í stórum fíkniefnamálum, til dæmis í Dettifossmálinu svokallaða, sem er eitt það umfangsmesta sem komið hefur upp hér á landi.Töldu þá skipuleggja innflutning Í febrúar 2012 hafði lögreglu borist upplýsingar um að Anton Kristinn og Jóhann Einar væru að undirbúa innflutning á fíkniefnum til landsins. Lögregla lagði því fram kröfu í Héraðsdómi Reykjavíkur um að henni yrði veitt heimild til að hlusta á og hljóðrita símtöl mannanna tveggja ásamt því að fá heimild til að nema sendingar smáskilaboða. Þá krafðist lögregla þess að fá að nota hlustunar- og myndaupptökubúnað á heimili þeirra í því skyni að hlusta á, hljóðrita, nema samtöl sem þar færu fram og taka þar myndir af fólki. Að lokum var þess krafist að heimilt yrði að koma fyrir eftirfararbúnaði á eða í bifreiðum þeirra. Héraðsdómur féllst á kröfuna allt til 17.apríl 2012 en í dómnum segir að við hlustunina hafi greinilega komið fram að þeir hefðu haft undir höndum fíkniefni, væru að meðhöndla þau og dreifa til annarra aðila. Í mars 2012 barst lögreglu upplýsingar um að þriðji maður væri viðriðinn innflutning á fíkniefnum til landsins. Hann var í kjölfarið handtekinn á bifreiðaverkstæði við Hamarshöfða í Reykjavík. Þegar lögregla kom á vettvang voru Anton og Jóhann á staðnum, með manninum, en þeir voru einnig handteknir. Þeir heimiluðu báðir lögreglu að leita í fórum sínum, á heimilum þeirra og í bifreiðum, en fundust þar engin fíkniefni. Við nánari rannsókn kom á daginn að mennirnir tengdust málinu ekki og voru ekki teknar af þeim skýrslur.Fengu brot af kröfum sínum í bætur Kröfur Antons Kristins og Jóhanns Einars um miskabætur voru í sex liðum og hljóðuðu upp á 9,3 milljónir króna annars vegar og 9,1 milljón krónur hins vegar. Féllst dómurinn á að greiða hvorum 100 þúsund krónur vegna ólömætrar handtöku og 250 þúsund krónur vegna símhlustunar, eftirfararbúnaðar í bifreið hans, myndupptöku og hlustunar í íbúð hans. Málskostnaður milli aðila féll niður og gjafsóknarkostnaður mun greiðast úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns.Uppfært: Fyrirsögnin á fréttinni var áður „Góðkunningjar lögreglunnar fá bætur frá ríkinu“. Fyrirsögninni hefur nú verið breytt í ljósi þess að annar aðilinn hefur aðeins hlotið dóm fyrir umferðarlagabrot.
Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?