Fá bætur frá ríkinu vegna ólögmætrar handtöku 16. desember 2014 17:27 Kröfur Antons Kristins og Jóhanns Einars um miskabætur voru í sex liðum og hljóðuðu upp á 9,3 milljónir króna annars vegar og 9,1 milljón krónur hins vegar. vísir/getty Íslenska ríkið var í dag dæmt til að greiða tveimur mönnum, Antoni Kristni Þórarinssyni og Jóhanni Einari Björnssyni samtals 700 þúsund krónur, meðal annars vegna ólögmætrar handtöku, húsleitar og símhlustunar í febrúar 2012. Anton var lengi vel kallaður „höfuðpaurinn í kókaínmálinu” svokallaða, eftir að hann var árið 2008 dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir fíkniefnasmygl. Hann var sýknaður í málinu árið 2009. Þá hafði hann árið 2000 verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir sambærilegt brot. Jóhann Einar hefur áður verið grunaður um fíkniefnasmygl en ekki verið dæmdur. Í greinargerð lögreglu kemur fram að nafn hans hafi margoft komið upp í stórum fíkniefnamálum, til dæmis í Dettifossmálinu svokallaða, sem er eitt það umfangsmesta sem komið hefur upp hér á landi.Töldu þá skipuleggja innflutning Í febrúar 2012 hafði lögreglu borist upplýsingar um að Anton Kristinn og Jóhann Einar væru að undirbúa innflutning á fíkniefnum til landsins. Lögregla lagði því fram kröfu í Héraðsdómi Reykjavíkur um að henni yrði veitt heimild til að hlusta á og hljóðrita símtöl mannanna tveggja ásamt því að fá heimild til að nema sendingar smáskilaboða. Þá krafðist lögregla þess að fá að nota hlustunar- og myndaupptökubúnað á heimili þeirra í því skyni að hlusta á, hljóðrita, nema samtöl sem þar færu fram og taka þar myndir af fólki. Að lokum var þess krafist að heimilt yrði að koma fyrir eftirfararbúnaði á eða í bifreiðum þeirra. Héraðsdómur féllst á kröfuna allt til 17.apríl 2012 en í dómnum segir að við hlustunina hafi greinilega komið fram að þeir hefðu haft undir höndum fíkniefni, væru að meðhöndla þau og dreifa til annarra aðila. Í mars 2012 barst lögreglu upplýsingar um að þriðji maður væri viðriðinn innflutning á fíkniefnum til landsins. Hann var í kjölfarið handtekinn á bifreiðaverkstæði við Hamarshöfða í Reykjavík. Þegar lögregla kom á vettvang voru Anton og Jóhann á staðnum, með manninum, en þeir voru einnig handteknir. Þeir heimiluðu báðir lögreglu að leita í fórum sínum, á heimilum þeirra og í bifreiðum, en fundust þar engin fíkniefni. Við nánari rannsókn kom á daginn að mennirnir tengdust málinu ekki og voru ekki teknar af þeim skýrslur.Fengu brot af kröfum sínum í bætur Kröfur Antons Kristins og Jóhanns Einars um miskabætur voru í sex liðum og hljóðuðu upp á 9,3 milljónir króna annars vegar og 9,1 milljón krónur hins vegar. Féllst dómurinn á að greiða hvorum 100 þúsund krónur vegna ólömætrar handtöku og 250 þúsund krónur vegna símhlustunar, eftirfararbúnaðar í bifreið hans, myndupptöku og hlustunar í íbúð hans. Málskostnaður milli aðila féll niður og gjafsóknarkostnaður mun greiðast úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns.Uppfært: Fyrirsögnin á fréttinni var áður „Góðkunningjar lögreglunnar fá bætur frá ríkinu“. Fyrirsögninni hefur nú verið breytt í ljósi þess að annar aðilinn hefur aðeins hlotið dóm fyrir umferðarlagabrot. Mest lesið Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
Íslenska ríkið var í dag dæmt til að greiða tveimur mönnum, Antoni Kristni Þórarinssyni og Jóhanni Einari Björnssyni samtals 700 þúsund krónur, meðal annars vegna ólögmætrar handtöku, húsleitar og símhlustunar í febrúar 2012. Anton var lengi vel kallaður „höfuðpaurinn í kókaínmálinu” svokallaða, eftir að hann var árið 2008 dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir fíkniefnasmygl. Hann var sýknaður í málinu árið 2009. Þá hafði hann árið 2000 verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir sambærilegt brot. Jóhann Einar hefur áður verið grunaður um fíkniefnasmygl en ekki verið dæmdur. Í greinargerð lögreglu kemur fram að nafn hans hafi margoft komið upp í stórum fíkniefnamálum, til dæmis í Dettifossmálinu svokallaða, sem er eitt það umfangsmesta sem komið hefur upp hér á landi.Töldu þá skipuleggja innflutning Í febrúar 2012 hafði lögreglu borist upplýsingar um að Anton Kristinn og Jóhann Einar væru að undirbúa innflutning á fíkniefnum til landsins. Lögregla lagði því fram kröfu í Héraðsdómi Reykjavíkur um að henni yrði veitt heimild til að hlusta á og hljóðrita símtöl mannanna tveggja ásamt því að fá heimild til að nema sendingar smáskilaboða. Þá krafðist lögregla þess að fá að nota hlustunar- og myndaupptökubúnað á heimili þeirra í því skyni að hlusta á, hljóðrita, nema samtöl sem þar færu fram og taka þar myndir af fólki. Að lokum var þess krafist að heimilt yrði að koma fyrir eftirfararbúnaði á eða í bifreiðum þeirra. Héraðsdómur féllst á kröfuna allt til 17.apríl 2012 en í dómnum segir að við hlustunina hafi greinilega komið fram að þeir hefðu haft undir höndum fíkniefni, væru að meðhöndla þau og dreifa til annarra aðila. Í mars 2012 barst lögreglu upplýsingar um að þriðji maður væri viðriðinn innflutning á fíkniefnum til landsins. Hann var í kjölfarið handtekinn á bifreiðaverkstæði við Hamarshöfða í Reykjavík. Þegar lögregla kom á vettvang voru Anton og Jóhann á staðnum, með manninum, en þeir voru einnig handteknir. Þeir heimiluðu báðir lögreglu að leita í fórum sínum, á heimilum þeirra og í bifreiðum, en fundust þar engin fíkniefni. Við nánari rannsókn kom á daginn að mennirnir tengdust málinu ekki og voru ekki teknar af þeim skýrslur.Fengu brot af kröfum sínum í bætur Kröfur Antons Kristins og Jóhanns Einars um miskabætur voru í sex liðum og hljóðuðu upp á 9,3 milljónir króna annars vegar og 9,1 milljón krónur hins vegar. Féllst dómurinn á að greiða hvorum 100 þúsund krónur vegna ólömætrar handtöku og 250 þúsund krónur vegna símhlustunar, eftirfararbúnaðar í bifreið hans, myndupptöku og hlustunar í íbúð hans. Málskostnaður milli aðila féll niður og gjafsóknarkostnaður mun greiðast úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns.Uppfært: Fyrirsögnin á fréttinni var áður „Góðkunningjar lögreglunnar fá bætur frá ríkinu“. Fyrirsögninni hefur nú verið breytt í ljósi þess að annar aðilinn hefur aðeins hlotið dóm fyrir umferðarlagabrot.
Mest lesið Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira