M-in þrjú á Landspítala: Maurar, mygla og mósasýkingar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. nóvember 2014 14:27 Tómas segir að á því húsi þar sem maurarnir fundust hafi ekki verið almennilegt viðhald í áratugi. „Þetta hittist nú bara svona skringilega á,“ segir Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir á Landspítalanum og prófessor við Háskóla Íslands, um M-in þrjú á Landspítalanum: myglu, mósasýkingu og maura. Mygla hefur verið viðvarandi vandamál á spítalanum og í seinustu viku kom svo upp mósasýking á tveimur deildum spítalans. Þá fundust maurar í einu af húsum spítalans við Hringbraut. Tómas segir lækna ekki aðeins vera í kjarabaráttu; þeir séu einnig að berjast fyrir nýjum spítala og því að fá meiri fé inn í rekstur Landspítala á næsta ári. „Það er auðvitað tilviljun að þetta skuli allt koma upp á sama tíma. Það er hins vegar svo að á því húsi þar sem maurarnir fundust hefur ekki verið almennilegt viðhald í áratugi,“ segir Tómas. Aðstaðan á spítalanum sé ekki til þess fallin að lokka fólk heim, að ekki sé minnst á léleg kjör. „Það er ítrekað auglýst í stöður á spítalanum og það sækir einfaldlega enginn um,“ segir Tómas. Aðspurður um andrúmsloftið á meðal lækna á Landspítalanum segir Tómas: „Það vill auðvitað enginn læknir vera í verkfalli. Okkur líður ekki vel með að þetta skuli bitna svona á okkar skjólstæðingum. Okkar starf felst auðvitað í því að lækna sjúka og það er ekki skemmtilegt að þurfa að fara í svona aðgerðir.“ Tómas bætir þó við að það sé mikil samstaða meðal lækna og að þeir skynji mikinn stuðning vegna sinna aðgerða, ekki síst frá almenningi. Þar að auki sé lykilatriði að landlæknir sé farinn að átta sig betur á þeirri stöðu sem uppi er á spítalanum. „Landlæknisembættið gaf út skýrslu í ágúst síðastliðnum um ástandið á lyflækningadeild og einnig var gerð úttekt öðrum deildum spítalans. Þar voru gerðar mjög alvarlegar athugasemdir við ástand spítalans og starfsemi margra deilda. Það er alveg ljóst að landlæknir hefur núna áttað sig betur á ástandinu. Því finnst mér nú sem allir séu að róa í sama báti, þar á meðal stjórnendur spítalans og landlæknir,“ segir Tómas. En hvað með stjórnvöld? „Við höfum skynjað ákveðinn skilning frá stjórnvöldum en það vantar upp á úrlausnirnar, að eitthvað sé gert. Starfsfólk spítalans upplifir því ákveðna örvæntingu og vonleysi vegna þess að það vantar upp á efndirnar. Það þarf eitthvað plan sem er trúverðugt.“ Tómas segir þó að stjórnmálamenn úr öllum flokkum hafi lýst því yfir við sig og fleiri að þeir hafi áhyggjur af ástandinu. Þá telur hann að ekki standi til að einkavæða heilbrigðiskerfið. „Einkavæðing hefur gefist mjög vel á mörgum sviðum heilbrigðiskerfisins og það má alveg gera meira af því, til dæmis í heilsugæslunni. Það verður hins vegar aldrei vel heppnað á neinn hátt að einkavæða þessa lykilstarfsemi á Landspítalanum og ég held að allir læknar, og stjórnvöld, átti sig á því.“ Tengdar fréttir Maurar fundust á Landspítalanum Farómaurar hafa fundist á nokkrum stöðum í einu af húsum Landspítalans við Hringbraut. Á meðal deilda í húsinu eru framleiðslueldhús spítalans, heilbrigðistæknideild og trésmíðaverkstæði. 31. október 2014 17:12 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Sjá meira
„Þetta hittist nú bara svona skringilega á,“ segir Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir á Landspítalanum og prófessor við Háskóla Íslands, um M-in þrjú á Landspítalanum: myglu, mósasýkingu og maura. Mygla hefur verið viðvarandi vandamál á spítalanum og í seinustu viku kom svo upp mósasýking á tveimur deildum spítalans. Þá fundust maurar í einu af húsum spítalans við Hringbraut. Tómas segir lækna ekki aðeins vera í kjarabaráttu; þeir séu einnig að berjast fyrir nýjum spítala og því að fá meiri fé inn í rekstur Landspítala á næsta ári. „Það er auðvitað tilviljun að þetta skuli allt koma upp á sama tíma. Það er hins vegar svo að á því húsi þar sem maurarnir fundust hefur ekki verið almennilegt viðhald í áratugi,“ segir Tómas. Aðstaðan á spítalanum sé ekki til þess fallin að lokka fólk heim, að ekki sé minnst á léleg kjör. „Það er ítrekað auglýst í stöður á spítalanum og það sækir einfaldlega enginn um,“ segir Tómas. Aðspurður um andrúmsloftið á meðal lækna á Landspítalanum segir Tómas: „Það vill auðvitað enginn læknir vera í verkfalli. Okkur líður ekki vel með að þetta skuli bitna svona á okkar skjólstæðingum. Okkar starf felst auðvitað í því að lækna sjúka og það er ekki skemmtilegt að þurfa að fara í svona aðgerðir.“ Tómas bætir þó við að það sé mikil samstaða meðal lækna og að þeir skynji mikinn stuðning vegna sinna aðgerða, ekki síst frá almenningi. Þar að auki sé lykilatriði að landlæknir sé farinn að átta sig betur á þeirri stöðu sem uppi er á spítalanum. „Landlæknisembættið gaf út skýrslu í ágúst síðastliðnum um ástandið á lyflækningadeild og einnig var gerð úttekt öðrum deildum spítalans. Þar voru gerðar mjög alvarlegar athugasemdir við ástand spítalans og starfsemi margra deilda. Það er alveg ljóst að landlæknir hefur núna áttað sig betur á ástandinu. Því finnst mér nú sem allir séu að róa í sama báti, þar á meðal stjórnendur spítalans og landlæknir,“ segir Tómas. En hvað með stjórnvöld? „Við höfum skynjað ákveðinn skilning frá stjórnvöldum en það vantar upp á úrlausnirnar, að eitthvað sé gert. Starfsfólk spítalans upplifir því ákveðna örvæntingu og vonleysi vegna þess að það vantar upp á efndirnar. Það þarf eitthvað plan sem er trúverðugt.“ Tómas segir þó að stjórnmálamenn úr öllum flokkum hafi lýst því yfir við sig og fleiri að þeir hafi áhyggjur af ástandinu. Þá telur hann að ekki standi til að einkavæða heilbrigðiskerfið. „Einkavæðing hefur gefist mjög vel á mörgum sviðum heilbrigðiskerfisins og það má alveg gera meira af því, til dæmis í heilsugæslunni. Það verður hins vegar aldrei vel heppnað á neinn hátt að einkavæða þessa lykilstarfsemi á Landspítalanum og ég held að allir læknar, og stjórnvöld, átti sig á því.“
Tengdar fréttir Maurar fundust á Landspítalanum Farómaurar hafa fundist á nokkrum stöðum í einu af húsum Landspítalans við Hringbraut. Á meðal deilda í húsinu eru framleiðslueldhús spítalans, heilbrigðistæknideild og trésmíðaverkstæði. 31. október 2014 17:12 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Sjá meira
Maurar fundust á Landspítalanum Farómaurar hafa fundist á nokkrum stöðum í einu af húsum Landspítalans við Hringbraut. Á meðal deilda í húsinu eru framleiðslueldhús spítalans, heilbrigðistæknideild og trésmíðaverkstæði. 31. október 2014 17:12