Sport

Þórdís: Nutum hverrar mínútu

Ingvi Þór Sæmundsson í Laugardalnum skrifar
Ísland fékk 18.400 stig fyrir æfingar á gólfi.
Ísland fékk 18.400 stig fyrir æfingar á gólfi. Vísir/Andri Marinó
Þórdís Ólafsdóttir, fyrirliði íslenska liðsins í blönduðum flokki, var nokkuð sátt með frammistöðu Íslands á lokadegi EM í hópfimleikum sem hefur staðið yfir í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal síðan á miðvikudaginn.

Ísland hafnaði í 5. sæti af sex liðum, en íslenska liðið fékk 51.750 stig fyrir frammistöðu sína í dag. Ísland fékk 18.400 stig fyrir æfingar á gólfi, 16.650 fyrir dýnustökk og 16.700 stig fyrir trampólín.

„Mér fannst þetta ganga rosalega vel. Við bættum okkur á tveimur áhöldum af þremur og við vorum að koma inn með varamann frá undanúrslitunum.

„Við rifum okkur svo sannarlega upp og kláruðum þetta með stæl,“ sagði Þórdís í samtali við Vísi, en hafði það einhver áhrif að þurfa að gera breytingu á liðinu fyrir úrslitadaginn vegna meiðsla Hörpu Guðrúnar Hreinsdóttur?

„Ég gat ekki séð það þar sem við kláruðum áhöldin gríðarlega vel og við nutum þess að vera á gólfinu. Þetta hafði að vissu leyti einhver áhrif, en þetta gat verið verra. Planið hjá þjálfurum var gott og við stóðum okkur ótrúlega vel.

„Þetta gekk betur en í forkeppninni og eins og ég sagði áðan, þá bættum við okkur á tveimur áhöldum. Það voru smá hnökrar á dansinum, en það er eitthvað sem hægt er að vinna með.

„Við nutum hverrar mínútu sem við vorum úti á gólfinu og það var það sem við ætluðum gera númer 1,2 og 3,“ sagði Þórdís að lokum.


Tengdar fréttir

Finn ekki fyrir löppunum og held fyrir andlitið

"Þetta verður svakalega spennandi keppni,“segir Íris Mist Magnúsdóttir um einvígið á milli Íslands og Svíþjóðar í kvennaflokki á Evrópumótinu í hópfimleikum sem fer fram "Fimleikahöllinni“ í Laugardal í dag.

Sif: Við látum ekkert koma okkur úr jafnvægi

Íslenska kvennalandsliðið í hópfimleikum tryggði sér örugglega sæti í úrslitum EM í hópfimleikum í gær en liðið endaði í 2. sæti í undankeppninni.

Stúlkurnar fengu brons á EM

Unglingalandslið kvenna í hópfimleikum varði ekki Evrópumeistaratitilinn á heimavelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×