„Einhver vanhugsaðasta aðgerð sem ég man eftir“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. september 2014 13:30 Fiskistofa er ein sérhæfðasta stofnun ríkisins. Vísir/Valli Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR, stéttarfélags í almannaþjónustu, segir flutning Fiskistofu til Akureyrar einhverja vanhugsuðustu aðgerð sem hann man eftir í sambandi við breytingar á rekstri ríkisstofnunar. Fiskistofa sé ein sérhæfðasta stofnun ríkisins og gríðarlega mikil þekking muni tapast ef starfsfólkið flytji ekki með til Akureyrar. „Ég held að þessar 3 milljónir sem verið er að bjóða starfsfólki ef það flytur til Akureyrar sé sá verðmiði sem ráðuneytið setur ef það þyrfti að þjálfa upp nýtt starfsfólk fyrir Fiskistofu. Ég held reyndar að þetta sé mjög vanreiknað hjá ráðuneytinu og að það muni kosta mun meira en 3 milljónir að þjálfa upp einn nýjan starfsmann hjá Fiskistofu. Flutningur Fiskistofu mun því kosta mun meira ef starfsfólkið flytur ekki með,“ segir Þórarinn. Þórarinn segir að hafa verði í huga þegar talað er um flutning Fiskistofu að sé mjög sérhæft starfsfólk sem hafi mikla sérþekkingu á kvótakerfinu. Það sé því líklegt að það muni taka langan tíma að þjálfa upp nýtt starfsfólk. „Allt regluverkið í kringum kvótalögin og framkvæmd þeirra er mjög mikill frumskógur. Það er enginn sem þekkir það betur en starfsfólk Fiskistofu enda er hlutverk stofnunarinnar að fylgjast með því að farið sé að kvótalögunum.“ Þórarinn segir Fiskistofu sinna flóknum verkefnum sem snúa meðal annars að útgerðunum, fiskveiðiheimildum og flutningi á aflaheimildum.Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR.Verið er að leggja niður störf með því að flytja starfsemina Þórarinn segist ekki muna til þess að starfsfólki hafi áður verið greitt fyrir að flytja á milli landshluta vegna starfs síns. Í þessu tilfelli sé áætlað að flytja sérþekkingu milli landshluta og það kosti einfaldlega mikla peninga. Hvað varðar biðlaunarétt starfsfólks segir Þórarinn ágreining uppi um það. Ákvæði í lögum um opinbera starfsmenn kveði á um að ef starf sé lagt niður eigi starfsmaðurinn rétt á biðlaunum, en þetta á einungis við um starfsfólk sem tók til starfa fyrir 1. júlí 1996. „Við hjá stéttarfélaginu túlkum þetta þannig að þegar störf séu flutt á milli landshluta þá sé í raun verið að leggja þau niður því fólki er auðvitað gert ókleift að sækja starf sitt. Mannauðsskrifstofa fjármálaráðuneytisins lítur hins vegar ekki svo á að um niðurlagningu starfa sé að ræða. Hvernig fer með biðlaunaréttinn liggur því ekki fyrir.“ Tengdar fréttir Býður starfsfólki Fiskistofu þrjár milljónir Starfsmenn Fiskistofu geta fengið styrk ef þeir flytjast með stofunni norður til Akureyrar. Ráðuneytið mun ekki segja upp því starfsfólki sem flytur ekki norður né leggja niður störf þess. Starfsmenn þurfa sjálfir að segja upp. 18. september 2014 10:57 Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru Sjá meira
Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR, stéttarfélags í almannaþjónustu, segir flutning Fiskistofu til Akureyrar einhverja vanhugsuðustu aðgerð sem hann man eftir í sambandi við breytingar á rekstri ríkisstofnunar. Fiskistofa sé ein sérhæfðasta stofnun ríkisins og gríðarlega mikil þekking muni tapast ef starfsfólkið flytji ekki með til Akureyrar. „Ég held að þessar 3 milljónir sem verið er að bjóða starfsfólki ef það flytur til Akureyrar sé sá verðmiði sem ráðuneytið setur ef það þyrfti að þjálfa upp nýtt starfsfólk fyrir Fiskistofu. Ég held reyndar að þetta sé mjög vanreiknað hjá ráðuneytinu og að það muni kosta mun meira en 3 milljónir að þjálfa upp einn nýjan starfsmann hjá Fiskistofu. Flutningur Fiskistofu mun því kosta mun meira ef starfsfólkið flytur ekki með,“ segir Þórarinn. Þórarinn segir að hafa verði í huga þegar talað er um flutning Fiskistofu að sé mjög sérhæft starfsfólk sem hafi mikla sérþekkingu á kvótakerfinu. Það sé því líklegt að það muni taka langan tíma að þjálfa upp nýtt starfsfólk. „Allt regluverkið í kringum kvótalögin og framkvæmd þeirra er mjög mikill frumskógur. Það er enginn sem þekkir það betur en starfsfólk Fiskistofu enda er hlutverk stofnunarinnar að fylgjast með því að farið sé að kvótalögunum.“ Þórarinn segir Fiskistofu sinna flóknum verkefnum sem snúa meðal annars að útgerðunum, fiskveiðiheimildum og flutningi á aflaheimildum.Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR.Verið er að leggja niður störf með því að flytja starfsemina Þórarinn segist ekki muna til þess að starfsfólki hafi áður verið greitt fyrir að flytja á milli landshluta vegna starfs síns. Í þessu tilfelli sé áætlað að flytja sérþekkingu milli landshluta og það kosti einfaldlega mikla peninga. Hvað varðar biðlaunarétt starfsfólks segir Þórarinn ágreining uppi um það. Ákvæði í lögum um opinbera starfsmenn kveði á um að ef starf sé lagt niður eigi starfsmaðurinn rétt á biðlaunum, en þetta á einungis við um starfsfólk sem tók til starfa fyrir 1. júlí 1996. „Við hjá stéttarfélaginu túlkum þetta þannig að þegar störf séu flutt á milli landshluta þá sé í raun verið að leggja þau niður því fólki er auðvitað gert ókleift að sækja starf sitt. Mannauðsskrifstofa fjármálaráðuneytisins lítur hins vegar ekki svo á að um niðurlagningu starfa sé að ræða. Hvernig fer með biðlaunaréttinn liggur því ekki fyrir.“
Tengdar fréttir Býður starfsfólki Fiskistofu þrjár milljónir Starfsmenn Fiskistofu geta fengið styrk ef þeir flytjast með stofunni norður til Akureyrar. Ráðuneytið mun ekki segja upp því starfsfólki sem flytur ekki norður né leggja niður störf þess. Starfsmenn þurfa sjálfir að segja upp. 18. september 2014 10:57 Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru Sjá meira
Býður starfsfólki Fiskistofu þrjár milljónir Starfsmenn Fiskistofu geta fengið styrk ef þeir flytjast með stofunni norður til Akureyrar. Ráðuneytið mun ekki segja upp því starfsfólki sem flytur ekki norður né leggja niður störf þess. Starfsmenn þurfa sjálfir að segja upp. 18. september 2014 10:57