„Ótrúlega aum framkoma við Færeyinga“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. ágúst 2014 13:32 Jón Bjarnason. Jón Bjarnason, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, er afar ósáttur við þá staðreynd að skipverjar á færeyska skipingu Nærabergi fái ekki olíu, vatn og vistir í Reykjavík. Skipið er í Reykjavíkurhöfn þar sem leyfi hefur fengist til að gera við vél þess. Vélarbilun varð vart er skipið var á leið með makrílafla sinn út úr grænlenskri lögsögu í gær. Jón segir ástæðu þess að Færeyingar fái ekki meiri aðstoð en raun ber vitni þá að Íslendingar standi í deilum við Færeyinga. „Mér finnst þetta óheyrileg framkoma gangvart vinaþjóðinni Færeyingum þótt heimilt sé að beita slíkum aðgerðum gegn skipum frá öðrum löndum, þegar veitt er úr fiskistofnum sem ósamið er um,“ segir Jón í grein á heimasíðu sinni. „Samningarnir um makríl hafa strandað á frekju og furðulegri afstöðu ESB til makrílveiða og rétti strandríkja í þeim efnum. ESB hefur beitt Færeyinga rakalausum og miskunnarlausum þvingunaraðgerðum og háværar hótanir hafðar uppi gagnvart Íslendingum. Þær hafa hvorki verið afturkallaðar né beðist afsökunar á. Nýjustu mælingar á magni og útbreiðslu makríl sýna að hann hefur sótt fram á nýjum beitilöndum langt norður og vestur í höf allt í kringum suðurodda Grænlands. Magnið í íslenskri lögsögu er meir en nokkru sinni og sama í hafinu í kringum Grænland,“ segir Jón. Ráðherrann fyrrverandi segir að forsendur ESB og Norðmanna um að þeir ættu allan makríls, hvar sem hann veidiist, séu löngu brostnar og aldrei verið fyrir hendi. Sem betur fer hafi Íslendingar ekki gengið í gildu ESB síðastliðinn vetur að semja aðeins um tólf prósenta hlutdeild. „Færeyingum var nauðugur einn kostur að semja vegna viðskiptabanns ESB á útflutning þeirra sem fyrir Færeyinga voru hrein hryðjuverk. Af einhverri óskiljanlegri linkind þorðu Íslendingar ekki að standa með Færeyingum að fulliu í stríðinu við ESB. Ég hefði lagt til i þeirri stöðu að Íslendingar Færeyingar og Grænlendingar gerðu samkomulag innbyrðis vegna makrílsins.“ Minnir Jón á þá aðstoð sem Færeyingar veittu Íslendingum í kjölfar hruns bankanna haustið 2008. „Færeyingar voru þeir fyrstu sem veittu okkur stuðning þegar allar bankalínur voru lokaðar í upphafi hrunsins, þvert á aðgerðir annarra Norðurlanda og ESB ríkja. Að meina skipum frá þessu vinaríki okkar, Færeyjum um þjónustu þó svo ósamið sé um makrílinn er mjög litilmannlegt og okkur til mikils vansa. Kannski eigum við ekki hvað síst Færeyingum það að þakka að ekki var gengið inn í þá smánarlegu samningu sem Íslendingum stóð til boða síðastliðinn vetur.“ Tengdar fréttir 34 Færeyingar fá ekki aðstoð í Reykjavíkurhöfn: „Skammist ykkar Íslendingar!“ "Þetta eru þakkirnar fyrir milljónirnar sem við veittum þeim í neyðarhjálp,“ segir Egil Petersen skipverji á færeyska makrílveiðiskipinu Nærabergi sem ekki fær þjónustu við Reykjavíkurhöfn. 29. ágúst 2014 13:19 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Sjá meira
Jón Bjarnason, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, er afar ósáttur við þá staðreynd að skipverjar á færeyska skipingu Nærabergi fái ekki olíu, vatn og vistir í Reykjavík. Skipið er í Reykjavíkurhöfn þar sem leyfi hefur fengist til að gera við vél þess. Vélarbilun varð vart er skipið var á leið með makrílafla sinn út úr grænlenskri lögsögu í gær. Jón segir ástæðu þess að Færeyingar fái ekki meiri aðstoð en raun ber vitni þá að Íslendingar standi í deilum við Færeyinga. „Mér finnst þetta óheyrileg framkoma gangvart vinaþjóðinni Færeyingum þótt heimilt sé að beita slíkum aðgerðum gegn skipum frá öðrum löndum, þegar veitt er úr fiskistofnum sem ósamið er um,“ segir Jón í grein á heimasíðu sinni. „Samningarnir um makríl hafa strandað á frekju og furðulegri afstöðu ESB til makrílveiða og rétti strandríkja í þeim efnum. ESB hefur beitt Færeyinga rakalausum og miskunnarlausum þvingunaraðgerðum og háværar hótanir hafðar uppi gagnvart Íslendingum. Þær hafa hvorki verið afturkallaðar né beðist afsökunar á. Nýjustu mælingar á magni og útbreiðslu makríl sýna að hann hefur sótt fram á nýjum beitilöndum langt norður og vestur í höf allt í kringum suðurodda Grænlands. Magnið í íslenskri lögsögu er meir en nokkru sinni og sama í hafinu í kringum Grænland,“ segir Jón. Ráðherrann fyrrverandi segir að forsendur ESB og Norðmanna um að þeir ættu allan makríls, hvar sem hann veidiist, séu löngu brostnar og aldrei verið fyrir hendi. Sem betur fer hafi Íslendingar ekki gengið í gildu ESB síðastliðinn vetur að semja aðeins um tólf prósenta hlutdeild. „Færeyingum var nauðugur einn kostur að semja vegna viðskiptabanns ESB á útflutning þeirra sem fyrir Færeyinga voru hrein hryðjuverk. Af einhverri óskiljanlegri linkind þorðu Íslendingar ekki að standa með Færeyingum að fulliu í stríðinu við ESB. Ég hefði lagt til i þeirri stöðu að Íslendingar Færeyingar og Grænlendingar gerðu samkomulag innbyrðis vegna makrílsins.“ Minnir Jón á þá aðstoð sem Færeyingar veittu Íslendingum í kjölfar hruns bankanna haustið 2008. „Færeyingar voru þeir fyrstu sem veittu okkur stuðning þegar allar bankalínur voru lokaðar í upphafi hrunsins, þvert á aðgerðir annarra Norðurlanda og ESB ríkja. Að meina skipum frá þessu vinaríki okkar, Færeyjum um þjónustu þó svo ósamið sé um makrílinn er mjög litilmannlegt og okkur til mikils vansa. Kannski eigum við ekki hvað síst Færeyingum það að þakka að ekki var gengið inn í þá smánarlegu samningu sem Íslendingum stóð til boða síðastliðinn vetur.“
Tengdar fréttir 34 Færeyingar fá ekki aðstoð í Reykjavíkurhöfn: „Skammist ykkar Íslendingar!“ "Þetta eru þakkirnar fyrir milljónirnar sem við veittum þeim í neyðarhjálp,“ segir Egil Petersen skipverji á færeyska makrílveiðiskipinu Nærabergi sem ekki fær þjónustu við Reykjavíkurhöfn. 29. ágúst 2014 13:19 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Sjá meira
34 Færeyingar fá ekki aðstoð í Reykjavíkurhöfn: „Skammist ykkar Íslendingar!“ "Þetta eru þakkirnar fyrir milljónirnar sem við veittum þeim í neyðarhjálp,“ segir Egil Petersen skipverji á færeyska makrílveiðiskipinu Nærabergi sem ekki fær þjónustu við Reykjavíkurhöfn. 29. ágúst 2014 13:19