Sport

Silfurverðlaunahafi á ÓL í Sotsjí hryggbrotnaði

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Natalia Czerwonka fagnar hér silfrinu ásamt félögum sínum í pólsku silfursveitinni.
Natalia Czerwonka fagnar hér silfrinu ásamt félögum sínum í pólsku silfursveitinni. Vísir/Getty
Pólska skautahlauparinn Natalia Czerwonka lenti í slæmu slysi í heimlandi sínu í gær þegar hún var að undirbúa sig fyrir komandi skautatímabil og það er óvíst hvort hún getið nokkurn tímann keppt aftur á skautum.

Natalia Czerwonka, sem er 25 ára gömul lenti í árekstri við traktor og varð fyrir því óláni að hryggbrotna. Czerwonka vann silfur í liðakeppni með sveit Póllands á ÓL í Sotsjí í byrjun ársins og ætlaði sér stóra hluti á komandi tímabili.

Þjálfari Nataliu fór að undrast um hana þegar Czerwonka skilaði sér ekki aftur eftir hjólaæfingu og fann hann hana síðan stórslasaða og alblóðuga í vegakantinum. Natalia Czerwonka var flutt á sjúkrahús þar sem kom í ljós að hún brotin á mörgum stöðum.

„Nú er bara planið að komast í gegnum næstu sex mánuði. Ég hlakkaði til þess að gera góða hluti á tímabilinu en ég legg til að allir lifi fyrir daginn í dag og plani ekki of langt fram í tímann. Mænan er brotin og það þurfti að sauma tólf spor eftir árekstur við traktor," skrifaði Natalia Czerwonka á fésbókarsíðu sína.

Natalia Czerwonka skrifaði um slysið á fésbókarsíðu sinni.
Vísir/GettyFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.