Íslenski boltinn

Hristov sendur heim frá Víkingum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Búlgarinn er ágætur skotmaður en hann er farinn heim.
Búlgarinn er ágætur skotmaður en hann er farinn heim. vísir/daníel
Búlgarinn Todor Hristov spilar ekki fleiri leiki með Víkingum í Pepsi-deild karla í fótbolta, en hann hefur verið sendur heim.

„Við erum búnir að senda hann aftur til Búlgaríu. Hann stóð ekki undir væntingum og því losuðum við hann undan samningi. Hann er farinn heim og það eru allir sáttir við það,“ sagði Ólafur Þórðarson, þjálfari Víkings, við Vísi í kvöld.

Hristov spilaði átta leiki á vinstri kantinum fyrir Víkinga án þess að skora mark en gaf eina stoðsendingu. Hann skoraði eitt glæsilegt mark í bikarnum gegn Grindavík, beint úr aukaspyrnu.

Víkingar eru með 22 stig eftir tólf umferðir, en þeir lögðu Fjölni, 1-0, í nýliðslag í Víkinni í kvöld.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×