Kynferðisbrotum fjölgar um 140% Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 29. júlí 2014 20:00 Kynferðisbrotum í miðborg Reykjavíkur hefur fjölgað undanfarin ár. Í tölum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að árið 2010 voru tilkynnt 22 kynferðisbrot í miðborginni, 17 árið 2011 og 36 árið 2012. En þetta gerir að meðaltali 25 brot á ári. Brotum fjölgaði þó gríðarlega árið 2013 því samkvæmt tölum frá lögreglunni, sem ekki hafa verið gerðar opinberar, voru þau 60 talsins, sem er 140% meira en meðaltal áranna 2010 til 2012.Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, segir þessar tölur ríma við þá þróun sem hefur átt sér stað hjá samtökunum undanfarin ár. „Það fjölgaði hjá okkur um 70 mál á síðasta ári, og frá því að fæst mál voru árið 1998, hefur málunum fjölgað um helming hjá okkur,“ segir Guðrún. Hún segir álíka fjölgun ekki hafa sést síðan samtökin voru stofnuð. „Árið sem við opnuðum, 1990, var algjör sprenging, þá var ekki til nokkur önnur sambærileg þjónusta í landinu. Þá höfðum við svona fjölda, en síðan þá ekki,“ segir Guðrún. En hvað skýrir þessa miklu fjölgun að mati Guðrúnar? „Fólk hefur reynt að skýra þetta á marga vegu. Meðal annars með því að konur segi frekar frá, þær sætti sig síður við óréttlæti og kæri líka erfiðu málin.“ Hún segir gjörsamlega óásættanlegt að kynferðisbrot þrífist í hjarta borgarinnar. Ljóst sé að bregðast þurfi við þessari fjölgun af mikilli alvöru meðal annars með því að bæta forvarnir. „Ég vona að nýr lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, og sviðsstjóri hjá velferðarþjónustunni, sem hafa sagst ætla að setja þessi mál í forgang, að þau skilgreini ofbeldi vítt, og taki kynferðisbrotamálin þar inn. Þannig ég vona bara að við bregðumst við þessu af ábyrgð,“ segir Guðrún. Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Sjá meira
Kynferðisbrotum í miðborg Reykjavíkur hefur fjölgað undanfarin ár. Í tölum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að árið 2010 voru tilkynnt 22 kynferðisbrot í miðborginni, 17 árið 2011 og 36 árið 2012. En þetta gerir að meðaltali 25 brot á ári. Brotum fjölgaði þó gríðarlega árið 2013 því samkvæmt tölum frá lögreglunni, sem ekki hafa verið gerðar opinberar, voru þau 60 talsins, sem er 140% meira en meðaltal áranna 2010 til 2012.Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, segir þessar tölur ríma við þá þróun sem hefur átt sér stað hjá samtökunum undanfarin ár. „Það fjölgaði hjá okkur um 70 mál á síðasta ári, og frá því að fæst mál voru árið 1998, hefur málunum fjölgað um helming hjá okkur,“ segir Guðrún. Hún segir álíka fjölgun ekki hafa sést síðan samtökin voru stofnuð. „Árið sem við opnuðum, 1990, var algjör sprenging, þá var ekki til nokkur önnur sambærileg þjónusta í landinu. Þá höfðum við svona fjölda, en síðan þá ekki,“ segir Guðrún. En hvað skýrir þessa miklu fjölgun að mati Guðrúnar? „Fólk hefur reynt að skýra þetta á marga vegu. Meðal annars með því að konur segi frekar frá, þær sætti sig síður við óréttlæti og kæri líka erfiðu málin.“ Hún segir gjörsamlega óásættanlegt að kynferðisbrot þrífist í hjarta borgarinnar. Ljóst sé að bregðast þurfi við þessari fjölgun af mikilli alvöru meðal annars með því að bæta forvarnir. „Ég vona að nýr lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, og sviðsstjóri hjá velferðarþjónustunni, sem hafa sagst ætla að setja þessi mál í forgang, að þau skilgreini ofbeldi vítt, og taki kynferðisbrotamálin þar inn. Þannig ég vona bara að við bregðumst við þessu af ábyrgð,“ segir Guðrún.
Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Sjá meira