Kynferðisbrotum fjölgar um 140% Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 29. júlí 2014 20:00 Kynferðisbrotum í miðborg Reykjavíkur hefur fjölgað undanfarin ár. Í tölum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að árið 2010 voru tilkynnt 22 kynferðisbrot í miðborginni, 17 árið 2011 og 36 árið 2012. En þetta gerir að meðaltali 25 brot á ári. Brotum fjölgaði þó gríðarlega árið 2013 því samkvæmt tölum frá lögreglunni, sem ekki hafa verið gerðar opinberar, voru þau 60 talsins, sem er 140% meira en meðaltal áranna 2010 til 2012.Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, segir þessar tölur ríma við þá þróun sem hefur átt sér stað hjá samtökunum undanfarin ár. „Það fjölgaði hjá okkur um 70 mál á síðasta ári, og frá því að fæst mál voru árið 1998, hefur málunum fjölgað um helming hjá okkur,“ segir Guðrún. Hún segir álíka fjölgun ekki hafa sést síðan samtökin voru stofnuð. „Árið sem við opnuðum, 1990, var algjör sprenging, þá var ekki til nokkur önnur sambærileg þjónusta í landinu. Þá höfðum við svona fjölda, en síðan þá ekki,“ segir Guðrún. En hvað skýrir þessa miklu fjölgun að mati Guðrúnar? „Fólk hefur reynt að skýra þetta á marga vegu. Meðal annars með því að konur segi frekar frá, þær sætti sig síður við óréttlæti og kæri líka erfiðu málin.“ Hún segir gjörsamlega óásættanlegt að kynferðisbrot þrífist í hjarta borgarinnar. Ljóst sé að bregðast þurfi við þessari fjölgun af mikilli alvöru meðal annars með því að bæta forvarnir. „Ég vona að nýr lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, og sviðsstjóri hjá velferðarþjónustunni, sem hafa sagst ætla að setja þessi mál í forgang, að þau skilgreini ofbeldi vítt, og taki kynferðisbrotamálin þar inn. Þannig ég vona bara að við bregðumst við þessu af ábyrgð,“ segir Guðrún. Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Fleiri fréttir Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Sjá meira
Kynferðisbrotum í miðborg Reykjavíkur hefur fjölgað undanfarin ár. Í tölum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að árið 2010 voru tilkynnt 22 kynferðisbrot í miðborginni, 17 árið 2011 og 36 árið 2012. En þetta gerir að meðaltali 25 brot á ári. Brotum fjölgaði þó gríðarlega árið 2013 því samkvæmt tölum frá lögreglunni, sem ekki hafa verið gerðar opinberar, voru þau 60 talsins, sem er 140% meira en meðaltal áranna 2010 til 2012.Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, segir þessar tölur ríma við þá þróun sem hefur átt sér stað hjá samtökunum undanfarin ár. „Það fjölgaði hjá okkur um 70 mál á síðasta ári, og frá því að fæst mál voru árið 1998, hefur málunum fjölgað um helming hjá okkur,“ segir Guðrún. Hún segir álíka fjölgun ekki hafa sést síðan samtökin voru stofnuð. „Árið sem við opnuðum, 1990, var algjör sprenging, þá var ekki til nokkur önnur sambærileg þjónusta í landinu. Þá höfðum við svona fjölda, en síðan þá ekki,“ segir Guðrún. En hvað skýrir þessa miklu fjölgun að mati Guðrúnar? „Fólk hefur reynt að skýra þetta á marga vegu. Meðal annars með því að konur segi frekar frá, þær sætti sig síður við óréttlæti og kæri líka erfiðu málin.“ Hún segir gjörsamlega óásættanlegt að kynferðisbrot þrífist í hjarta borgarinnar. Ljóst sé að bregðast þurfi við þessari fjölgun af mikilli alvöru meðal annars með því að bæta forvarnir. „Ég vona að nýr lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, og sviðsstjóri hjá velferðarþjónustunni, sem hafa sagst ætla að setja þessi mál í forgang, að þau skilgreini ofbeldi vítt, og taki kynferðisbrotamálin þar inn. Þannig ég vona bara að við bregðumst við þessu af ábyrgð,“ segir Guðrún.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Fleiri fréttir Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Sjá meira