Íslenski boltinn

Tonny orðinn leikmaður Vals

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Tonny Mawejje fer í rautt.
Tonny Mawejje fer í rautt. vísir/daníel
Tonny Mawejje, landsliðsmaður Úganda, er kominn með leikheimild hjá Val í Pepsi-deild karla í fótbolta og má spila með liðinu gegn KR þegar 12. umferð deildarinnar hefst á Vodafone-vellinum.

Tonny kemur á láni frá norska úrvalsdeildarliðinu Haugesund, en hann spilaði áður með ÍBV hér á landi frá 2009-2013.

Hann hefur verið einn albesti miðjumaður Pepsi-deildarinnar undanfarin og er um að ræða mikinn liðsstyrk fyrir Valsmenn.

Tonny er kominn til landsins og verður með liðinu í leiknum gegn KR á morgun, en þetta staðfesti MagnúsGylfason, þjálfari Vals, við fréttastofu nú rétt í þessu.

Valur er í sjötta sæti Pepsi-deildarinnar þegar fyrri helmingi mótsins er lokið, en liðið er með 15 stig eftir ellefu umferðir og búið að tapa tveimur leikjum í röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×