„Stuðningsmenn vilja Gauja Þórðar en við viljum hann ekki“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. júní 2014 15:08 Sigurður Ragnar Eyjólfsson og Guðjón Þórðarson. „Sigurður Ragnar verður þjálfari hjá okkur. Það var gerður þriggja ára samningur við hann og ég þarf þá að fara á undan ef hann á að fara,“ segir Óskar Örn Ólafsson, formaður knattspyrnudeildar ÍBV. Gengi Eyjamanna undir stjórn Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar í Pepsi-deild karla í knattspyrnu hefur verið vel undir væntingum Eyjaskeggja það sem af er leiktíð. Í sjö tilraunum hefur liðinu ekki tekist að landa sigri og situr liðið á botni deildarinnar með þrjú stig. Óskar Örn viðurkennir að hafa heyrt af áhuga stuðningsmanna á því að skipta um þjálfara. Þar sé Guðjón Þórðarson efstur á blaði. „Ég las þetta á stuðningsmannasíðu ÍBV á Facebook,“ segir Óskar en greinilegt er að skoðanir hans og stuðningsmanna á þjálfaramálum fara ekki fullkomlega saman. „Stuðningsmenn vilja Gauja Þórðar en við viljum hann ekki. Það er bara svoleiðis. Við viljum Sigurð.“ Sigurður Ragnar tók við liði Eyjamanna fyrir leiktíðina en starfið er hans fyrsta hjá karlaliði. Hann þjálfaði áður kvennalandsliðið í tæp sjö ár með góðum árangri. Guðjón hefur marga fjöruna sopið á litríkum ferli sem þjálfari og knattspyrnustjóri hér heima og erlendis. Hann þjálfaði síðast karlalið Grindavíkur sumarið 2012 þegar liðið féll úr efstu deild með aðeins tólf stig. Samskiptum Guðjóns við Grindavík var þó ekki lokið því hann kærði félagið fyrir vangoldin laun. Fór svo að Grindavík þurfti að greiða Guðjón 8,5 milljónir króna.Óskar Örn, annar frá hægri, þegar skrifað var undir samning við David James í fyrra.Vísir/VilhelmÓskar Örn segist að sjálfsögðu hafa áhyggjur af gengi liðsins en allt sé á réttri leið. Liðið leiddi 2-1 gegn Valsmönnum á Hásteinsvelli í gær þegar skammt var til leiksloka. Gunnar Gunnarsson jafnaði hins vegar metin undir lokin. „Bara ef dómarinn hefði dæmt eins og maður eftir að við komumst yfir í gær. Valsmenn máttu gera allan fjandann eftir það. Þessi aukaspyrna, sem markið kom upp úr, átti aldrei að vera,“ segir Óskar Örn ósáttur við dómara leiksins Vilhjálm Alvar Þórarinsson.Öll mörkin úr leiknum, aukaspyrnuna umdeildu og viðbrögð Sigurðs Ragnars Eyjólfssonar má sjá í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Sjöunda umferðin verður svo gerð upp í heild sinni í Pepsi-mörkunum klukkan 22 annað kvöld að loknum stórleik Stjörnunnar og KR sem verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 20. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndband: ÍBV - Valur 2-2 Eyjamenn fengu í dag sitt fyrsta stig á heimavelli þegar að liðið gerði 2-2 jafntefli við Valsmenn í 7. umferð Pepsi-deildarinnar. 9. júní 2014 13:00 Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Fleiri fréttir Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sjá meira
„Sigurður Ragnar verður þjálfari hjá okkur. Það var gerður þriggja ára samningur við hann og ég þarf þá að fara á undan ef hann á að fara,“ segir Óskar Örn Ólafsson, formaður knattspyrnudeildar ÍBV. Gengi Eyjamanna undir stjórn Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar í Pepsi-deild karla í knattspyrnu hefur verið vel undir væntingum Eyjaskeggja það sem af er leiktíð. Í sjö tilraunum hefur liðinu ekki tekist að landa sigri og situr liðið á botni deildarinnar með þrjú stig. Óskar Örn viðurkennir að hafa heyrt af áhuga stuðningsmanna á því að skipta um þjálfara. Þar sé Guðjón Þórðarson efstur á blaði. „Ég las þetta á stuðningsmannasíðu ÍBV á Facebook,“ segir Óskar en greinilegt er að skoðanir hans og stuðningsmanna á þjálfaramálum fara ekki fullkomlega saman. „Stuðningsmenn vilja Gauja Þórðar en við viljum hann ekki. Það er bara svoleiðis. Við viljum Sigurð.“ Sigurður Ragnar tók við liði Eyjamanna fyrir leiktíðina en starfið er hans fyrsta hjá karlaliði. Hann þjálfaði áður kvennalandsliðið í tæp sjö ár með góðum árangri. Guðjón hefur marga fjöruna sopið á litríkum ferli sem þjálfari og knattspyrnustjóri hér heima og erlendis. Hann þjálfaði síðast karlalið Grindavíkur sumarið 2012 þegar liðið féll úr efstu deild með aðeins tólf stig. Samskiptum Guðjóns við Grindavík var þó ekki lokið því hann kærði félagið fyrir vangoldin laun. Fór svo að Grindavík þurfti að greiða Guðjón 8,5 milljónir króna.Óskar Örn, annar frá hægri, þegar skrifað var undir samning við David James í fyrra.Vísir/VilhelmÓskar Örn segist að sjálfsögðu hafa áhyggjur af gengi liðsins en allt sé á réttri leið. Liðið leiddi 2-1 gegn Valsmönnum á Hásteinsvelli í gær þegar skammt var til leiksloka. Gunnar Gunnarsson jafnaði hins vegar metin undir lokin. „Bara ef dómarinn hefði dæmt eins og maður eftir að við komumst yfir í gær. Valsmenn máttu gera allan fjandann eftir það. Þessi aukaspyrna, sem markið kom upp úr, átti aldrei að vera,“ segir Óskar Örn ósáttur við dómara leiksins Vilhjálm Alvar Þórarinsson.Öll mörkin úr leiknum, aukaspyrnuna umdeildu og viðbrögð Sigurðs Ragnars Eyjólfssonar má sjá í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Sjöunda umferðin verður svo gerð upp í heild sinni í Pepsi-mörkunum klukkan 22 annað kvöld að loknum stórleik Stjörnunnar og KR sem verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 20.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndband: ÍBV - Valur 2-2 Eyjamenn fengu í dag sitt fyrsta stig á heimavelli þegar að liðið gerði 2-2 jafntefli við Valsmenn í 7. umferð Pepsi-deildarinnar. 9. júní 2014 13:00 Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Fleiri fréttir Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndband: ÍBV - Valur 2-2 Eyjamenn fengu í dag sitt fyrsta stig á heimavelli þegar að liðið gerði 2-2 jafntefli við Valsmenn í 7. umferð Pepsi-deildarinnar. 9. júní 2014 13:00