„Stuðningsmenn vilja Gauja Þórðar en við viljum hann ekki“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. júní 2014 15:08 Sigurður Ragnar Eyjólfsson og Guðjón Þórðarson. „Sigurður Ragnar verður þjálfari hjá okkur. Það var gerður þriggja ára samningur við hann og ég þarf þá að fara á undan ef hann á að fara,“ segir Óskar Örn Ólafsson, formaður knattspyrnudeildar ÍBV. Gengi Eyjamanna undir stjórn Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar í Pepsi-deild karla í knattspyrnu hefur verið vel undir væntingum Eyjaskeggja það sem af er leiktíð. Í sjö tilraunum hefur liðinu ekki tekist að landa sigri og situr liðið á botni deildarinnar með þrjú stig. Óskar Örn viðurkennir að hafa heyrt af áhuga stuðningsmanna á því að skipta um þjálfara. Þar sé Guðjón Þórðarson efstur á blaði. „Ég las þetta á stuðningsmannasíðu ÍBV á Facebook,“ segir Óskar en greinilegt er að skoðanir hans og stuðningsmanna á þjálfaramálum fara ekki fullkomlega saman. „Stuðningsmenn vilja Gauja Þórðar en við viljum hann ekki. Það er bara svoleiðis. Við viljum Sigurð.“ Sigurður Ragnar tók við liði Eyjamanna fyrir leiktíðina en starfið er hans fyrsta hjá karlaliði. Hann þjálfaði áður kvennalandsliðið í tæp sjö ár með góðum árangri. Guðjón hefur marga fjöruna sopið á litríkum ferli sem þjálfari og knattspyrnustjóri hér heima og erlendis. Hann þjálfaði síðast karlalið Grindavíkur sumarið 2012 þegar liðið féll úr efstu deild með aðeins tólf stig. Samskiptum Guðjóns við Grindavík var þó ekki lokið því hann kærði félagið fyrir vangoldin laun. Fór svo að Grindavík þurfti að greiða Guðjón 8,5 milljónir króna.Óskar Örn, annar frá hægri, þegar skrifað var undir samning við David James í fyrra.Vísir/VilhelmÓskar Örn segist að sjálfsögðu hafa áhyggjur af gengi liðsins en allt sé á réttri leið. Liðið leiddi 2-1 gegn Valsmönnum á Hásteinsvelli í gær þegar skammt var til leiksloka. Gunnar Gunnarsson jafnaði hins vegar metin undir lokin. „Bara ef dómarinn hefði dæmt eins og maður eftir að við komumst yfir í gær. Valsmenn máttu gera allan fjandann eftir það. Þessi aukaspyrna, sem markið kom upp úr, átti aldrei að vera,“ segir Óskar Örn ósáttur við dómara leiksins Vilhjálm Alvar Þórarinsson.Öll mörkin úr leiknum, aukaspyrnuna umdeildu og viðbrögð Sigurðs Ragnars Eyjólfssonar má sjá í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Sjöunda umferðin verður svo gerð upp í heild sinni í Pepsi-mörkunum klukkan 22 annað kvöld að loknum stórleik Stjörnunnar og KR sem verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 20. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndband: ÍBV - Valur 2-2 Eyjamenn fengu í dag sitt fyrsta stig á heimavelli þegar að liðið gerði 2-2 jafntefli við Valsmenn í 7. umferð Pepsi-deildarinnar. 9. júní 2014 13:00 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Sjá meira
„Sigurður Ragnar verður þjálfari hjá okkur. Það var gerður þriggja ára samningur við hann og ég þarf þá að fara á undan ef hann á að fara,“ segir Óskar Örn Ólafsson, formaður knattspyrnudeildar ÍBV. Gengi Eyjamanna undir stjórn Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar í Pepsi-deild karla í knattspyrnu hefur verið vel undir væntingum Eyjaskeggja það sem af er leiktíð. Í sjö tilraunum hefur liðinu ekki tekist að landa sigri og situr liðið á botni deildarinnar með þrjú stig. Óskar Örn viðurkennir að hafa heyrt af áhuga stuðningsmanna á því að skipta um þjálfara. Þar sé Guðjón Þórðarson efstur á blaði. „Ég las þetta á stuðningsmannasíðu ÍBV á Facebook,“ segir Óskar en greinilegt er að skoðanir hans og stuðningsmanna á þjálfaramálum fara ekki fullkomlega saman. „Stuðningsmenn vilja Gauja Þórðar en við viljum hann ekki. Það er bara svoleiðis. Við viljum Sigurð.“ Sigurður Ragnar tók við liði Eyjamanna fyrir leiktíðina en starfið er hans fyrsta hjá karlaliði. Hann þjálfaði áður kvennalandsliðið í tæp sjö ár með góðum árangri. Guðjón hefur marga fjöruna sopið á litríkum ferli sem þjálfari og knattspyrnustjóri hér heima og erlendis. Hann þjálfaði síðast karlalið Grindavíkur sumarið 2012 þegar liðið féll úr efstu deild með aðeins tólf stig. Samskiptum Guðjóns við Grindavík var þó ekki lokið því hann kærði félagið fyrir vangoldin laun. Fór svo að Grindavík þurfti að greiða Guðjón 8,5 milljónir króna.Óskar Örn, annar frá hægri, þegar skrifað var undir samning við David James í fyrra.Vísir/VilhelmÓskar Örn segist að sjálfsögðu hafa áhyggjur af gengi liðsins en allt sé á réttri leið. Liðið leiddi 2-1 gegn Valsmönnum á Hásteinsvelli í gær þegar skammt var til leiksloka. Gunnar Gunnarsson jafnaði hins vegar metin undir lokin. „Bara ef dómarinn hefði dæmt eins og maður eftir að við komumst yfir í gær. Valsmenn máttu gera allan fjandann eftir það. Þessi aukaspyrna, sem markið kom upp úr, átti aldrei að vera,“ segir Óskar Örn ósáttur við dómara leiksins Vilhjálm Alvar Þórarinsson.Öll mörkin úr leiknum, aukaspyrnuna umdeildu og viðbrögð Sigurðs Ragnars Eyjólfssonar má sjá í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Sjöunda umferðin verður svo gerð upp í heild sinni í Pepsi-mörkunum klukkan 22 annað kvöld að loknum stórleik Stjörnunnar og KR sem verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 20.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndband: ÍBV - Valur 2-2 Eyjamenn fengu í dag sitt fyrsta stig á heimavelli þegar að liðið gerði 2-2 jafntefli við Valsmenn í 7. umferð Pepsi-deildarinnar. 9. júní 2014 13:00 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndband: ÍBV - Valur 2-2 Eyjamenn fengu í dag sitt fyrsta stig á heimavelli þegar að liðið gerði 2-2 jafntefli við Valsmenn í 7. umferð Pepsi-deildarinnar. 9. júní 2014 13:00