„Stuðningsmenn vilja Gauja Þórðar en við viljum hann ekki“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. júní 2014 15:08 Sigurður Ragnar Eyjólfsson og Guðjón Þórðarson. „Sigurður Ragnar verður þjálfari hjá okkur. Það var gerður þriggja ára samningur við hann og ég þarf þá að fara á undan ef hann á að fara,“ segir Óskar Örn Ólafsson, formaður knattspyrnudeildar ÍBV. Gengi Eyjamanna undir stjórn Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar í Pepsi-deild karla í knattspyrnu hefur verið vel undir væntingum Eyjaskeggja það sem af er leiktíð. Í sjö tilraunum hefur liðinu ekki tekist að landa sigri og situr liðið á botni deildarinnar með þrjú stig. Óskar Örn viðurkennir að hafa heyrt af áhuga stuðningsmanna á því að skipta um þjálfara. Þar sé Guðjón Þórðarson efstur á blaði. „Ég las þetta á stuðningsmannasíðu ÍBV á Facebook,“ segir Óskar en greinilegt er að skoðanir hans og stuðningsmanna á þjálfaramálum fara ekki fullkomlega saman. „Stuðningsmenn vilja Gauja Þórðar en við viljum hann ekki. Það er bara svoleiðis. Við viljum Sigurð.“ Sigurður Ragnar tók við liði Eyjamanna fyrir leiktíðina en starfið er hans fyrsta hjá karlaliði. Hann þjálfaði áður kvennalandsliðið í tæp sjö ár með góðum árangri. Guðjón hefur marga fjöruna sopið á litríkum ferli sem þjálfari og knattspyrnustjóri hér heima og erlendis. Hann þjálfaði síðast karlalið Grindavíkur sumarið 2012 þegar liðið féll úr efstu deild með aðeins tólf stig. Samskiptum Guðjóns við Grindavík var þó ekki lokið því hann kærði félagið fyrir vangoldin laun. Fór svo að Grindavík þurfti að greiða Guðjón 8,5 milljónir króna.Óskar Örn, annar frá hægri, þegar skrifað var undir samning við David James í fyrra.Vísir/VilhelmÓskar Örn segist að sjálfsögðu hafa áhyggjur af gengi liðsins en allt sé á réttri leið. Liðið leiddi 2-1 gegn Valsmönnum á Hásteinsvelli í gær þegar skammt var til leiksloka. Gunnar Gunnarsson jafnaði hins vegar metin undir lokin. „Bara ef dómarinn hefði dæmt eins og maður eftir að við komumst yfir í gær. Valsmenn máttu gera allan fjandann eftir það. Þessi aukaspyrna, sem markið kom upp úr, átti aldrei að vera,“ segir Óskar Örn ósáttur við dómara leiksins Vilhjálm Alvar Þórarinsson.Öll mörkin úr leiknum, aukaspyrnuna umdeildu og viðbrögð Sigurðs Ragnars Eyjólfssonar má sjá í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Sjöunda umferðin verður svo gerð upp í heild sinni í Pepsi-mörkunum klukkan 22 annað kvöld að loknum stórleik Stjörnunnar og KR sem verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 20. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndband: ÍBV - Valur 2-2 Eyjamenn fengu í dag sitt fyrsta stig á heimavelli þegar að liðið gerði 2-2 jafntefli við Valsmenn í 7. umferð Pepsi-deildarinnar. 9. júní 2014 13:00 Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Körfubolti Sænsku meistararnir örugglega áfram Fótbolti Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira
„Sigurður Ragnar verður þjálfari hjá okkur. Það var gerður þriggja ára samningur við hann og ég þarf þá að fara á undan ef hann á að fara,“ segir Óskar Örn Ólafsson, formaður knattspyrnudeildar ÍBV. Gengi Eyjamanna undir stjórn Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar í Pepsi-deild karla í knattspyrnu hefur verið vel undir væntingum Eyjaskeggja það sem af er leiktíð. Í sjö tilraunum hefur liðinu ekki tekist að landa sigri og situr liðið á botni deildarinnar með þrjú stig. Óskar Örn viðurkennir að hafa heyrt af áhuga stuðningsmanna á því að skipta um þjálfara. Þar sé Guðjón Þórðarson efstur á blaði. „Ég las þetta á stuðningsmannasíðu ÍBV á Facebook,“ segir Óskar en greinilegt er að skoðanir hans og stuðningsmanna á þjálfaramálum fara ekki fullkomlega saman. „Stuðningsmenn vilja Gauja Þórðar en við viljum hann ekki. Það er bara svoleiðis. Við viljum Sigurð.“ Sigurður Ragnar tók við liði Eyjamanna fyrir leiktíðina en starfið er hans fyrsta hjá karlaliði. Hann þjálfaði áður kvennalandsliðið í tæp sjö ár með góðum árangri. Guðjón hefur marga fjöruna sopið á litríkum ferli sem þjálfari og knattspyrnustjóri hér heima og erlendis. Hann þjálfaði síðast karlalið Grindavíkur sumarið 2012 þegar liðið féll úr efstu deild með aðeins tólf stig. Samskiptum Guðjóns við Grindavík var þó ekki lokið því hann kærði félagið fyrir vangoldin laun. Fór svo að Grindavík þurfti að greiða Guðjón 8,5 milljónir króna.Óskar Örn, annar frá hægri, þegar skrifað var undir samning við David James í fyrra.Vísir/VilhelmÓskar Örn segist að sjálfsögðu hafa áhyggjur af gengi liðsins en allt sé á réttri leið. Liðið leiddi 2-1 gegn Valsmönnum á Hásteinsvelli í gær þegar skammt var til leiksloka. Gunnar Gunnarsson jafnaði hins vegar metin undir lokin. „Bara ef dómarinn hefði dæmt eins og maður eftir að við komumst yfir í gær. Valsmenn máttu gera allan fjandann eftir það. Þessi aukaspyrna, sem markið kom upp úr, átti aldrei að vera,“ segir Óskar Örn ósáttur við dómara leiksins Vilhjálm Alvar Þórarinsson.Öll mörkin úr leiknum, aukaspyrnuna umdeildu og viðbrögð Sigurðs Ragnars Eyjólfssonar má sjá í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Sjöunda umferðin verður svo gerð upp í heild sinni í Pepsi-mörkunum klukkan 22 annað kvöld að loknum stórleik Stjörnunnar og KR sem verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 20.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndband: ÍBV - Valur 2-2 Eyjamenn fengu í dag sitt fyrsta stig á heimavelli þegar að liðið gerði 2-2 jafntefli við Valsmenn í 7. umferð Pepsi-deildarinnar. 9. júní 2014 13:00 Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Körfubolti Sænsku meistararnir örugglega áfram Fótbolti Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndband: ÍBV - Valur 2-2 Eyjamenn fengu í dag sitt fyrsta stig á heimavelli þegar að liðið gerði 2-2 jafntefli við Valsmenn í 7. umferð Pepsi-deildarinnar. 9. júní 2014 13:00