„Þetta varðar sjálfsögð mannréttindi“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. júní 2014 23:09 Myndin hefur farið sem eldur um sinu um netheima. „Þetta er náttúrulega algjörlega fáránleg staðsetning. Maður spyr sig hver tilgangurinn sé raunverulega með þessu stæði,“ segir Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalags Íslands, í samtali við Vísi um mynd af fatlaðrastæði sem hefur farið sem eldur í sinu um veraldarvefinn. Á myndinni, sem sjá má hér að ofan, ber að líta fatlaðrastæði við Hlemm í miðborg Reykjavíkur sem vakið hefur athygli fyrir þær sakir að fjórir hlutir takmarka aðgengi um stæðið svo um munar; ljósastaur, stöðumælir, ruslatunna og skilti sem greinir svo ekki verður um villst að um fatlaðrastæði er að ræða. Ellen segist ekki hafa farið varhluta af dreifingu myndarinnar. „Ég deildi henni sjálf á veggnum mínum á Facebook undir yfiskriftinni „Dagur B. Eggertsson ertu til ì að tala við framkvæmdasviðið og Bìlastæðasjòð og kippa þessu ì lag?“því þessu þarf auðvitað að koma í viðunandi stand hið fyrsta.“ Ellen segir að þetta sé enn ein birtingarmynd þess hvernig staðið hefur verið að aðgengismálum fatlaðs fólks í borginni að undanförnu. Ferlinefnd Reykjavíkurborgar, sem tekur fyrir aðgengismál eins og þetta, hefur lengi verið vanvirk að mati Ellenar og hún ekki kölluð saman svo mánuðum skiptir. Öryrkjar eiga fulltrúa í nefndinni og að mati Ellenar er rödd fatlaðs fólks óneitanlega lægri en hún þyrfti að vera þegar samráðsvettvangur sem þessi er óvirkur. Fatlað fólk hafi til að mynda horn í síðu hinnar nýju Hverfisgötu en aðgengi um hana telja þeir að mörgu leiti ófullnægjandi. „Fólk sem notar hjólastóla á mjög erfitt með að athafna sig við götuna. Tröppur og kantar hafa ekki verið lækkaðir eins og áætlað var og því getur reynst þrautin þyngri að komast klakklaust í og úr bílum,“ segir Ellen. Einnig á sjónskert og flogaveikt fólk erfitt með að ferðast um Hverfisgötu vegna marglitna hella sem geta endurvarpað ljósi með þeim afleiðingum að sýn þeirra bjagast og í verstu tilfellum framkallað flogaköst „Hverfisgatan er alls ekki nógu góð fyrir fatlað fólk og þó er það vægt til orða tekið,“ segir Ellen. Hún skorar því á Reykjavíkurborg að blása aftur lífi í ferlinefnd svo að öryrkjar geti aftur komið að málum sem þessum með eðlilegum hætti. „Það varðar sjálfsögð mannréttindi að fatlað fólk fái eitthvað um sín mál að segja. Næstu skref ættu þó að vera að Dagur hafi samband framkvæmdasvið og bílastæðasjóð og fjarlægi þessi götugögn frá bílastæðinu við Hlemm.“ Post by Ellen Jacqueline Calmon. Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
„Þetta er náttúrulega algjörlega fáránleg staðsetning. Maður spyr sig hver tilgangurinn sé raunverulega með þessu stæði,“ segir Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalags Íslands, í samtali við Vísi um mynd af fatlaðrastæði sem hefur farið sem eldur í sinu um veraldarvefinn. Á myndinni, sem sjá má hér að ofan, ber að líta fatlaðrastæði við Hlemm í miðborg Reykjavíkur sem vakið hefur athygli fyrir þær sakir að fjórir hlutir takmarka aðgengi um stæðið svo um munar; ljósastaur, stöðumælir, ruslatunna og skilti sem greinir svo ekki verður um villst að um fatlaðrastæði er að ræða. Ellen segist ekki hafa farið varhluta af dreifingu myndarinnar. „Ég deildi henni sjálf á veggnum mínum á Facebook undir yfiskriftinni „Dagur B. Eggertsson ertu til ì að tala við framkvæmdasviðið og Bìlastæðasjòð og kippa þessu ì lag?“því þessu þarf auðvitað að koma í viðunandi stand hið fyrsta.“ Ellen segir að þetta sé enn ein birtingarmynd þess hvernig staðið hefur verið að aðgengismálum fatlaðs fólks í borginni að undanförnu. Ferlinefnd Reykjavíkurborgar, sem tekur fyrir aðgengismál eins og þetta, hefur lengi verið vanvirk að mati Ellenar og hún ekki kölluð saman svo mánuðum skiptir. Öryrkjar eiga fulltrúa í nefndinni og að mati Ellenar er rödd fatlaðs fólks óneitanlega lægri en hún þyrfti að vera þegar samráðsvettvangur sem þessi er óvirkur. Fatlað fólk hafi til að mynda horn í síðu hinnar nýju Hverfisgötu en aðgengi um hana telja þeir að mörgu leiti ófullnægjandi. „Fólk sem notar hjólastóla á mjög erfitt með að athafna sig við götuna. Tröppur og kantar hafa ekki verið lækkaðir eins og áætlað var og því getur reynst þrautin þyngri að komast klakklaust í og úr bílum,“ segir Ellen. Einnig á sjónskert og flogaveikt fólk erfitt með að ferðast um Hverfisgötu vegna marglitna hella sem geta endurvarpað ljósi með þeim afleiðingum að sýn þeirra bjagast og í verstu tilfellum framkallað flogaköst „Hverfisgatan er alls ekki nógu góð fyrir fatlað fólk og þó er það vægt til orða tekið,“ segir Ellen. Hún skorar því á Reykjavíkurborg að blása aftur lífi í ferlinefnd svo að öryrkjar geti aftur komið að málum sem þessum með eðlilegum hætti. „Það varðar sjálfsögð mannréttindi að fatlað fólk fái eitthvað um sín mál að segja. Næstu skref ættu þó að vera að Dagur hafi samband framkvæmdasvið og bílastæðasjóð og fjarlægi þessi götugögn frá bílastæðinu við Hlemm.“ Post by Ellen Jacqueline Calmon.
Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira