Hallgrímur herjar á Danmörku Gunnar Leó Pálsson skrifar 16. júní 2014 14:15 Hallgrímur Helgason er að gera góða hluti í Danmörku. Vísir/Valli „Ég skrifaði þetta upphaflega fyrir Balta og byrjaði á því árið 2001, en svo fór hann að gera myndir í Hollywwod og svona. Þá fór handritið aftast í röðina,“ segir höfundurinn Hallgrímur Helgason, en þessa dagana standa yfir í Kaupmannahöfn, tökur á kvikmyndinni Comeback sem gerð er eftir handriti Hallgríms. Um er að ræða fyrsta frumsamda kvikmyndahandrit Hallgríms, að gamanmynd með dramatísku ívafi og fjallar það um uppistandara sem lendir í krísu. Uppistandarinn er á niðurleið sem reynir að fá feril sinn í gang á ný um leið og hann er neyddur til að endurnýja kynni við táningsdóttur, sem hann hafði nánast gleymt að hann ætti. „Þetta er kannski pínu byggt á eigin reynslu en á þessum tíma var ég búinn að prófa að vera uppistandari og átti líka táningsdóttir,“ bætir Hallgrímur við og hlær. Hallgrímur segist þó ekki vera svekktur út í Baltasar fyrir að nota ekki handritið sitt. „Ég er ekki brjálaður út í hann. Hann er með mörg járn eldinum. Ég er bara glaður að það sé einhver að gera þetta.“ Framleiðandi myndarinnar er Morten Kaufmann. „Ég kynntist Morten Kaufmann fyrir um fjórum árum í Danmörku og þá fóru hjólin að snúast.“ Kaufmann hefur lengi unnið með leikstjóranum Thomas Vinterberg og gert með honum kvikmyndir eins og Jagten, Submarino og Festen. Upphaflega var handritið skrifað á ensku en nú hefur því verið snúið á dönsku og heimfært upp á danskan veruleika af leikstjóranum Natöshu Arthy og uppistandaranum Jacob Tingleff. „Það kom aldrei til greina að íslenska myndina því uppistandsmarkaðurinn á Íslandi er svo lítill. Danski uppistandsmarkaðurinn er mun líkari þeim bandaríska,“ segir Hallgrímur. Aðalhlutverkið leikur Anders W. Berthelsen sem þekktur er fyrir myndir eins og Superclásico, Ítalska fyrir byrjendur og Mifune. Meðal annara leikara eru Peder Thomas Pedersen, Benedikte Hansen, sem kunn er fyrir hlutverk sitt í Borgen, Sara-Sofie Boussnina og Filippa Suensson. Leikstjóri er Natasha Arthy og er þetta hennar fjórða mynd í fullri lengd. Áætlað er að myndin verði frumsýnd í upphafi árs 2015. Mest lesið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira
„Ég skrifaði þetta upphaflega fyrir Balta og byrjaði á því árið 2001, en svo fór hann að gera myndir í Hollywwod og svona. Þá fór handritið aftast í röðina,“ segir höfundurinn Hallgrímur Helgason, en þessa dagana standa yfir í Kaupmannahöfn, tökur á kvikmyndinni Comeback sem gerð er eftir handriti Hallgríms. Um er að ræða fyrsta frumsamda kvikmyndahandrit Hallgríms, að gamanmynd með dramatísku ívafi og fjallar það um uppistandara sem lendir í krísu. Uppistandarinn er á niðurleið sem reynir að fá feril sinn í gang á ný um leið og hann er neyddur til að endurnýja kynni við táningsdóttur, sem hann hafði nánast gleymt að hann ætti. „Þetta er kannski pínu byggt á eigin reynslu en á þessum tíma var ég búinn að prófa að vera uppistandari og átti líka táningsdóttir,“ bætir Hallgrímur við og hlær. Hallgrímur segist þó ekki vera svekktur út í Baltasar fyrir að nota ekki handritið sitt. „Ég er ekki brjálaður út í hann. Hann er með mörg járn eldinum. Ég er bara glaður að það sé einhver að gera þetta.“ Framleiðandi myndarinnar er Morten Kaufmann. „Ég kynntist Morten Kaufmann fyrir um fjórum árum í Danmörku og þá fóru hjólin að snúast.“ Kaufmann hefur lengi unnið með leikstjóranum Thomas Vinterberg og gert með honum kvikmyndir eins og Jagten, Submarino og Festen. Upphaflega var handritið skrifað á ensku en nú hefur því verið snúið á dönsku og heimfært upp á danskan veruleika af leikstjóranum Natöshu Arthy og uppistandaranum Jacob Tingleff. „Það kom aldrei til greina að íslenska myndina því uppistandsmarkaðurinn á Íslandi er svo lítill. Danski uppistandsmarkaðurinn er mun líkari þeim bandaríska,“ segir Hallgrímur. Aðalhlutverkið leikur Anders W. Berthelsen sem þekktur er fyrir myndir eins og Superclásico, Ítalska fyrir byrjendur og Mifune. Meðal annara leikara eru Peder Thomas Pedersen, Benedikte Hansen, sem kunn er fyrir hlutverk sitt í Borgen, Sara-Sofie Boussnina og Filippa Suensson. Leikstjóri er Natasha Arthy og er þetta hennar fjórða mynd í fullri lengd. Áætlað er að myndin verði frumsýnd í upphafi árs 2015.
Mest lesið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira