Erlent

Hakkarar féflettu Nokia og stungu af

Randver Kári Randversson skrifar
Nokia greiddi hökkurum milljónir evra árið 2008.
Nokia greiddi hökkurum milljónir evra árið 2008. Vísir/AFP
Finnski farsímarisinn Nokia varð, árið 2008, fyrir fjárkúgun af hendi hakkara sem komust yfir öryggiskóða forritsins Symbian og hótuðu að gera hann opinberan. Fóru þeir fram á fjárhæð sem talið er að hafi numið milljónum evra og skilja átti eftir á bílastæði í borginni Tampere. Skynews greinir frá þessu.

Nokia samþykkti kröfur hakkaranna en hafði áður haft samband við lögreglu, sem hugðist handsama mennina þegar þeir sóttu peningana. Ekki tókst þó betur til en svo að, eftir að hafa sótt peningana á bílastæðið komust  mennirnir undan eftirför lögreglu, og ganga þeir enn lausir. Málið er enn til rannsóknar hjá finnskum lögregluyfirvöldum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×