Segir borgarstjóra starfa með ólýðræðislegum hætti Hjörtur Hjartarson skrifar 19. júní 2014 19:45 Þingmaður Framsóknarflokksins í Reykjavík segir meirihlutann í borginni haga sér með ólýðræðislegum hætti með því að útiloka flokkinn frá fjölmörgum nefndum og ráðum. Hann telur það mjög óeðlilegt að borgarstjóri skuli reyna að leggja línurnar um hvað megi ræða og hvað ekki. Borgarmálin muni þó ekki hafa áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Eins og kunnugt er ákvað meirihlutinn í borginni að bjóða ekki Framsóknarflokknum til samstarfs í nefndum og ráðum með sama hætti og Sjálfstæðisflokknum. Framsóknarflokkurinn á fulltrúua í sjö nefndum en engan til að mynda í stjórn Orkuveitunnar, Hafnarstjórn og heilbrigðisnefnd. „Mér finnst það mjög miður. Mér finnst þetta mál lykta af ákveðnum rétttrúnaði, það er að segja, að borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, og aðrir sem eru nátengdir honum, séu að leggja línur um hvaða mál megi ræða í borginni. Það finnst mér mjög óeðlilegt,“ segir Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Reykjavík. Dagur B. Eggertsson sagði að erfitt væri að vinna með Framsóknarflokknum sem væri í raun óstjórntækur og á meðan oddvitinn skýrði ekki afstöðu sína í moskumálinu með fullnægjandi hætti. „Það er mjög undarlegt þegar borgarstjóri segir að Framsóknarflokkurinn sé óstjórntækur í borginni vegna þess að flokkurinn fékk rúmlega tíu prósent atkvæða og það er mjög undarlegt ef borgarstjóri telur að það eigi að hunsa þessi tíu prósent. Það er ekki mjög lýðræðisleg og ég vísa þessu algjörlega á bug.“ „Varðandi moskumálið þá held ég að Framsóknarflokkurinn hafi gert mjög vel grein fyrir sinni afstöðu í þessu máli. Bæði hefur forsætisráðherra gert það auk þess sem leiðtogi flokksins í Reykjavík, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, hefur gert það líka. Þannig að ég skil ekki þessa umræðu að hún skuli enn vera í gangi að Framsóknarflokkurinn hafi ekki gert hreint fyrir sínum dyrum.“Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri tekur við lyklavöldunum í Ráðhúsinu úr hendi Jóns Gnarr.Karl segir að þó Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík hafi á vissan hátt tekið undir gagnrýni borgarstjóra, komi það ekki til með að hafa áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa unnið mjög vel saman í ríkisstjórn. Þeir hafa unnið mjög vel saman hér í þinginu. Ég er sannfærður um að þetta mál, varðandi borgina, það hefur engin áhrif á það góða samstarf sem hefur verið í gangi,“ segir Karl. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Þingmaður Framsóknarflokksins í Reykjavík segir meirihlutann í borginni haga sér með ólýðræðislegum hætti með því að útiloka flokkinn frá fjölmörgum nefndum og ráðum. Hann telur það mjög óeðlilegt að borgarstjóri skuli reyna að leggja línurnar um hvað megi ræða og hvað ekki. Borgarmálin muni þó ekki hafa áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Eins og kunnugt er ákvað meirihlutinn í borginni að bjóða ekki Framsóknarflokknum til samstarfs í nefndum og ráðum með sama hætti og Sjálfstæðisflokknum. Framsóknarflokkurinn á fulltrúua í sjö nefndum en engan til að mynda í stjórn Orkuveitunnar, Hafnarstjórn og heilbrigðisnefnd. „Mér finnst það mjög miður. Mér finnst þetta mál lykta af ákveðnum rétttrúnaði, það er að segja, að borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, og aðrir sem eru nátengdir honum, séu að leggja línur um hvaða mál megi ræða í borginni. Það finnst mér mjög óeðlilegt,“ segir Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Reykjavík. Dagur B. Eggertsson sagði að erfitt væri að vinna með Framsóknarflokknum sem væri í raun óstjórntækur og á meðan oddvitinn skýrði ekki afstöðu sína í moskumálinu með fullnægjandi hætti. „Það er mjög undarlegt þegar borgarstjóri segir að Framsóknarflokkurinn sé óstjórntækur í borginni vegna þess að flokkurinn fékk rúmlega tíu prósent atkvæða og það er mjög undarlegt ef borgarstjóri telur að það eigi að hunsa þessi tíu prósent. Það er ekki mjög lýðræðisleg og ég vísa þessu algjörlega á bug.“ „Varðandi moskumálið þá held ég að Framsóknarflokkurinn hafi gert mjög vel grein fyrir sinni afstöðu í þessu máli. Bæði hefur forsætisráðherra gert það auk þess sem leiðtogi flokksins í Reykjavík, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, hefur gert það líka. Þannig að ég skil ekki þessa umræðu að hún skuli enn vera í gangi að Framsóknarflokkurinn hafi ekki gert hreint fyrir sínum dyrum.“Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri tekur við lyklavöldunum í Ráðhúsinu úr hendi Jóns Gnarr.Karl segir að þó Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík hafi á vissan hátt tekið undir gagnrýni borgarstjóra, komi það ekki til með að hafa áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa unnið mjög vel saman í ríkisstjórn. Þeir hafa unnið mjög vel saman hér í þinginu. Ég er sannfærður um að þetta mál, varðandi borgina, það hefur engin áhrif á það góða samstarf sem hefur verið í gangi,“ segir Karl.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira