Guðjón Valur þriðji Íslendingurinn hjá Barcelona Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. júní 2014 12:30 Guðjón Valur Sigurðsson er kominn í eitt best mannaða handboltalið heims. Vísir/getty Eins og greint var frá fyrr í morgun er Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, genginn í raðir spænska stórveldisins Barcelona. Guðjón Valur er annar íslenski handboltamaðurinn sem gengur í raðir Katalóníurisans og þriðji Íslendingurinn en áður hafa leikið með liðinu þeir ViggóSigurðsson og Eiður Smári Guðjohnsen. Hornamaðurinn magnaði skrifaði undir tveggja ára samning við Barcelona en hann kemur til liðsins frá Kiel í Þýskalandi þar sem hann varð deildarmeistari í ár eftir ótrúlega lokaumferð. Guðjón Valur er 34 ára gamall (35 á árinu), níu árum eldri en Viggó var þegar hann samdi við Barcelona árið 1979. Eiður Smári var 27 ára (28 á árinu) þegar hann var keyptur frá Chelsea fyrir tólf milljónir Evra árið 2006. Hjá Barcelona mun Guðjón Valur leika með mörgum af allra bestu handboltamönnum heims. Hann er ekki óvanur því að spila með stórstjörnum en lið Barcelona er hreint ótrúlega mannað. Útilínan er skipuð þeim Siarhei Rutenka frá Hvíta-Rússlandi, NicolaKarabatic frá Frakklandi og KirilLazarov frá Makedóníu. Rutenka og Lazarov eru einhverjir mestu markaskorarar heims og þá vita allir hvað Karabatic getur. Af öðrum leikmönnum má nefna markvörðinn ArpadSterbik og franska línumanninn Cédric Sorhaindo. Guðjón Valur gæti verið síðasta púslið í liðið sem þráir að vinna aftur Meistaradeild Evrópu.Íslendingarnir þrír hjá Barcelona:Viggó Sigurðsson.Vísir/PjeturViggó SigurðssonÍþrótt: HandboltiFæddur: 11. febrúar 1954Kom til Barcelona frá Víkingi 1979Fór frá Barcelona til Bayer Leverkusen 1981Aldur við undirskrift: 25 áraAfrek: Spænskur meistari 1980 Viggó Sigurðsson heillaði forráðamenn Barcelona upp úr skónum í B-keppninni á Spáni árið 1979 og var í kjölfarið fenginn til spænska liðsins sem hafði á þeim tíma aldrei orðið deildarmeistari. Með Viggó og Valero Rivera, sem á seinni árum gerðist landsliðsþjálfari Spánar og vann heimsmeistaratitilinn með liðið í fyrra, varð Barcelona Spánarmeistari á fyrsta tímabili íslenska landsliðsmannsins. Hann spilaði tvö ár með Barcelona áður en hann yfirgaf félagið og samdi við Leverkusen í Þýskalandi árið 1981. Hann varð síðar landsliðsþjálfari Íslands.Eiður Smári Guðjohnsen.Vísir/gettyEiður Smári GuðjohnsenÍþrótt: FótboltiFæddur: 15. semptember 1978Kom til Barcelona frá Chelsea 2006Fór frá Barcelona til AS Monaco 2009Aldur við undirskrift: 27 áraAfrek: Spænskur meistari 2009, stórbikar Evrópu 2009, bikarmeistari 2009, stórbikar Spánar 2006 og 2009, sigurvegari í Meistaradeildinni 2009 Eiður Smári Guðjohnsen er eini knattspyrnumaður Íslendinga sem spilað hefur með Barcelona, en liðið á að baki 22 Spánarmeistaratitla og hefur fjórum sinnum unnið Meistaradeild Evrópu. Barcelona borgaði Chelsea myndarlega upphæð fyrir Eið árið 2006 sem var nýorðinn Englandsmeistari með Lundúnaliðinu annað árið í röð. Hann skoraði sigurmark gegn Celta Vigo í sínum fyrsta deildarleik. Í heildina spilaði Eiður Smári 72 deildarleiki með Barcelona á þremur tímabilum og skoraði tíu mörk. Hann yfirgaf félagið sumarið 2009 og hélt þá til Frakklands. Eiður var nú síðast á mála hjá belgíska liðinu Club Brugge.Guðjón Valur Sigurðsson.Vísir/gettyGuðjón Valur SigurðssonÍþrótt: HandboltiFæddur: 8. ágúst 1979Kom til Barcelona frá Kiel 2014Aldur við undirskrift: 34 ára Guðjón Valur hefur, eins og allir vita, verið einn besti hornamaður heims um árabil. Hann er nýkrýndur Þýskalandsmeistari með Kiel og var valinn í lið úrslitahelgar Meistaradeildarinnar þar sem hann fór á kostum. Hann hefur spilað með Kiel undanfarin tvö ár en var áður á mála hjá AG Kaupmannahöfn, Rhein-Neckar Löwen, Gummersbach og Essen. Guðjón hefur leik með Barcelona í haust en hann er nú staddur með íslenska landsliðinu í Sarajevo þar sem það mætir Bosníu í fyrri leik liðanna í umspili um sæti á HM 2015 í Katar. Fótbolti Handbolti Tengdar fréttir Guðjón Valur genginn í raðir Barcelona | Myndir Landsliðsfyrirliði Íslands flytur sig um set frá Þýskalandi til Katalóníu. 6. júní 2014 09:26 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Sjá meira
Eins og greint var frá fyrr í morgun er Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, genginn í raðir spænska stórveldisins Barcelona. Guðjón Valur er annar íslenski handboltamaðurinn sem gengur í raðir Katalóníurisans og þriðji Íslendingurinn en áður hafa leikið með liðinu þeir ViggóSigurðsson og Eiður Smári Guðjohnsen. Hornamaðurinn magnaði skrifaði undir tveggja ára samning við Barcelona en hann kemur til liðsins frá Kiel í Þýskalandi þar sem hann varð deildarmeistari í ár eftir ótrúlega lokaumferð. Guðjón Valur er 34 ára gamall (35 á árinu), níu árum eldri en Viggó var þegar hann samdi við Barcelona árið 1979. Eiður Smári var 27 ára (28 á árinu) þegar hann var keyptur frá Chelsea fyrir tólf milljónir Evra árið 2006. Hjá Barcelona mun Guðjón Valur leika með mörgum af allra bestu handboltamönnum heims. Hann er ekki óvanur því að spila með stórstjörnum en lið Barcelona er hreint ótrúlega mannað. Útilínan er skipuð þeim Siarhei Rutenka frá Hvíta-Rússlandi, NicolaKarabatic frá Frakklandi og KirilLazarov frá Makedóníu. Rutenka og Lazarov eru einhverjir mestu markaskorarar heims og þá vita allir hvað Karabatic getur. Af öðrum leikmönnum má nefna markvörðinn ArpadSterbik og franska línumanninn Cédric Sorhaindo. Guðjón Valur gæti verið síðasta púslið í liðið sem þráir að vinna aftur Meistaradeild Evrópu.Íslendingarnir þrír hjá Barcelona:Viggó Sigurðsson.Vísir/PjeturViggó SigurðssonÍþrótt: HandboltiFæddur: 11. febrúar 1954Kom til Barcelona frá Víkingi 1979Fór frá Barcelona til Bayer Leverkusen 1981Aldur við undirskrift: 25 áraAfrek: Spænskur meistari 1980 Viggó Sigurðsson heillaði forráðamenn Barcelona upp úr skónum í B-keppninni á Spáni árið 1979 og var í kjölfarið fenginn til spænska liðsins sem hafði á þeim tíma aldrei orðið deildarmeistari. Með Viggó og Valero Rivera, sem á seinni árum gerðist landsliðsþjálfari Spánar og vann heimsmeistaratitilinn með liðið í fyrra, varð Barcelona Spánarmeistari á fyrsta tímabili íslenska landsliðsmannsins. Hann spilaði tvö ár með Barcelona áður en hann yfirgaf félagið og samdi við Leverkusen í Þýskalandi árið 1981. Hann varð síðar landsliðsþjálfari Íslands.Eiður Smári Guðjohnsen.Vísir/gettyEiður Smári GuðjohnsenÍþrótt: FótboltiFæddur: 15. semptember 1978Kom til Barcelona frá Chelsea 2006Fór frá Barcelona til AS Monaco 2009Aldur við undirskrift: 27 áraAfrek: Spænskur meistari 2009, stórbikar Evrópu 2009, bikarmeistari 2009, stórbikar Spánar 2006 og 2009, sigurvegari í Meistaradeildinni 2009 Eiður Smári Guðjohnsen er eini knattspyrnumaður Íslendinga sem spilað hefur með Barcelona, en liðið á að baki 22 Spánarmeistaratitla og hefur fjórum sinnum unnið Meistaradeild Evrópu. Barcelona borgaði Chelsea myndarlega upphæð fyrir Eið árið 2006 sem var nýorðinn Englandsmeistari með Lundúnaliðinu annað árið í röð. Hann skoraði sigurmark gegn Celta Vigo í sínum fyrsta deildarleik. Í heildina spilaði Eiður Smári 72 deildarleiki með Barcelona á þremur tímabilum og skoraði tíu mörk. Hann yfirgaf félagið sumarið 2009 og hélt þá til Frakklands. Eiður var nú síðast á mála hjá belgíska liðinu Club Brugge.Guðjón Valur Sigurðsson.Vísir/gettyGuðjón Valur SigurðssonÍþrótt: HandboltiFæddur: 8. ágúst 1979Kom til Barcelona frá Kiel 2014Aldur við undirskrift: 34 ára Guðjón Valur hefur, eins og allir vita, verið einn besti hornamaður heims um árabil. Hann er nýkrýndur Þýskalandsmeistari með Kiel og var valinn í lið úrslitahelgar Meistaradeildarinnar þar sem hann fór á kostum. Hann hefur spilað með Kiel undanfarin tvö ár en var áður á mála hjá AG Kaupmannahöfn, Rhein-Neckar Löwen, Gummersbach og Essen. Guðjón hefur leik með Barcelona í haust en hann er nú staddur með íslenska landsliðinu í Sarajevo þar sem það mætir Bosníu í fyrri leik liðanna í umspili um sæti á HM 2015 í Katar.
Fótbolti Handbolti Tengdar fréttir Guðjón Valur genginn í raðir Barcelona | Myndir Landsliðsfyrirliði Íslands flytur sig um set frá Þýskalandi til Katalóníu. 6. júní 2014 09:26 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Sjá meira
Guðjón Valur genginn í raðir Barcelona | Myndir Landsliðsfyrirliði Íslands flytur sig um set frá Þýskalandi til Katalóníu. 6. júní 2014 09:26