Hallur Magnússon hættir á Útvarpi Sögu: Skilur algjörlega á milli í málefnum múslima Bjarki Ármannsson skrifar 30. maí 2014 23:42 Hallur Magnússon segir sína upplifun hafa verið þá að útvarpsstöðin væri að taka afstöðu með gagnrýni á byggingu mosku og múslima. Vísir/GVA/GVA Hallur Magnússon fjölmiðlamaður sagði í dag upp starfi sínu á Útvarpi Sögu vegna fréttaflutnings stöðvarinnar af málefnum múslima og byggingu mosku í Reykjavík. Hann segir „gott fólk“ starfa á miðlinum en að eftir að síðasta frétt hans á vef stöðvarinnar var „strokuð út“ í dag hafi hann ekki getað hugsað sér að starfa þar áfram. „Þessir þrír mánuðir hafa verið mjög spennandi,“ segir Hallur. „Útvarp Saga er að mínu mati mjög vanmetinn fjölmiðill og það er búið að vera mjög spennandi að byggja þarna vef.“ „En í þessu prinsipp-máli, sem er mín afstaða til þess að algjört jafnræði eigi að ríkja gagnvart öllum, óháð trúarbrögðum, kynþætti og kynhneigð, var mín upplifun sú að útvarpsstöðin væri að taka afstöðu með gagnrýni á byggingu mosku og múslima. Þótt að upplifun stjórnenda Útvarps Sögu kunni að vera öðruvísi, þá breytir það því ekki að þetta var mín upplifun.“ Hann fjallar ítarlega um aðdraganda þess að hann sagði upp störfum á pistli sem birtist á Eyjunni í kvöld. Þar segist hann „ekki sáttur“ með hvernig miðillinn hefur nálgað viðfangsefnið að undanförnu og að hann virðist „frekar kynda undir andúð á ákveðnum hópi Íslendinga.“ Hann undirstrikar þessa skoðun sína í samtali við fréttastofu. „Ég bara gat ekki unnið með miðli sem mér fannst að væri að taka á þessu máli í þessu ljósi.“ Hann segir ákveðin vatnaskil hafa orðið þegar hann setti inn frétt á vef Útvarps Sögu í dag þar sem hann greindi frá viðbrögðum Salman Tamimi, forstöðumanns Félags múslima, við viðtali Péturs Gunnlaugssonar við Salman. Hann segir að fréttinni hafi verið eytt út af vefnum nánast um leið. „Þá fannst mér ég þurfa að tala skýrt og hætta,“ segir Hallur. Hann segir í pistli sínum að áður en fréttinni hafi verið eytt hafi hann verið búinn að ákveða að ræða við stjórnendur stöðvarinnar eftir helgi um stefnu þeirra í málum múslima.Varst þú vongóður á að þau myndu endurskoða stefnuna?„Ég bara veit það ekki,“ viðurkennir hann. „Vonandi. En mér sýnist á viðbrögðum í kvöld að þau sjái þetta ekki í sama ljósi og ég. Og bara gott og vel með það.“ Hann á þar meðal annars við ummæli sem Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Sögu, lét falla á Facebook-síðu hans í kvöld. Þar segir hún meðal annars: „Ég vil vekja athygli ykkar á því að Hallur var ekki ráðinn lengur en til dagsins í dag og það var ákveðið að ræða um framhaldið eftir helgi.“ „Starfssamningurinn var þannig að við myndum taka stöðuna og taka ákvörðun um áframhaldið,“ segir Hallur. „En hann hefur ekkert með málið að gera.“Telur þú að þessi stefna Útvarps Sögu sé til marks um þróun í ranga átt? „Nei, ég held að þetta sé bara svona tímabundin stemning,“ segir hann. „Þetta fólk er ekki rasistar, svo það sé alveg á hreinu. En þetta er búið að vera stemningin á miðlinum undanfarna daga og ég get bara ekki tekið þátt í því, hvort sem þau meina það eða ekki.“ „Þetta er gott fólk að gera góða hluti. En á þessu sviði skilur algjörlega á milli.“ Tengdar fréttir Sveinbjörg svarar fyrir sig: „Stjúpmóðir barna minna er múslimi“ Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista Framsóknarmanna og flugvallarvina, segir að Íslendingar þurfi að læra af reynslu nágrannalandanna. 25. maí 2014 16:00 Biskup Íslands fylgjandi mosku: „Finnst sjálfsagt að múslimar fái að hafa sinn helgistað“ „Ég hef ekki reynt það á sjálf á eigin skinni eða upplifað það í gegnum kirkjuna, að það séu einhver vandamál tengd múslimum. Auðvitað hefur maður heyrt þessar fréttir utan úr heimi. Mér finnst miklu mikilvægara að við Íslendingar höfum sammælst um það að hér skuli ríkja kristinn siður,“ segir biskup Íslands. 26. maí 2014 16:46 Oddviti Framsóknar vill afturkalla lóð til múslima "Ég hef búið í um eitt ár í Sádí Arabíu og byggi þessa skoðun mína ekki á fordómum, heldur reynslu," segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista Framsóknarflokksins og flugvallarvina. Hún telur að á meðan hér á landi sé þjóðkirkja eigi ekki að úthluta lóðar til byggingu mosku eða sambærilegra húsa annarra trúfélaga. 23. maí 2014 15:08 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Hallur Magnússon fjölmiðlamaður sagði í dag upp starfi sínu á Útvarpi Sögu vegna fréttaflutnings stöðvarinnar af málefnum múslima og byggingu mosku í Reykjavík. Hann segir „gott fólk“ starfa á miðlinum en að eftir að síðasta frétt hans á vef stöðvarinnar var „strokuð út“ í dag hafi hann ekki getað hugsað sér að starfa þar áfram. „Þessir þrír mánuðir hafa verið mjög spennandi,“ segir Hallur. „Útvarp Saga er að mínu mati mjög vanmetinn fjölmiðill og það er búið að vera mjög spennandi að byggja þarna vef.“ „En í þessu prinsipp-máli, sem er mín afstaða til þess að algjört jafnræði eigi að ríkja gagnvart öllum, óháð trúarbrögðum, kynþætti og kynhneigð, var mín upplifun sú að útvarpsstöðin væri að taka afstöðu með gagnrýni á byggingu mosku og múslima. Þótt að upplifun stjórnenda Útvarps Sögu kunni að vera öðruvísi, þá breytir það því ekki að þetta var mín upplifun.“ Hann fjallar ítarlega um aðdraganda þess að hann sagði upp störfum á pistli sem birtist á Eyjunni í kvöld. Þar segist hann „ekki sáttur“ með hvernig miðillinn hefur nálgað viðfangsefnið að undanförnu og að hann virðist „frekar kynda undir andúð á ákveðnum hópi Íslendinga.“ Hann undirstrikar þessa skoðun sína í samtali við fréttastofu. „Ég bara gat ekki unnið með miðli sem mér fannst að væri að taka á þessu máli í þessu ljósi.“ Hann segir ákveðin vatnaskil hafa orðið þegar hann setti inn frétt á vef Útvarps Sögu í dag þar sem hann greindi frá viðbrögðum Salman Tamimi, forstöðumanns Félags múslima, við viðtali Péturs Gunnlaugssonar við Salman. Hann segir að fréttinni hafi verið eytt út af vefnum nánast um leið. „Þá fannst mér ég þurfa að tala skýrt og hætta,“ segir Hallur. Hann segir í pistli sínum að áður en fréttinni hafi verið eytt hafi hann verið búinn að ákveða að ræða við stjórnendur stöðvarinnar eftir helgi um stefnu þeirra í málum múslima.Varst þú vongóður á að þau myndu endurskoða stefnuna?„Ég bara veit það ekki,“ viðurkennir hann. „Vonandi. En mér sýnist á viðbrögðum í kvöld að þau sjái þetta ekki í sama ljósi og ég. Og bara gott og vel með það.“ Hann á þar meðal annars við ummæli sem Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Sögu, lét falla á Facebook-síðu hans í kvöld. Þar segir hún meðal annars: „Ég vil vekja athygli ykkar á því að Hallur var ekki ráðinn lengur en til dagsins í dag og það var ákveðið að ræða um framhaldið eftir helgi.“ „Starfssamningurinn var þannig að við myndum taka stöðuna og taka ákvörðun um áframhaldið,“ segir Hallur. „En hann hefur ekkert með málið að gera.“Telur þú að þessi stefna Útvarps Sögu sé til marks um þróun í ranga átt? „Nei, ég held að þetta sé bara svona tímabundin stemning,“ segir hann. „Þetta fólk er ekki rasistar, svo það sé alveg á hreinu. En þetta er búið að vera stemningin á miðlinum undanfarna daga og ég get bara ekki tekið þátt í því, hvort sem þau meina það eða ekki.“ „Þetta er gott fólk að gera góða hluti. En á þessu sviði skilur algjörlega á milli.“
Tengdar fréttir Sveinbjörg svarar fyrir sig: „Stjúpmóðir barna minna er múslimi“ Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista Framsóknarmanna og flugvallarvina, segir að Íslendingar þurfi að læra af reynslu nágrannalandanna. 25. maí 2014 16:00 Biskup Íslands fylgjandi mosku: „Finnst sjálfsagt að múslimar fái að hafa sinn helgistað“ „Ég hef ekki reynt það á sjálf á eigin skinni eða upplifað það í gegnum kirkjuna, að það séu einhver vandamál tengd múslimum. Auðvitað hefur maður heyrt þessar fréttir utan úr heimi. Mér finnst miklu mikilvægara að við Íslendingar höfum sammælst um það að hér skuli ríkja kristinn siður,“ segir biskup Íslands. 26. maí 2014 16:46 Oddviti Framsóknar vill afturkalla lóð til múslima "Ég hef búið í um eitt ár í Sádí Arabíu og byggi þessa skoðun mína ekki á fordómum, heldur reynslu," segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista Framsóknarflokksins og flugvallarvina. Hún telur að á meðan hér á landi sé þjóðkirkja eigi ekki að úthluta lóðar til byggingu mosku eða sambærilegra húsa annarra trúfélaga. 23. maí 2014 15:08 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Sveinbjörg svarar fyrir sig: „Stjúpmóðir barna minna er múslimi“ Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista Framsóknarmanna og flugvallarvina, segir að Íslendingar þurfi að læra af reynslu nágrannalandanna. 25. maí 2014 16:00
Biskup Íslands fylgjandi mosku: „Finnst sjálfsagt að múslimar fái að hafa sinn helgistað“ „Ég hef ekki reynt það á sjálf á eigin skinni eða upplifað það í gegnum kirkjuna, að það séu einhver vandamál tengd múslimum. Auðvitað hefur maður heyrt þessar fréttir utan úr heimi. Mér finnst miklu mikilvægara að við Íslendingar höfum sammælst um það að hér skuli ríkja kristinn siður,“ segir biskup Íslands. 26. maí 2014 16:46
Oddviti Framsóknar vill afturkalla lóð til múslima "Ég hef búið í um eitt ár í Sádí Arabíu og byggi þessa skoðun mína ekki á fordómum, heldur reynslu," segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista Framsóknarflokksins og flugvallarvina. Hún telur að á meðan hér á landi sé þjóðkirkja eigi ekki að úthluta lóðar til byggingu mosku eða sambærilegra húsa annarra trúfélaga. 23. maí 2014 15:08