Innlent

Ósáttur við fyrirkomulagið á utankjörfundaratkvæðagreiðslu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Karl Garðarsson.
Karl Garðarsson. visir/gva
Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, er ekki sáttur við fyrirkomulagið á utankjörfundaratkvæðagreiðslu fyrir sveitastjórnarkosningarnar ef marka má færslu sem hann skrifar á Fésbókarsíðu sinni. Hann segir hana ekki boðlega og í raun fáránlega.

„Þegar komið er inn í kjörklefann blasa við manni stimplar með listabókstöfum sem á að nota til að stimpla á kjörseðilinn, sem er ekkert nema tómt blað. Hvergi er merkt hvaða listi er með hvaða bókstaf, þannig að fólki er gert að muna þá hluti.“

Karl segir að til að gera hlutina ennþá flóknari þá séu stimplar settir inn í kjörklefann með öllum bókstöfum stafrófsins.

„Skiptir kannski ekki öllu máli fyrir gömlu flokkana, en hætt er við að margir muni ekki listabókstafi nýju framboðanna. Að hverju mega kjörseðlarnir ekki vera eins og á kjördag? Og af hverju er ekki hengdur upp listi með nöfnum framboða og hvaða bókstafur á við hvert þeirra?“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×