Þegar KA mætti Man. Utd: Sérstakt að muna lítið eftir Beckham Henry Birgir Gunnarsson skrifar 15. maí 2014 09:55 Sigþór átti flottan knattspyrnuferil og varð meðal annars meistari með KR. Á myndinni má sjá leikmannahópa liðanna á mótinu. „Paul Scholes kom inn á sem varamaður. Hann var lítill og pattaralegur. Gerði sér samt lítið fyrir og skoraði þrennu. Öll með skalla,“ segir Sigþór Júlíusson en hann var hluti af mjög sterku liði KA sem lék gegn mörgum af goðsögnum Man. Utd árið 1991. Þessi leikur á milli KA og Man. Utd fór fram í móti sem heitir Milk Cup og haldið var á Írlandi. Á mótið var boðið sterkustu liðum margra landa. KA mætti með 3. flokkinn sinn á mótið en í liði KA voru meðal annars Húsvíkingarnir Sigþór og Guðni Rúnar Helgason sem og Þórhallur Hinriksson. Þeir áttu allir eftir að láta til sín taka í efstu deild síðar á ferlinum. Í liði Man. Utd voru engar smá kempur. Nægir þar að nefna stráka eins og Gary Neville, Keith Gillespie, Nicky Butt, Paul Scholes, Ben Thornley, Robbie Savage og sjálfan David Beckham. Þjálfarar liðsins voru svo Brian Kidd, aðstoðarmaður Ferguson til margra ára, og Nobby Stiles sem var í HM-liði Englands árið 1966. „Við vorum með mjög gott lið hjá KA og vorum sæmilega brattir með að geta staðið eitthvað í þeim. Í minningunni var leikurinn jafn en okkur fannst ótrúlegt að þeir refsuðu fyrir nær öll mistök með marki,“ segir Sigþór en Man. Utd vann leikinn 9-1 og Sigþór minnti að Brynjólfur Sveinsson hefði skorað mark KA í leiknum. Það mættu um 3.000 áhorfendur á þennan leik en hvernig stóð David Beckham sig? „Mér finnst mjög sérstakt að muna lítið sem ekkert eftir Beckham úr leiknum. Sá sem stóð upp úr hjá þeim og var valinn maður leiksins var Ben Thornley. Ferill hans varð síðan ekki merkilegur eins og margir muna.“ Thornley spilaði á vinstri kantinum í leiknum á móti hinum eitilharða Þórhalli Hinrikssyni sem aldrei er kallaður annað en Júri. „Júrí var alltaf röskur á fyrstu og síðustu metrunum en hann átti ekkert í hann á sprettinum. Það sat alltaf aðeins í Júra kallinum,“ segir Sigþór glettinn en hann lenti sjálfur á móti Keith Gillespie á hinum kantinum og gekk litlu betur. „Hann var einnig mjög fljótur og góður á þessum tíma. Ég átti ekki heldur mikið í hann á sprettinum. Í minningunni var þetta jafn og skemmtilegur leikur og lokatölurnar segja alls ekki alla söguna.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Sjá meira
„Paul Scholes kom inn á sem varamaður. Hann var lítill og pattaralegur. Gerði sér samt lítið fyrir og skoraði þrennu. Öll með skalla,“ segir Sigþór Júlíusson en hann var hluti af mjög sterku liði KA sem lék gegn mörgum af goðsögnum Man. Utd árið 1991. Þessi leikur á milli KA og Man. Utd fór fram í móti sem heitir Milk Cup og haldið var á Írlandi. Á mótið var boðið sterkustu liðum margra landa. KA mætti með 3. flokkinn sinn á mótið en í liði KA voru meðal annars Húsvíkingarnir Sigþór og Guðni Rúnar Helgason sem og Þórhallur Hinriksson. Þeir áttu allir eftir að láta til sín taka í efstu deild síðar á ferlinum. Í liði Man. Utd voru engar smá kempur. Nægir þar að nefna stráka eins og Gary Neville, Keith Gillespie, Nicky Butt, Paul Scholes, Ben Thornley, Robbie Savage og sjálfan David Beckham. Þjálfarar liðsins voru svo Brian Kidd, aðstoðarmaður Ferguson til margra ára, og Nobby Stiles sem var í HM-liði Englands árið 1966. „Við vorum með mjög gott lið hjá KA og vorum sæmilega brattir með að geta staðið eitthvað í þeim. Í minningunni var leikurinn jafn en okkur fannst ótrúlegt að þeir refsuðu fyrir nær öll mistök með marki,“ segir Sigþór en Man. Utd vann leikinn 9-1 og Sigþór minnti að Brynjólfur Sveinsson hefði skorað mark KA í leiknum. Það mættu um 3.000 áhorfendur á þennan leik en hvernig stóð David Beckham sig? „Mér finnst mjög sérstakt að muna lítið sem ekkert eftir Beckham úr leiknum. Sá sem stóð upp úr hjá þeim og var valinn maður leiksins var Ben Thornley. Ferill hans varð síðan ekki merkilegur eins og margir muna.“ Thornley spilaði á vinstri kantinum í leiknum á móti hinum eitilharða Þórhalli Hinrikssyni sem aldrei er kallaður annað en Júri. „Júrí var alltaf röskur á fyrstu og síðustu metrunum en hann átti ekkert í hann á sprettinum. Það sat alltaf aðeins í Júra kallinum,“ segir Sigþór glettinn en hann lenti sjálfur á móti Keith Gillespie á hinum kantinum og gekk litlu betur. „Hann var einnig mjög fljótur og góður á þessum tíma. Ég átti ekki heldur mikið í hann á sprettinum. Í minningunni var þetta jafn og skemmtilegur leikur og lokatölurnar segja alls ekki alla söguna.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Sjá meira